Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. júní 2015 09:00 Formaður Félags hjúkrunarfræðinga telur að búið sé að koma í veg fyrir að laun verði ákveðin af gerðardómi. vísir/vilhelm „Hljóðið er þungt í mönnum en vissulega á eftir að kynna samningana og fara yfir hvað felst í þessum samningi, segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hann tekur það fram að hann hafi ekki heyrt í mjög mörgum, heldur einungis fylgst með viðbrögðum á samfélagsmiðlum. Á lokuðum hópi hjúkrunarfræðinga á Facebook hafa fjölmargir hjúkrunarfræðingar lýst vonbrigðum sínum með niðurstöðuna.Ólafur G. SkúlasonSamningurinn felur í sér 18,6 prósenta launahækkun, gildir til marsloka 2019, og er svipaður þeim samningi sem gerður var á almenna vinnumarkaðnum. Kynningarfundir verða á Landspítala og Hótel Hilton í dag og fundir verða svo haldnir utan höfuðborgarsvæðisins á næstu dögum. Atkvæðagreiðsla fer fram dagana 4. til 15 júlí. „Það er ekkert tromp uppi í erminni. Við fáum þarna yfirlýsingu frá ráðherrum um að farið verði yfir það hvernig megi bæta kjör hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. En það er bara yfirlýsing,“ segir Ólafur. Ólafur segir það sinn skilning að með undirritun samningsins í gær sé búið að koma í veg fyrir að gerðardómur ákveði laun hjúkrunarfræðinga. Forsendur fyrir skipan gerðardómsins hafi verið þær að ekki væri búið að undirrita samning fyrir 1. júlí. „Þessar forsendur eru þá ekki lengur til staðar og ég lít svo á að verði þetta fellt, þá getum við sest niður aftur að samningaborðinu og reynt að semja á ný,“ segir Ólafur. Enn hafa engir samningar verið undirritaðir á milli BHM og ríkisins. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, minnir á að bandalagið hafi stefnt íslenska ríkinu vegna laga sem sett voru á verkfallið. Hún telur ólíklegt að samningar náist fyrir 1. júlí og segir samninga hjúkrunarfræðinga og ríkisins engu breyta þar um. „Þetta breytir engu fyrir okkur. Við semjum á okkar forsendum og munum halda því áfram,“ segir Þórunn. Verkfall 2016 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
„Hljóðið er þungt í mönnum en vissulega á eftir að kynna samningana og fara yfir hvað felst í þessum samningi, segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hann tekur það fram að hann hafi ekki heyrt í mjög mörgum, heldur einungis fylgst með viðbrögðum á samfélagsmiðlum. Á lokuðum hópi hjúkrunarfræðinga á Facebook hafa fjölmargir hjúkrunarfræðingar lýst vonbrigðum sínum með niðurstöðuna.Ólafur G. SkúlasonSamningurinn felur í sér 18,6 prósenta launahækkun, gildir til marsloka 2019, og er svipaður þeim samningi sem gerður var á almenna vinnumarkaðnum. Kynningarfundir verða á Landspítala og Hótel Hilton í dag og fundir verða svo haldnir utan höfuðborgarsvæðisins á næstu dögum. Atkvæðagreiðsla fer fram dagana 4. til 15 júlí. „Það er ekkert tromp uppi í erminni. Við fáum þarna yfirlýsingu frá ráðherrum um að farið verði yfir það hvernig megi bæta kjör hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. En það er bara yfirlýsing,“ segir Ólafur. Ólafur segir það sinn skilning að með undirritun samningsins í gær sé búið að koma í veg fyrir að gerðardómur ákveði laun hjúkrunarfræðinga. Forsendur fyrir skipan gerðardómsins hafi verið þær að ekki væri búið að undirrita samning fyrir 1. júlí. „Þessar forsendur eru þá ekki lengur til staðar og ég lít svo á að verði þetta fellt, þá getum við sest niður aftur að samningaborðinu og reynt að semja á ný,“ segir Ólafur. Enn hafa engir samningar verið undirritaðir á milli BHM og ríkisins. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, minnir á að bandalagið hafi stefnt íslenska ríkinu vegna laga sem sett voru á verkfallið. Hún telur ólíklegt að samningar náist fyrir 1. júlí og segir samninga hjúkrunarfræðinga og ríkisins engu breyta þar um. „Þetta breytir engu fyrir okkur. Við semjum á okkar forsendum og munum halda því áfram,“ segir Þórunn.
Verkfall 2016 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira