Vill fá aðlögunarráðuneytið aftur Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. júní 2015 07:00 Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi sósíaldemókrata, stillti sér upp fyrir myndatökur með aðdáendum á kosningaferðalagi í Viborg. fréttablaðið/EPA Lars Løkke Rasmussen hyggst endurvekja, sigri hann í þingkosningunum á morgun, svonefnt aðlögunarráðuneyti sem myndi sjá um málefni flóttafólks og innflytjenda. Manu Sareen, ráðherra barnamála, jafnréttis, aðlögunar og félagsmála, segir þetta fráleita hugmynd: „Á einhvern hátt virkar þetta á mig sem algerlega bilað,“ er haft eftir Sareen á fréttasíðu danska ríkisútvarpsins. „Að mínu mati myndi þetta þeyta aðlögunarmálunum marga áratugi aftur í tímann.“ Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tekur ekki jafn djúpt í árinni og Sareen, heldur segir þetta fyrst og fremst snúast um tæknilegt aukaatriði: „Það sem máli skiptir er að aðlögunin virki,“ segir hún. Málefni innflytjenda og hælisleitenda hafa verið eitt helsta hitamálið í kosningabaráttunni, sem hófst nokkuð skyndilega fyrir þremur vikum þegar Thorning-Schmidt ákvað að boða til kosninga.Lars Løkke Rasmussen Leiðtogi hægrimanna stakk upp í sig gómsætri kjötbollu á kosningaferðalagi í Lyngby.fréttablaðið/EPAFleiri mál hafa vissulega brunnið á Dönum, ekki síst atvinnuleysi, velferðarmál og skattlagning en flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur enn á ný vakið upp ótta við aðkomufólk í litlu landi. Það sem af er þessu ári hafa 3.500 manns sótt um hæli í Danmörku. Á síðasta ári sóttu nærri 15 þúsund um hæli, og hafði hælisleitendum þá fjölgað um helming frá árinu áður. Hælisleitendum í Danmörku fjölgaði verulega síðastliðið sumar, um sama leyti og hundruð þúsunda manna hröktust undan vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Hámarki náði þetta í september á síðasta ári þegar 3.149 manns sóttu um hæli í Danmörku, en síðan þá hefur þessi bylgja gengið yfir og nú virðist straumurinn aftur hafa náð jafnvægi. Undanfarna mánuði hafa um það bil 500 manns sótt um hæli í hverjum mánuði, og sá fjöldi er svipaður og hafði verið þangað til í júní á síðasta ári. Samkvæmt venju vilja hægriflokkarnir herða stefnuna í útlendingamálum en vinstriflokkarnir leggja meiri áherslu á að taka vel á móti innflytjendum. Í þetta skiptið hafa sósíaldemókratar hins vegar lagst á sveif með hægri flokkunum og sett það á stefnuskrá sína að setja þurfi hælisleitendum strangari skilyrði. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að fylgi Danska þjóðarflokksins, sem jafnan hefur verið harðastur allra flokka í afstöðunni til innflytjenda, hefur dalað nokkuð nú síðustu dagana fyrir kosningar. Mikil óvissa ríkir um úrslit kosninganna, þar sem fylgi fylkinganna tveggja hefur verið að mælast nánast jafnt í skoðanakönnunum undanfarið. Bláa blokkin svonefnda, fylking hægriflokkanna, var með nokkurra prósenta forskot við upphaf kosningabaráttunnar, en hefur nú glatað því forskoti. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen hyggst endurvekja, sigri hann í þingkosningunum á morgun, svonefnt aðlögunarráðuneyti sem myndi sjá um málefni flóttafólks og innflytjenda. Manu Sareen, ráðherra barnamála, jafnréttis, aðlögunar og félagsmála, segir þetta fráleita hugmynd: „Á einhvern hátt virkar þetta á mig sem algerlega bilað,“ er haft eftir Sareen á fréttasíðu danska ríkisútvarpsins. „Að mínu mati myndi þetta þeyta aðlögunarmálunum marga áratugi aftur í tímann.“ Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tekur ekki jafn djúpt í árinni og Sareen, heldur segir þetta fyrst og fremst snúast um tæknilegt aukaatriði: „Það sem máli skiptir er að aðlögunin virki,“ segir hún. Málefni innflytjenda og hælisleitenda hafa verið eitt helsta hitamálið í kosningabaráttunni, sem hófst nokkuð skyndilega fyrir þremur vikum þegar Thorning-Schmidt ákvað að boða til kosninga.Lars Løkke Rasmussen Leiðtogi hægrimanna stakk upp í sig gómsætri kjötbollu á kosningaferðalagi í Lyngby.fréttablaðið/EPAFleiri mál hafa vissulega brunnið á Dönum, ekki síst atvinnuleysi, velferðarmál og skattlagning en flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur enn á ný vakið upp ótta við aðkomufólk í litlu landi. Það sem af er þessu ári hafa 3.500 manns sótt um hæli í Danmörku. Á síðasta ári sóttu nærri 15 þúsund um hæli, og hafði hælisleitendum þá fjölgað um helming frá árinu áður. Hælisleitendum í Danmörku fjölgaði verulega síðastliðið sumar, um sama leyti og hundruð þúsunda manna hröktust undan vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Hámarki náði þetta í september á síðasta ári þegar 3.149 manns sóttu um hæli í Danmörku, en síðan þá hefur þessi bylgja gengið yfir og nú virðist straumurinn aftur hafa náð jafnvægi. Undanfarna mánuði hafa um það bil 500 manns sótt um hæli í hverjum mánuði, og sá fjöldi er svipaður og hafði verið þangað til í júní á síðasta ári. Samkvæmt venju vilja hægriflokkarnir herða stefnuna í útlendingamálum en vinstriflokkarnir leggja meiri áherslu á að taka vel á móti innflytjendum. Í þetta skiptið hafa sósíaldemókratar hins vegar lagst á sveif með hægri flokkunum og sett það á stefnuskrá sína að setja þurfi hælisleitendum strangari skilyrði. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að fylgi Danska þjóðarflokksins, sem jafnan hefur verið harðastur allra flokka í afstöðunni til innflytjenda, hefur dalað nokkuð nú síðustu dagana fyrir kosningar. Mikil óvissa ríkir um úrslit kosninganna, þar sem fylgi fylkinganna tveggja hefur verið að mælast nánast jafnt í skoðanakönnunum undanfarið. Bláa blokkin svonefnda, fylking hægriflokkanna, var með nokkurra prósenta forskot við upphaf kosningabaráttunnar, en hefur nú glatað því forskoti.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira