Hún skartar mörgum þekktum íslenskum leikurum og þar má nefna Diddu Jónsdóttur, Frosta Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jóhannes Hauk Jóhannesson, Kristbjörgu Kjeld og Nönnu Kristínu. Aðalhlutverkin leika frönsku leikararnir Florence Loiret Caille og Samir Guesmi en þau eru nokkuð þekktir leikarar í Frakklandi.
Tökur fóru meðal annars fram í tónlistarhúsinu Hörpu, Ráðhúsi Reykjavíkur, Hvalfirði og víðar.
Um er að ræða gamanmynd og er hún í raun framhald af myndunum Skrapp út og Queen of Montreiul sem Sólveig leikstýrði einnig.

Á undanförnum árum hefur hún sannað sig sem einn af fremstu leikstjórum Frakklands og var seinasta mynd hennar, Lulu Femme Nue, sú mynd sem sýndi mestan hagnað árið 2013 þarlendis. Sólveig skrifar einnig handritið ásamt Jean-Luc Gaget.
Zik Zak kvikmyndir og Ex Nihilo framleiða myndina. Zik Zak hefur meðal annars framleitt kvikmyndirnar Nói albinói, Brim, Eldfjall, Svartur á leik og París norðursins.



