Hvar er samkenndin? Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir skrifar 25. júní 2015 07:00 Það þarf ekki að segja alþjóð frá því að undanfarin ár hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mjög mikið. Hafa menn jafnvel leyft sér að tala um að ferðamenn séu eins og engisprettufaraldur og að það sé ekki líft í miðbæ Reykjavíkur fyrir útlendingum og því sem þeim fylgir. Þegar talað er af slíku gáleysi er ekki hugsað um það hverju ferðaþjónusta hefur skilað í þjóðarbúið og hversu margir hafa lífsviðurværi sitt af því að starfa í ferðaþjónustu og skyldum greinum. Ferðaþjónusta er atvinnugrein! Upp á síðkastið hefur hins vega gætt pirrings og óþolinmæði gagnvart þeim sem þjóna erlendum ferðamönnum og hefur orðræðan oftar en ekki beinst að langferðabílum sem eru að reyna að athafna sig nálægt gististöðum borgarinnar. Þetta á jafnt við um hótel og gistiheimili í miðborginni, sem og í öðrum hverfum borgarinnar. Rútur eru allt í einu orðin bitbein og allir hafa rétt á því að skammast út af rútum í borginni. Rútur eru stór partur af borgarmyndinni allri og gegna veigamiklu hlutverki í því sjónarspili sem flutningur erlendra gesta milli staða í Reykjavík er. Borgarbúar leyfa sér að kalla ókvæðisorðum að bílstjórum langferðabílanna, berja bílana að utan, hrækja á þá, djöflast á bílflautum og sýna hug sinn með hjálp löngutangar. Sumir bílstjóranna geta ekki stillt sig um að svara til baka, en flestir láta þetta yfir sig ganga og reyna að halda andliti gagnvart farþegum sínum. Farþegarnir verða oft dauðskelkaðir og vita ekki í hvaða feni þeir eru lentir og spyrja; erum við velkomin. Íslendingar gefa sig út fyrir að vera réttlát og friðelskandi þjóð, en nú er búið að gefa út skotleyfi á rútur og friðsælir borgarar umhverfast í merkisbera ímyndaðs réttlætis með því að láta skap sitt bitna á rútubílum! Fréttir af stórum rútum sem eru fastar í öngstrætum miðborgarinnar eru blásnar út í fjölmiðlum og allir eiga til sögur af rútum sem leggja uppi á stéttum, í merkt stæði opinberra starfsmanna og á stöðum þar sem mikið er um einkabíla. Alls staðar eru rúturnar fyrir.Skaði fyrir þjóðarbúið Öll hótel og allir gististaðir í Reykjavík telja sig eiga rétt á því að fá rútur heim að dyrum, ýmist til að skila farþegum af sér eða til að sækja gesti sem eru að fara úr landi eða í styttri og lengri ferðir. Rútufyrirtæki reyna eftir fremsta megni að verða við þessum óskum, þrátt fyrir að í mörgum tilfellum hreinlega vanti almenn bílastæði við hótelin og gististaðina, hvað þá að gert sé ráð fyrir rútum. Tvö nýleg hótel í borginni eru til vitnis um þetta, annað við Hlemm og hitt í Þórunnartúni, það síðara er stærsta hótel á Íslandi. Aðkoma að því hóteli frá Borgartúni er lokuð og frá Bríetartúni er aðeins fólksbílafæri. Það þýðir þó ekki að sakast við einn eða neinn, heldur gera gott úr því sem er til staðar hverju sinni. Það má þó brýna fyrir samborgurunum að sýna umburðarlyndi og samkennd þó að smátafir verði vegna skorts á rútubílastæðum í borginni. Hugmynd yfirmanna borgarinnar um hjólandi og gangandi fólk í miðbænum er góð og gild, en á hreint ekki við um erlenda gesti sem þekkja ekki borgina og eru þar að auki oftast með þungan farangur meðferðis, en ekki hjólið sitt. Pirringur og reiði smita út frá sér og fæla frá. Við eigum að sýna umburðarlyndi og vera gestrisin – það væri mikill skaði fyrir þjóðarbúið ef ferðamenn hætta að koma til landsins. Það þarf að viðurkenna þjónustu sem atvinnugrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að segja alþjóð frá því að undanfarin ár hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mjög mikið. Hafa menn jafnvel leyft sér að tala um að ferðamenn séu eins og engisprettufaraldur og að það sé ekki líft í miðbæ Reykjavíkur fyrir útlendingum og því sem þeim fylgir. Þegar talað er af slíku gáleysi er ekki hugsað um það hverju ferðaþjónusta hefur skilað í þjóðarbúið og hversu margir hafa lífsviðurværi sitt af því að starfa í ferðaþjónustu og skyldum greinum. Ferðaþjónusta er atvinnugrein! Upp á síðkastið hefur hins vega gætt pirrings og óþolinmæði gagnvart þeim sem þjóna erlendum ferðamönnum og hefur orðræðan oftar en ekki beinst að langferðabílum sem eru að reyna að athafna sig nálægt gististöðum borgarinnar. Þetta á jafnt við um hótel og gistiheimili í miðborginni, sem og í öðrum hverfum borgarinnar. Rútur eru allt í einu orðin bitbein og allir hafa rétt á því að skammast út af rútum í borginni. Rútur eru stór partur af borgarmyndinni allri og gegna veigamiklu hlutverki í því sjónarspili sem flutningur erlendra gesta milli staða í Reykjavík er. Borgarbúar leyfa sér að kalla ókvæðisorðum að bílstjórum langferðabílanna, berja bílana að utan, hrækja á þá, djöflast á bílflautum og sýna hug sinn með hjálp löngutangar. Sumir bílstjóranna geta ekki stillt sig um að svara til baka, en flestir láta þetta yfir sig ganga og reyna að halda andliti gagnvart farþegum sínum. Farþegarnir verða oft dauðskelkaðir og vita ekki í hvaða feni þeir eru lentir og spyrja; erum við velkomin. Íslendingar gefa sig út fyrir að vera réttlát og friðelskandi þjóð, en nú er búið að gefa út skotleyfi á rútur og friðsælir borgarar umhverfast í merkisbera ímyndaðs réttlætis með því að láta skap sitt bitna á rútubílum! Fréttir af stórum rútum sem eru fastar í öngstrætum miðborgarinnar eru blásnar út í fjölmiðlum og allir eiga til sögur af rútum sem leggja uppi á stéttum, í merkt stæði opinberra starfsmanna og á stöðum þar sem mikið er um einkabíla. Alls staðar eru rúturnar fyrir.Skaði fyrir þjóðarbúið Öll hótel og allir gististaðir í Reykjavík telja sig eiga rétt á því að fá rútur heim að dyrum, ýmist til að skila farþegum af sér eða til að sækja gesti sem eru að fara úr landi eða í styttri og lengri ferðir. Rútufyrirtæki reyna eftir fremsta megni að verða við þessum óskum, þrátt fyrir að í mörgum tilfellum hreinlega vanti almenn bílastæði við hótelin og gististaðina, hvað þá að gert sé ráð fyrir rútum. Tvö nýleg hótel í borginni eru til vitnis um þetta, annað við Hlemm og hitt í Þórunnartúni, það síðara er stærsta hótel á Íslandi. Aðkoma að því hóteli frá Borgartúni er lokuð og frá Bríetartúni er aðeins fólksbílafæri. Það þýðir þó ekki að sakast við einn eða neinn, heldur gera gott úr því sem er til staðar hverju sinni. Það má þó brýna fyrir samborgurunum að sýna umburðarlyndi og samkennd þó að smátafir verði vegna skorts á rútubílastæðum í borginni. Hugmynd yfirmanna borgarinnar um hjólandi og gangandi fólk í miðbænum er góð og gild, en á hreint ekki við um erlenda gesti sem þekkja ekki borgina og eru þar að auki oftast með þungan farangur meðferðis, en ekki hjólið sitt. Pirringur og reiði smita út frá sér og fæla frá. Við eigum að sýna umburðarlyndi og vera gestrisin – það væri mikill skaði fyrir þjóðarbúið ef ferðamenn hætta að koma til landsins. Það þarf að viðurkenna þjónustu sem atvinnugrein.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar