Hinn endalausi gríski harmleikur Stjórnarmaðurinn skrifar 24. júní 2015 09:15 Efnahagslegar ófarir Grikkja virðast endalausar. Þegar þetta er ritað virðist þó ætla að fara svo að lengt verði í hengingarólinni í enn eitt skiptið – aðilar gefi sér til vikuloka til að ná samkomulagi. Grikkir fengu framlag frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabanka Evrópu og fleirum árið 2010. Gjalddagar þessara lána nálgast nú en tæplega nítján milljarðar evra koma til greiðslu á næstu sex mánuðum. Grikkir hafa ekki enn lent í greiðsluþroti, en útséð er að náist ekki samkomulag um frekari greiðslufrest og fjárframlög er slíkt óumflýjanlegt. Grikkir voru vissulega ekki einir til að fá fjárhagsaðstoð á árunum eftir 2008. Nægir þar að nefna Íslendinga, Spán, Portúgal og fleiri lönd. Fjárhagsaðstoð fylgja hins vegar skilyrði um áherslur í ríkisrekstri, sparnaðaraðgerðir o.s.frv. Grikkir skera sig úr öðrum lántakendum að því leyti að þeim hefur nánast í engu tekist að fylgja skilyrðum lánardrottna. Grikkir lofuðu endurbótum á virðisaukaskattskerfinu, og að skera niður lífeyrisgreiðslur. Lítið hefur orðið um efndir. Sömuleiðis lofuðu þeir að selja ríkiseignir fyrir fimmtíu milljarða evra – rauntalan, nú fimm árum seinna, er rétt ríflega tveir milljarðar. Staðan er því sú að Grikkir eiga enga raunhæfa möguleika á að standa við skuldbindingar sínar. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Forsvarsmenn ESB, með Þýskaland í fararbroddi, stendur frammi fyrir erfiðum valkostum. Hvað gerist ef þeir afskrifa skuldir Grikkja? Fylgja þá ekki lönd á borð við Írland, Spán, Portúgal og fleiri í kjölfarið og krefjast þess sama? A.m.k. er líklegt að erfitt verði fyrir ríkisstjórnir í þeim löndum að réttlæta aðhaldsaðgerðir ef dæmi Grikklands sannar að fljótlegri og sársaukalausari leið er einfaldlega að krefjast afskrifta. Valkostirnir eru því ómögulegir: annaðhvort verða skuldirnar afskrifaðar að hluta með tilheyrandi hættu á holskeflu sambærilegra mála frá öðrum lántökum, eða Grikkir verða nauðbeygðir til að undirrita samkomulag sem allir vita að þeir geta ekki staðið við. Þriðji valkosturinn er að Grikkir hreinlega segi sig frá myntstarfinu og gangi úr ESB. Ljóst er að afleiðingar af slíku yrðu hrikalegar fyrir Grikki. Fyrir liggur að bankakerfi landsins myndi ekki þola þá niðurstöðu, og hrikta myndi í öllum grunnstoðum samfélagsins. Sennilegt er að ESB stæði brotthvarf Grikkja vel af sér í efnahagslegu tilliti. Hins vegar yrði það mikill álitshnekkir fyrir félagsskap sem gangsettur var til að varðveita friðinn í álfunni, ef minnsti bróðirinn yrði skilinn eftir á berangri.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Grikkland Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Efnahagslegar ófarir Grikkja virðast endalausar. Þegar þetta er ritað virðist þó ætla að fara svo að lengt verði í hengingarólinni í enn eitt skiptið – aðilar gefi sér til vikuloka til að ná samkomulagi. Grikkir fengu framlag frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabanka Evrópu og fleirum árið 2010. Gjalddagar þessara lána nálgast nú en tæplega nítján milljarðar evra koma til greiðslu á næstu sex mánuðum. Grikkir hafa ekki enn lent í greiðsluþroti, en útséð er að náist ekki samkomulag um frekari greiðslufrest og fjárframlög er slíkt óumflýjanlegt. Grikkir voru vissulega ekki einir til að fá fjárhagsaðstoð á árunum eftir 2008. Nægir þar að nefna Íslendinga, Spán, Portúgal og fleiri lönd. Fjárhagsaðstoð fylgja hins vegar skilyrði um áherslur í ríkisrekstri, sparnaðaraðgerðir o.s.frv. Grikkir skera sig úr öðrum lántakendum að því leyti að þeim hefur nánast í engu tekist að fylgja skilyrðum lánardrottna. Grikkir lofuðu endurbótum á virðisaukaskattskerfinu, og að skera niður lífeyrisgreiðslur. Lítið hefur orðið um efndir. Sömuleiðis lofuðu þeir að selja ríkiseignir fyrir fimmtíu milljarða evra – rauntalan, nú fimm árum seinna, er rétt ríflega tveir milljarðar. Staðan er því sú að Grikkir eiga enga raunhæfa möguleika á að standa við skuldbindingar sínar. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Forsvarsmenn ESB, með Þýskaland í fararbroddi, stendur frammi fyrir erfiðum valkostum. Hvað gerist ef þeir afskrifa skuldir Grikkja? Fylgja þá ekki lönd á borð við Írland, Spán, Portúgal og fleiri í kjölfarið og krefjast þess sama? A.m.k. er líklegt að erfitt verði fyrir ríkisstjórnir í þeim löndum að réttlæta aðhaldsaðgerðir ef dæmi Grikklands sannar að fljótlegri og sársaukalausari leið er einfaldlega að krefjast afskrifta. Valkostirnir eru því ómögulegir: annaðhvort verða skuldirnar afskrifaðar að hluta með tilheyrandi hættu á holskeflu sambærilegra mála frá öðrum lántökum, eða Grikkir verða nauðbeygðir til að undirrita samkomulag sem allir vita að þeir geta ekki staðið við. Þriðji valkosturinn er að Grikkir hreinlega segi sig frá myntstarfinu og gangi úr ESB. Ljóst er að afleiðingar af slíku yrðu hrikalegar fyrir Grikki. Fyrir liggur að bankakerfi landsins myndi ekki þola þá niðurstöðu, og hrikta myndi í öllum grunnstoðum samfélagsins. Sennilegt er að ESB stæði brotthvarf Grikkja vel af sér í efnahagslegu tilliti. Hins vegar yrði það mikill álitshnekkir fyrir félagsskap sem gangsettur var til að varðveita friðinn í álfunni, ef minnsti bróðirinn yrði skilinn eftir á berangri.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Grikkland Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira