Fyrsta PIP-púðamálið tapast í áfrýjunarrétti Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2015 07:00 Alls fengu um 440 íslenskar konur ígræddar PIP-brjóstafyllingar með iðnaðarsilíkoni. nordicphotos/afp Franskur áfrýjunardómstóll sýknaði TÜV Rheinland í fyrstu hópmálsókninni í PIP-brjóstafyllingamálinu svokallaða en nokkur þúsund konur hafa höfðað mál gegn fyrirtækinu sem hafði eftirlit með framleiðslu brjóstafyllinganna. Um 440 íslenskar konur fengu ígræddar PIP-brjóstafyllingar en af þeim hafa 204 konur höfðað mál á hendur TÜV Rheinland sem vottaði og sá um eftirlit með framleiðslu brjóstafyllinganna í Frakklandi. Dómsmálin sem hafa verið höfðuð eru þrjú, en íslensku konurnar tilheyra stærstu málsókninni sem er númer tvö í röðinni og verður mál þeirra flutt 24. júlí næstkomandi í Frakklandi. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennanna, segir dóminn hafa lítil áhrif á málsókn Íslendinganna. „Dómnum verður væntanlega áfrýjað til Cour de cassation [efsta dómstigs Frakklands] en gera má ráð fyrir að niðurstaða þess dómstóls liggi ekki fyrir fyrr en eftir eitt ár. Þrátt fyrir að mínir umbjóðendur séu ekki aðilar að málinu þá hef ég þó að sjálfsögðu rætt málið við frönsku lögmennina og greint þeim frá þeirri skoðun minni að það eigi að fara með málið alla leið.“ Saga segir liggja fyrir að þar sem íslensku konurnar eru ekki aðilar að málinu sem tapaðist þá eru þær ekki með aðgengi að öllum upplýsingum um málið. „Þessi dómsniðurstaða verður væntanlega til þess að íslenskar konur fá ekki dæmda svokallaða innborgun inn á málið. Þá getur þetta leitt til þess að mál íslenskra kvenna tefjist á meðan beðið verður eftir niðurstöðu Cour de cassation í fyrstu hópmálsókninni,“ segir Saga. Aldrei fyrr hafa svo margir Íslendingar sótt mál saman eftir því sem næst verður komist en mál íslensku kvennanna verður eins og áður segið tekið fyrir í lok júlí. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Franskur áfrýjunardómstóll sýknaði TÜV Rheinland í fyrstu hópmálsókninni í PIP-brjóstafyllingamálinu svokallaða en nokkur þúsund konur hafa höfðað mál gegn fyrirtækinu sem hafði eftirlit með framleiðslu brjóstafyllinganna. Um 440 íslenskar konur fengu ígræddar PIP-brjóstafyllingar en af þeim hafa 204 konur höfðað mál á hendur TÜV Rheinland sem vottaði og sá um eftirlit með framleiðslu brjóstafyllinganna í Frakklandi. Dómsmálin sem hafa verið höfðuð eru þrjú, en íslensku konurnar tilheyra stærstu málsókninni sem er númer tvö í röðinni og verður mál þeirra flutt 24. júlí næstkomandi í Frakklandi. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennanna, segir dóminn hafa lítil áhrif á málsókn Íslendinganna. „Dómnum verður væntanlega áfrýjað til Cour de cassation [efsta dómstigs Frakklands] en gera má ráð fyrir að niðurstaða þess dómstóls liggi ekki fyrir fyrr en eftir eitt ár. Þrátt fyrir að mínir umbjóðendur séu ekki aðilar að málinu þá hef ég þó að sjálfsögðu rætt málið við frönsku lögmennina og greint þeim frá þeirri skoðun minni að það eigi að fara með málið alla leið.“ Saga segir liggja fyrir að þar sem íslensku konurnar eru ekki aðilar að málinu sem tapaðist þá eru þær ekki með aðgengi að öllum upplýsingum um málið. „Þessi dómsniðurstaða verður væntanlega til þess að íslenskar konur fá ekki dæmda svokallaða innborgun inn á málið. Þá getur þetta leitt til þess að mál íslenskra kvenna tefjist á meðan beðið verður eftir niðurstöðu Cour de cassation í fyrstu hópmálsókninni,“ segir Saga. Aldrei fyrr hafa svo margir Íslendingar sótt mál saman eftir því sem næst verður komist en mál íslensku kvennanna verður eins og áður segið tekið fyrir í lok júlí.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira