Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. júní 2015 07:00 Þögul mótmæli. Nokkur hundruð manns mættu til þögulla mótmæla við Alþingishúsið við Austurvöll í gær vegna gangs viðræðna við BHM og hjúkrunarfræðinga. Fréttablaðið/Stefán „Það sem maður er hræddur um ef lög verða sett á verkfallið er að fólk leiti annarra leiða til að vinna við þetta fag, leiti annaðhvort til útlanda eða mennti sig jafnvel í einhverju öðru,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Afleiðingarnar geti orðið alvarlegar fyrir heilbrigðisstéttir og heilbrigðiskerfið í heild. Ólafur áréttar að sömu rök eigi við um þessar stéttir og viðhöfð hafi verið í verkfalli lækna, hvað varðar mikilvægi starfanna fyrir heilbrigðiskerfið og möguleika á störfum í útlöndum.Ólafur G. Skúlason„Þeir eru vel menntaðir og við erum vel menntuð. Sóst er eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum erlendis og það er skortur á hjúkrunarfræðingum, þannig að forsendur eru allar þær sömu í okkar geira og þeirra.“ Sama eigi svo við um geislafræðinga og aðra sérfræðinga í heilbrigðiskerfinu. „Það vantar milljón heilbrigðisstarfsmenn í Evrópu fyrir 2020, en þar eru undir læknar, hjúkrunarfræðingar, geislafræðingar, lífeindafræðingar, ljósmæður og allt saman.“ Vinna sé auðfundin utan landsteinanna. Hann viti til dæmis um eina sem strax hafi fengið vinnu í Svíþjóð eftir eitt símtal á sjúkrahús þar í vikunni. „En við erum ansi hrædd um það að farið verði að setja lög,“ segir hann. Skilaboðin hafi verið að fyrst ekki náðust samningar á samningafundum vikunnar þá mætti vænta lagasetningar sem fyrst. Síðan eigi eftir að koma í ljós hvað slík lagasetning feli í sér, hvort gefinn verði frestur til að ná samningum, eða hvort kjaradeilum verði vísað beint í gerðardóm. „Það eru til nokkrar útfærslur á þessu og það sér maður náttúrlega ekki fyrr en frumvarp er komið fram.“Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM á Austurvelli í gær.Fréttablaðið/StefánNokkur hundruð félagsmenn aðildarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga mættu á Austurvöll síðdegis í gær til að mótmæla þeirri stöðu sem uppi er í kjaraviðræðum félaganna við ríkið og gangi þeirra til þessa. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, áréttar að þau séu tilbúin að setjast að samningaborðinu hvenær sem er. „En þá verða menn náttúrlega að vera tilbúnir að ræða það sem okkur liggur á hjarta, að menntun sé metin til launa og fjármagn aukið til stofnanasamninga,“ segir hann. Ríkissáttasemjari sleit samningafundi BHM og ríkisins seint á miðvikudagskvöld eftir að samninganefnd ríkisins hafnaði tillögu BHM til lausnar á deilunni. Páll segir að viðræður hafi ekki verið miklar, en samninganefndin hafi borið tillögu ríkisins undir bakland félaganna, en það hafi ekki verið tilboð sem neinu hafi breytt í grundvallaratriðum. „Núna eru hótanir í lofti um lög, en ég ætla bara að vona að til þess komi ekki og takist að semja,“ segir Páll.Rætt var við Ólaf og Pál á Austurvelli í gær í mótmælastöðu BHM og hjúkrunarfræðinga, áður en ljóst var hvort ríkisstjórnin ætlaði sér að setja lög á verkföll félaganna. Verkfall 2016 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
„Það sem maður er hræddur um ef lög verða sett á verkfallið er að fólk leiti annarra leiða til að vinna við þetta fag, leiti annaðhvort til útlanda eða mennti sig jafnvel í einhverju öðru,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Afleiðingarnar geti orðið alvarlegar fyrir heilbrigðisstéttir og heilbrigðiskerfið í heild. Ólafur áréttar að sömu rök eigi við um þessar stéttir og viðhöfð hafi verið í verkfalli lækna, hvað varðar mikilvægi starfanna fyrir heilbrigðiskerfið og möguleika á störfum í útlöndum.Ólafur G. Skúlason„Þeir eru vel menntaðir og við erum vel menntuð. Sóst er eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum erlendis og það er skortur á hjúkrunarfræðingum, þannig að forsendur eru allar þær sömu í okkar geira og þeirra.“ Sama eigi svo við um geislafræðinga og aðra sérfræðinga í heilbrigðiskerfinu. „Það vantar milljón heilbrigðisstarfsmenn í Evrópu fyrir 2020, en þar eru undir læknar, hjúkrunarfræðingar, geislafræðingar, lífeindafræðingar, ljósmæður og allt saman.“ Vinna sé auðfundin utan landsteinanna. Hann viti til dæmis um eina sem strax hafi fengið vinnu í Svíþjóð eftir eitt símtal á sjúkrahús þar í vikunni. „En við erum ansi hrædd um það að farið verði að setja lög,“ segir hann. Skilaboðin hafi verið að fyrst ekki náðust samningar á samningafundum vikunnar þá mætti vænta lagasetningar sem fyrst. Síðan eigi eftir að koma í ljós hvað slík lagasetning feli í sér, hvort gefinn verði frestur til að ná samningum, eða hvort kjaradeilum verði vísað beint í gerðardóm. „Það eru til nokkrar útfærslur á þessu og það sér maður náttúrlega ekki fyrr en frumvarp er komið fram.“Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM á Austurvelli í gær.Fréttablaðið/StefánNokkur hundruð félagsmenn aðildarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga mættu á Austurvöll síðdegis í gær til að mótmæla þeirri stöðu sem uppi er í kjaraviðræðum félaganna við ríkið og gangi þeirra til þessa. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, áréttar að þau séu tilbúin að setjast að samningaborðinu hvenær sem er. „En þá verða menn náttúrlega að vera tilbúnir að ræða það sem okkur liggur á hjarta, að menntun sé metin til launa og fjármagn aukið til stofnanasamninga,“ segir hann. Ríkissáttasemjari sleit samningafundi BHM og ríkisins seint á miðvikudagskvöld eftir að samninganefnd ríkisins hafnaði tillögu BHM til lausnar á deilunni. Páll segir að viðræður hafi ekki verið miklar, en samninganefndin hafi borið tillögu ríkisins undir bakland félaganna, en það hafi ekki verið tilboð sem neinu hafi breytt í grundvallaratriðum. „Núna eru hótanir í lofti um lög, en ég ætla bara að vona að til þess komi ekki og takist að semja,“ segir Páll.Rætt var við Ólaf og Pál á Austurvelli í gær í mótmælastöðu BHM og hjúkrunarfræðinga, áður en ljóst var hvort ríkisstjórnin ætlaði sér að setja lög á verkföll félaganna.
Verkfall 2016 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira