Ferðaþjónustufyrirtæki að gefast upp á Íshellinum Sveinn Arnarsson skrifar 3. júlí 2015 09:00 Gríðarlega mikið hefur verið lagt í gangagerðina. Ferðamönnum finnst þeir að einhverju leyti ekki fá þá vöru sem auglýst hefur verið úti um allan heim. Mikið vatnsrennsli gerir mönnum lífið leitt í íshellinum í Langjökli. Mikil bráðnun á sér stað og þarf að dæla vatni út úr göngunum. Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja hafa ákveðið að hætta að senda ferðamenn á svæðið á sínum snærum þar sem upplifun ferðamanna af svæðinu er ekki í takti við væntingar. Á stöku stað þurfi ferðamenn að ganga um á vörubrettum vegna vatnselgs.Karl ÓlafssonKarl Ólafsson hjá Nordic Luxury segir fyrirtækið ekki ætla að skipuleggja ferðir upp að jöklinum á næstunni. „Sá hópur sem ég var með á svæðinu fyrir örfáum dögum hafði séð auglýsingar sem hefur verið dreift út um allan heim. Sú glansmynd sem dregin var upp af svæðinu og raunverulegar aðstæður eru algjörlega svart og hvítt. Hópurinn bjóst við fallegum ísgöngum með flottri lýsingu en fékk allt annað,“ segir Karl. „Það rigndi nú á hópinn í göngunum, sem og að munni ganganna var handónýtur. Einnig var allt umflotið vatni í göngunum og þegar maður kemur að gangamunnanum er snjórinn sótsvartur og afleit aðkoma.“ Íshellirinn í Langjökli hefur vakið heimsathygli og stærstu fréttastofur heims hafa gert honum skil. Lonely Planet setti hann á lista yfir áhugaverðustu staði ársins til að heimsækja og gerðar hafa verið miklar vonir til hans sem ferðamannastaðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir vígði formlega ísgöngin í maí síðastliðnum og því hafa göngin sjálf verið í rekstri í afar stuttan tíma.Sigurður SkarphéðinssonSigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri íshellisins, segir stöðuna alls ekki slæma. Unnið sé nú að því að ýta snjó til á jöklinum til að bæta aðkomu að hellinum, gangamunninn hafi verið stórbættur á síðustu dögum og verið sé að dæla vatni úr göngunum. „Það er í raun ekkert sem kemur okkur á óvart í þessu,“ segir Sigurður. „Við vitum að jökullinn er lifandi að því leyti að hann bráðnar á sumrin, það er vatn að leka úr lofti hellisins fyrstu 50 metrana en síðan er það búið. Við erum í átaksverkefni núna, að laga aðkomuna fyrir gesti. Ástæða fyrir þessum óþrifnaði er að þarna koma bílar sem hafa verið á möl og svo lekur skítur af þeim fyrir utan göngin hjá okkur. Þannig verður þetta svarta plan.“ Hann hafði ekki heyrt af því að ferðaþjónustufyrirtækin væru í einhverjum mæli að hætta við að senda ferðamenn á svæðið og þykir það miður. Hann fullvissar alla um að öryggi þeirra í göngunum sé tryggt. „Menn upplifa auðvitað göngin með mismunandi hætti. Leiðinlegt þykir mér að þessi hópur hafi upplifað þetta svona en margir koma mjög ánægðir úr göngunum okkar. Það er hins vegar svo að við erum mjög ungt fyrirtæki og hlustum á allar raddir og reynum að laga allt. Við þurfum að hlusta á alla og erum enn þá að læra. Reynum auðvitað að gera okkar allra besta,“ segir Sigurður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Mikið vatnsrennsli gerir mönnum lífið leitt í íshellinum í Langjökli. Mikil bráðnun á sér stað og þarf að dæla vatni út úr göngunum. Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja hafa ákveðið að hætta að senda ferðamenn á svæðið á sínum snærum þar sem upplifun ferðamanna af svæðinu er ekki í takti við væntingar. Á stöku stað þurfi ferðamenn að ganga um á vörubrettum vegna vatnselgs.Karl ÓlafssonKarl Ólafsson hjá Nordic Luxury segir fyrirtækið ekki ætla að skipuleggja ferðir upp að jöklinum á næstunni. „Sá hópur sem ég var með á svæðinu fyrir örfáum dögum hafði séð auglýsingar sem hefur verið dreift út um allan heim. Sú glansmynd sem dregin var upp af svæðinu og raunverulegar aðstæður eru algjörlega svart og hvítt. Hópurinn bjóst við fallegum ísgöngum með flottri lýsingu en fékk allt annað,“ segir Karl. „Það rigndi nú á hópinn í göngunum, sem og að munni ganganna var handónýtur. Einnig var allt umflotið vatni í göngunum og þegar maður kemur að gangamunnanum er snjórinn sótsvartur og afleit aðkoma.“ Íshellirinn í Langjökli hefur vakið heimsathygli og stærstu fréttastofur heims hafa gert honum skil. Lonely Planet setti hann á lista yfir áhugaverðustu staði ársins til að heimsækja og gerðar hafa verið miklar vonir til hans sem ferðamannastaðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir vígði formlega ísgöngin í maí síðastliðnum og því hafa göngin sjálf verið í rekstri í afar stuttan tíma.Sigurður SkarphéðinssonSigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri íshellisins, segir stöðuna alls ekki slæma. Unnið sé nú að því að ýta snjó til á jöklinum til að bæta aðkomu að hellinum, gangamunninn hafi verið stórbættur á síðustu dögum og verið sé að dæla vatni úr göngunum. „Það er í raun ekkert sem kemur okkur á óvart í þessu,“ segir Sigurður. „Við vitum að jökullinn er lifandi að því leyti að hann bráðnar á sumrin, það er vatn að leka úr lofti hellisins fyrstu 50 metrana en síðan er það búið. Við erum í átaksverkefni núna, að laga aðkomuna fyrir gesti. Ástæða fyrir þessum óþrifnaði er að þarna koma bílar sem hafa verið á möl og svo lekur skítur af þeim fyrir utan göngin hjá okkur. Þannig verður þetta svarta plan.“ Hann hafði ekki heyrt af því að ferðaþjónustufyrirtækin væru í einhverjum mæli að hætta við að senda ferðamenn á svæðið og þykir það miður. Hann fullvissar alla um að öryggi þeirra í göngunum sé tryggt. „Menn upplifa auðvitað göngin með mismunandi hætti. Leiðinlegt þykir mér að þessi hópur hafi upplifað þetta svona en margir koma mjög ánægðir úr göngunum okkar. Það er hins vegar svo að við erum mjög ungt fyrirtæki og hlustum á allar raddir og reynum að laga allt. Við þurfum að hlusta á alla og erum enn þá að læra. Reynum auðvitað að gera okkar allra besta,“ segir Sigurður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira