Innlent

Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls

ingvar haraldsson skrifar
Afborganir hjónanna af lánum hafa hækkað verulega.
Afborganir hjónanna af lánum hafa hækkað verulega. mynd/eyþór
Hjónin Þórgnýr Thoroddsen, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, og Rúna Vala Þorgrímsdóttir táknmálstúlkur hafa greitt af þremur íbúðum í ríflega tvo mánuði vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumannsembættinu á höfuðborgasvæðinu þar sem engum kaupsamningum hefur verið þinglýst.

„Við keyptum íbúð tveimur vikum áður en verkfallið skall á. Við seldum aðra íbúðina í vikunni eftir að verkfallið hófst og þá seinni seldum við fyrir mánuði,“ segir Þórgnýr.

Afborganir hjónanna af lánum hækkuðu því úr 169 þúsund krónum á mánuði í 350 þúsund krónur á mánuði. „Við erum að lenda svolítið harkalega í því,“ segir Þórgnýr. Hann segir þó að sem betur fer séu hjónin á ágætis launum þessa dagana. „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×