Grátandi ferðafólki bjargað af skálavörðum á hálendinu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 7. júlí 2015 08:45 Snjómagnið í Hrafntinnuskeri er svipað núna og á þessari mynd sem tekin er að vetri. Snjórinn er hins vegar farinn að bráðna. MYND/GUÐMUNDUR JÓNSSON Fjölmörg dæmi eru um að illa búnir og hraktir ferðamenn á eigin vegum hafi brostið í grát á hálendinu að undanförnu vegna vanlíðanar og hræðslu. Sumir hafa verið svo illa á sig komnir að skálaverðir hafa þurft að koma á móti þeim og bera þá inn í skála. „Skálaverðir Ferðafélags Íslands, og þá einkum skálaverðir í Hrafntinnuskeri, hafa unnið björgunarafrek á hálendinu síðustu vikur. Þeir hafa bæði farið á móti vanbúnum og hræddum ferðamönnum og á eftir þeim og borið þá upp í skála. Þeir hafa tekið á móti grátandi ferðamönnum sem hafa alls ekki verið búnir til göngu í snjó og krapa. Skálaverðirnir hafa staðið sig ótrúlega vel í þessum krefjandi aðstæðum,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Dæmi um þessi tilvik séu fjölmörg.„Verði menn blautir, kaldir og hraktir verða þeir hræddir og fara að gráta.“ Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Páll leggur áherslu á að ferðaþjónustuaðilar sem selja erlendum ferðamönnum bæði göngu- og rútuferðir inn á hálendið í júní og langt fram á haust þurfi að horfast í augu við staðreyndir. „Undanfarin 20 ár hefur hálendið að meðaltali verið opið í júlí og ágúst. Það hefur tekist vel að markaðssetja Ísland en það þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem ráða á hálendinu. Menn verða að sýna ábyrgð og upplýsa ferðamenn um þær aðstæður sem þeir geta lent í ef þeir eru svona snemma eða seint á ferðinni.“ Að sögn Páls eru margir erlendu ferðamannanna sem leggja af stað í göngu yfir hálendið í hlífðarfatnaði sem heldur hvorki vatni né vindi. Sumir eru með lítið nesti og ónýtt tjald.Gangan úr Landmannalaugum í Hrafntinnusker er um 15 km og yfir í Álftavatn eru 26 km.Loftmyndir„Þeir kaupa ferð inn á hálendið en átta sig engan veginn á íslenskum aðstæðum. Hitinn getur farið niður undir frostmark. Verði menn blautir, kaldir og hraktir verða þeir hræddir og fara að gráta. Það er þá skylda skálavarða og sýn þeirra til fólks á fjöllum að veita aðstoð,“ segir Páll. Gangan úr Landmannalaugum í Hrafntinnusker er um 15 km og yfir í Álftavatn eru 26 km. „Það er óhemjumikill snjór núna í Hrafntinnuskeri en minni við Álftavatn. Nú er að vísu að komast hefðbundið ástand á leiðina. Ég held samt að ég geti sagt að það verði snjór fram í ágúst í Hrafntinnuskeri en ef menn eru í góðum búnaði er hægt að ganga í snjó á fjöllum,“ segir Páll Guðmundsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fjölmörg dæmi eru um að illa búnir og hraktir ferðamenn á eigin vegum hafi brostið í grát á hálendinu að undanförnu vegna vanlíðanar og hræðslu. Sumir hafa verið svo illa á sig komnir að skálaverðir hafa þurft að koma á móti þeim og bera þá inn í skála. „Skálaverðir Ferðafélags Íslands, og þá einkum skálaverðir í Hrafntinnuskeri, hafa unnið björgunarafrek á hálendinu síðustu vikur. Þeir hafa bæði farið á móti vanbúnum og hræddum ferðamönnum og á eftir þeim og borið þá upp í skála. Þeir hafa tekið á móti grátandi ferðamönnum sem hafa alls ekki verið búnir til göngu í snjó og krapa. Skálaverðirnir hafa staðið sig ótrúlega vel í þessum krefjandi aðstæðum,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Dæmi um þessi tilvik séu fjölmörg.„Verði menn blautir, kaldir og hraktir verða þeir hræddir og fara að gráta.“ Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Páll leggur áherslu á að ferðaþjónustuaðilar sem selja erlendum ferðamönnum bæði göngu- og rútuferðir inn á hálendið í júní og langt fram á haust þurfi að horfast í augu við staðreyndir. „Undanfarin 20 ár hefur hálendið að meðaltali verið opið í júlí og ágúst. Það hefur tekist vel að markaðssetja Ísland en það þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem ráða á hálendinu. Menn verða að sýna ábyrgð og upplýsa ferðamenn um þær aðstæður sem þeir geta lent í ef þeir eru svona snemma eða seint á ferðinni.“ Að sögn Páls eru margir erlendu ferðamannanna sem leggja af stað í göngu yfir hálendið í hlífðarfatnaði sem heldur hvorki vatni né vindi. Sumir eru með lítið nesti og ónýtt tjald.Gangan úr Landmannalaugum í Hrafntinnusker er um 15 km og yfir í Álftavatn eru 26 km.Loftmyndir„Þeir kaupa ferð inn á hálendið en átta sig engan veginn á íslenskum aðstæðum. Hitinn getur farið niður undir frostmark. Verði menn blautir, kaldir og hraktir verða þeir hræddir og fara að gráta. Það er þá skylda skálavarða og sýn þeirra til fólks á fjöllum að veita aðstoð,“ segir Páll. Gangan úr Landmannalaugum í Hrafntinnusker er um 15 km og yfir í Álftavatn eru 26 km. „Það er óhemjumikill snjór núna í Hrafntinnuskeri en minni við Álftavatn. Nú er að vísu að komast hefðbundið ástand á leiðina. Ég held samt að ég geti sagt að það verði snjór fram í ágúst í Hrafntinnuskeri en ef menn eru í góðum búnaði er hægt að ganga í snjó á fjöllum,“ segir Páll Guðmundsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira