Komdu með og gerðu góðverk í leiðinni rikka skrifar 29. júní 2015 14:00 Það er að ýmsu að huga þegar kemur að því að fara út að hlaupa og gott að eiga góða skó, þægileg föt og hvetjandi tónlist. Vísir/Getty Núna er hárrétti tíminn til þess að byrja undirbúning fyrir þátttöku í hinu árlega Reykjavíkurmaraþoni. Þarna mæta allir sem vettlingi geta valdið og safna eins miklum áheitum og þeir mögulega geta fyrir þann málstað sem viðkomandi hefur trú á og vill hlaupa fyrir. Það skiptir minna máli hversu langt er hlaupið, þátttakan og stuðningurinn er það sem skiptir mestu. Reykjavíkurmaraþonið er tilvalinn vettvangur til þess að setja sér áskorun sem þarf að hafa fyrir. Undirrituð ætlar til að mynda að hlaupa hálft maraþon eða tuttugu og einn kílómetra þrátt fyrir að hafa aldrei hlaupið metra lengra en tíu kílómetra. Nú veit ég fyrir víst að það eru fleiri í sömu stöðu og jafnvel þó nokkrir sem aldrei hafa hlaupið nokkurn skapaðan hlut en ætla að leggja á sig erfiði fyrir góðan málstað. Fyrir þá sem eru algjörir byrjendur þá eru nokkur atriði sem gera ferðina örlítið skemmtilegri og ekki síður þægilegri.Hlaupaskór Góðir skór eru algjör nauðsyn, þarna úti er hafsjór af fallegum íþróttaskóm og erfitt getur verið að velja á milli. Mestu máli skiptir að þeir séu þægilegir, styðji vel við fótinn og komi þér á leiðarenda án leiðinda. Þeir sem vilja fara alla leið ættu að fara í göngugreiningu og velja síðan skó sem henta þeim fullkomlega.Fötin skapa hlauparann Réttur fatnaður skiptir höfuðmáli, hann þarf að anda vel, þ.e.a.s hleypa svita út og fersku lofti inn. Ekki taka Rocky Balboa á þetta og hlaupa af stað í þykkum joggingbuxum. Veldu aðsniðinn fatnað sem heldur öllu á sínum stað. Ef það er kalt úti þá er allra best að vera í nokkrum lögum sem hægt er svo að fara úr ef hitinn verður of mikill. Það er ágætis viðmiðunarregla að vera pínu kalt þegar lagt er af stað í hlaupið.Rétta tónlistin Tónlist í eyrunum eða ekki, það er persónubundið val. Sjálf kæmist ég ekki langt án þess að vera með einhvern hamagang í eyrunum, mér finnst það hreinlega hjálpa mér að finna taktinn. Veldu lög sem halda uppi gleðinni og hvetja þig áfram. Það er til fullt af flottum hlaupalistum á netinu. Ertu búin/n að kíkja á Heilsuvísislistana á Spotify?Mældu þig Náðu þér í Strava, Endomondo eða annað skemmtilegt forrit sem heldur utan um allar þínar ferðir, reiknar út hraðann á þér, brennslu hitaeininga og staðsetur þig í heiminum. Það er svo gaman að skoða eldri færslur sem minna þig á hvað þú ert alltaf að verða betri og betri hlaupari. Ég hvet þig til að skrá þig til leiks, sjáumst á ráslínunni! Heilsa Tengdar fréttir Sumar og sól í tónum Erna Hrund er ein af stofendnum Trendet vefsíðunnar og hér má hlýða á ofursmarta tóna sem hún setti saman 8. júní 2015 16:00 Sönglandi kraftballöður 1. júní 2015 16:00 Út að hlaupa eða dansa Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi, tók saman hlaupalista með áherslu á lög sem eru sexí en þó með talsverðum krafti. 26. júní 2015 11:00 Lagalisti þingkonunnar Sérvaldar melódíur frá kraftmikilli þingkonu Bjartrar framtíðar 7. maí 2015 11:00 Syngdu með! Elsa Dagný er nýúskrifaður vöruhönnuður sem deilir með þér eldhressum tónum 8. maí 2015 16:00 Tónlist sem tætir og tryllir Heiða Dóra Jónsdóttir er söngkona og lagaskáld sem kallar sig bara Heiðu. Hér deilir hún sínum uppáhaldstónum á Spotify. 22. maí 2015 10:45 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Núna er hárrétti tíminn til þess að byrja undirbúning fyrir þátttöku í hinu árlega Reykjavíkurmaraþoni. Þarna mæta allir sem vettlingi geta valdið og safna eins miklum áheitum og þeir mögulega geta fyrir þann málstað sem viðkomandi hefur trú á og vill hlaupa fyrir. Það skiptir minna máli hversu langt er hlaupið, þátttakan og stuðningurinn er það sem skiptir mestu. Reykjavíkurmaraþonið er tilvalinn vettvangur til þess að setja sér áskorun sem þarf að hafa fyrir. Undirrituð ætlar til að mynda að hlaupa hálft maraþon eða tuttugu og einn kílómetra þrátt fyrir að hafa aldrei hlaupið metra lengra en tíu kílómetra. Nú veit ég fyrir víst að það eru fleiri í sömu stöðu og jafnvel þó nokkrir sem aldrei hafa hlaupið nokkurn skapaðan hlut en ætla að leggja á sig erfiði fyrir góðan málstað. Fyrir þá sem eru algjörir byrjendur þá eru nokkur atriði sem gera ferðina örlítið skemmtilegri og ekki síður þægilegri.Hlaupaskór Góðir skór eru algjör nauðsyn, þarna úti er hafsjór af fallegum íþróttaskóm og erfitt getur verið að velja á milli. Mestu máli skiptir að þeir séu þægilegir, styðji vel við fótinn og komi þér á leiðarenda án leiðinda. Þeir sem vilja fara alla leið ættu að fara í göngugreiningu og velja síðan skó sem henta þeim fullkomlega.Fötin skapa hlauparann Réttur fatnaður skiptir höfuðmáli, hann þarf að anda vel, þ.e.a.s hleypa svita út og fersku lofti inn. Ekki taka Rocky Balboa á þetta og hlaupa af stað í þykkum joggingbuxum. Veldu aðsniðinn fatnað sem heldur öllu á sínum stað. Ef það er kalt úti þá er allra best að vera í nokkrum lögum sem hægt er svo að fara úr ef hitinn verður of mikill. Það er ágætis viðmiðunarregla að vera pínu kalt þegar lagt er af stað í hlaupið.Rétta tónlistin Tónlist í eyrunum eða ekki, það er persónubundið val. Sjálf kæmist ég ekki langt án þess að vera með einhvern hamagang í eyrunum, mér finnst það hreinlega hjálpa mér að finna taktinn. Veldu lög sem halda uppi gleðinni og hvetja þig áfram. Það er til fullt af flottum hlaupalistum á netinu. Ertu búin/n að kíkja á Heilsuvísislistana á Spotify?Mældu þig Náðu þér í Strava, Endomondo eða annað skemmtilegt forrit sem heldur utan um allar þínar ferðir, reiknar út hraðann á þér, brennslu hitaeininga og staðsetur þig í heiminum. Það er svo gaman að skoða eldri færslur sem minna þig á hvað þú ert alltaf að verða betri og betri hlaupari. Ég hvet þig til að skrá þig til leiks, sjáumst á ráslínunni!
Heilsa Tengdar fréttir Sumar og sól í tónum Erna Hrund er ein af stofendnum Trendet vefsíðunnar og hér má hlýða á ofursmarta tóna sem hún setti saman 8. júní 2015 16:00 Sönglandi kraftballöður 1. júní 2015 16:00 Út að hlaupa eða dansa Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi, tók saman hlaupalista með áherslu á lög sem eru sexí en þó með talsverðum krafti. 26. júní 2015 11:00 Lagalisti þingkonunnar Sérvaldar melódíur frá kraftmikilli þingkonu Bjartrar framtíðar 7. maí 2015 11:00 Syngdu með! Elsa Dagný er nýúskrifaður vöruhönnuður sem deilir með þér eldhressum tónum 8. maí 2015 16:00 Tónlist sem tætir og tryllir Heiða Dóra Jónsdóttir er söngkona og lagaskáld sem kallar sig bara Heiðu. Hér deilir hún sínum uppáhaldstónum á Spotify. 22. maí 2015 10:45 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Sumar og sól í tónum Erna Hrund er ein af stofendnum Trendet vefsíðunnar og hér má hlýða á ofursmarta tóna sem hún setti saman 8. júní 2015 16:00
Út að hlaupa eða dansa Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi, tók saman hlaupalista með áherslu á lög sem eru sexí en þó með talsverðum krafti. 26. júní 2015 11:00
Lagalisti þingkonunnar Sérvaldar melódíur frá kraftmikilli þingkonu Bjartrar framtíðar 7. maí 2015 11:00
Syngdu með! Elsa Dagný er nýúskrifaður vöruhönnuður sem deilir með þér eldhressum tónum 8. maí 2015 16:00
Tónlist sem tætir og tryllir Heiða Dóra Jónsdóttir er söngkona og lagaskáld sem kallar sig bara Heiðu. Hér deilir hún sínum uppáhaldstónum á Spotify. 22. maí 2015 10:45