Liðka til fyrir millilandaflugi út á land sveinn arnarsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Ríkið gæti aukið tekjur sínar um 1,3 milljarða árlega með því að koma á beinu millilandaflugi á Egilsstaði og Akureyri. Ríkið ætlar að liðka til fyrir millilandaflugi frá Egilsstöðum og Akureyri með því að fella niður gjöld á flugfélög fyrstu tvö árin og aðstoða við markaðssetningu svæðanna með fjárframlögum. Þetta staðfestir Matthías Imsland, formaður starfshóps sem kannar möguleika á millilandaflugi frá landsbyggðunum. Tekjur hins opinbera af millilandafluginu yrðu nærri 1,3 milljörðum króna árlega. Forsætisráðherra skipaði þennan starfshóp til að vega og meta kosti þess að millilandaflug um aðra flugvelli en Keflavík kæmist á laggirnar. Starfshópurinn lét vinna fyrir sig skýrslu sem sýnir ótvírætt að ríkið muni hagnast á millilandafluginu. Með því að gera ráð fyrir fjórum lendingum á viku, tveimur á Egilsstöðum og tveimur á Akureyri, með rúmlega eitt hundrað erlenda ferðamenn í hverri ferð gæti tekjuaukning hins opinbera af ferðunum verið um 1.250 milljónir króna á hverju ári og innspýtingin á svæðin norðaustanlands verið um 3,6 milljarðar króna. Af þeim rúmlega milljón ferðamönnum sem koma til landsins munu því samkvæmt þessum útreikningum aðeins 22 þúsund fara í gegnum Akureyri og Egilsstaði. Að mati skýrsluhöfunda er það samt sem áður nægilegt til að ríkið njóti góðs af. Matthías segir þetta hreina viðbót við lendingar í Keflavík og vera brotabrot af fjölda lendinga þar. „Fjöldi lendinga í viku hverri er um 400 yfir hásumarið í Keflavík. Því erum við aðeins að tala um eitt prósent af lendingum til landsins. Þetta mun því ekki hafa nein neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á öðrum stöðum á landinu. Innviðir á norðausturhorni landsins eru vannýttir stóran hluta árs og æskilegt og gott fyrir íslenskt samfélag að nýta þessa innviði betur og dreifa ferðamönnum betur um landið,“ segir Matthías. Ferðaþjónustuaðilar hafa margsinnis bent á að álag vegna ferðamanna á suðvesturhorni landsins sé komið að þolmörkum og mikilvægt sé að grípa til aðgerða til þess að dreifa álaginu betur um landið svo ekki fari að sjá á náttúru þess. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Ríkið ætlar að liðka til fyrir millilandaflugi frá Egilsstöðum og Akureyri með því að fella niður gjöld á flugfélög fyrstu tvö árin og aðstoða við markaðssetningu svæðanna með fjárframlögum. Þetta staðfestir Matthías Imsland, formaður starfshóps sem kannar möguleika á millilandaflugi frá landsbyggðunum. Tekjur hins opinbera af millilandafluginu yrðu nærri 1,3 milljörðum króna árlega. Forsætisráðherra skipaði þennan starfshóp til að vega og meta kosti þess að millilandaflug um aðra flugvelli en Keflavík kæmist á laggirnar. Starfshópurinn lét vinna fyrir sig skýrslu sem sýnir ótvírætt að ríkið muni hagnast á millilandafluginu. Með því að gera ráð fyrir fjórum lendingum á viku, tveimur á Egilsstöðum og tveimur á Akureyri, með rúmlega eitt hundrað erlenda ferðamenn í hverri ferð gæti tekjuaukning hins opinbera af ferðunum verið um 1.250 milljónir króna á hverju ári og innspýtingin á svæðin norðaustanlands verið um 3,6 milljarðar króna. Af þeim rúmlega milljón ferðamönnum sem koma til landsins munu því samkvæmt þessum útreikningum aðeins 22 þúsund fara í gegnum Akureyri og Egilsstaði. Að mati skýrsluhöfunda er það samt sem áður nægilegt til að ríkið njóti góðs af. Matthías segir þetta hreina viðbót við lendingar í Keflavík og vera brotabrot af fjölda lendinga þar. „Fjöldi lendinga í viku hverri er um 400 yfir hásumarið í Keflavík. Því erum við aðeins að tala um eitt prósent af lendingum til landsins. Þetta mun því ekki hafa nein neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á öðrum stöðum á landinu. Innviðir á norðausturhorni landsins eru vannýttir stóran hluta árs og æskilegt og gott fyrir íslenskt samfélag að nýta þessa innviði betur og dreifa ferðamönnum betur um landið,“ segir Matthías. Ferðaþjónustuaðilar hafa margsinnis bent á að álag vegna ferðamanna á suðvesturhorni landsins sé komið að þolmörkum og mikilvægt sé að grípa til aðgerða til þess að dreifa álaginu betur um landið svo ekki fari að sjá á náttúru þess.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira