Ágangur sjávar ógnar landnámsminjum Stefán Rafn Sveinbjörnsson skrifar 13. júlí 2015 06:00 Sjávarrof hefur eyðilagt minjar við Sæból, sem getið er í Landnámu. Mynd/Ingrid Kuhlman Eyþór Eðvarðsson „Ástandið er slæmt, það verður bara að segjast eins og er,“ segir Eyþór Eðvarðsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar. Mikið sjávarrof á sér stað víðs vegar um landið þar sem gamlar fornminjar er að finna. Margar þessara fornminja eru frá landnámsöld og hafa lítið verið rannsakaðar. Á Gufuskálum á Snæfellsnesi hafa merkilegar fornminjar eyðilagst í sjávarrofi en björgunaruppgröftur hefur átt sér stað á svæðinu undanfarin ár. „Svo eru mikil verðmæti til dæmis í moldinni þarna,“ segir Eyþór. „Hún er mikilvægur partur af þessu. Til dæmis á Gufuskálum erum við með átta metra háan jarðvistarhaug. Sem er bara einstakt. Það er þar sem menn eru að finna skartgripi frá fólki á landnámsöld. Þessar minjar eru nú í hættu,“ segir hann. „Maður er að koma á staði eins og Sæból í Önundarfirði sem er nefnt í Landnámu, einn af þessum stóru stöðum, og þar er rofið orðið það mikið að það eru eitt til þrjú tonn af torfum fallin niður og maður horfir inn í rofsárið og sér bein, steinahleðslur og mannvistarleifar sem eru ábyggilega þúsund ára gamlar.“ Hann segir að leita þurfi allra leiða til að varðveita minjarnar. Fólk hafi áhuga á málefninu en átti sig kannski ekki á því hve mikil hætta steðjar að minjunum. „Það sem þarf að gera er ná böndum utan um þetta, við vitum hreinlega ekki hvað eru margar svona minjar við Ísland. Þetta er meira og minna órannsakað. Það sem Skotar hafa til dæmis gert er að hugsa aðeins út fyrir kassann en þeir eru byrjaðir að færa minjar sem eru við sjávarsíðuna og eru búnir að koma upp vaktkerfi í kringum landið sem í er bara áhugafólk. Ef þetta væri á Íslandi gæti til dæmis hver fjörður passað upp á sínar minjar,“ segir Eyþór. Hann segir að þó að áhugafólk geti gert mikið til að passa upp á fornminjar þurfi að verja meira fjármagni til varðveislu þeirra. „Það bara vantar peninga. Það eru um 30 milljónir sem ríkið ver til fornleifarannsókna á ári, sem er allt of lítið.“ Fornminjar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Eyþór Eðvarðsson „Ástandið er slæmt, það verður bara að segjast eins og er,“ segir Eyþór Eðvarðsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar. Mikið sjávarrof á sér stað víðs vegar um landið þar sem gamlar fornminjar er að finna. Margar þessara fornminja eru frá landnámsöld og hafa lítið verið rannsakaðar. Á Gufuskálum á Snæfellsnesi hafa merkilegar fornminjar eyðilagst í sjávarrofi en björgunaruppgröftur hefur átt sér stað á svæðinu undanfarin ár. „Svo eru mikil verðmæti til dæmis í moldinni þarna,“ segir Eyþór. „Hún er mikilvægur partur af þessu. Til dæmis á Gufuskálum erum við með átta metra háan jarðvistarhaug. Sem er bara einstakt. Það er þar sem menn eru að finna skartgripi frá fólki á landnámsöld. Þessar minjar eru nú í hættu,“ segir hann. „Maður er að koma á staði eins og Sæból í Önundarfirði sem er nefnt í Landnámu, einn af þessum stóru stöðum, og þar er rofið orðið það mikið að það eru eitt til þrjú tonn af torfum fallin niður og maður horfir inn í rofsárið og sér bein, steinahleðslur og mannvistarleifar sem eru ábyggilega þúsund ára gamlar.“ Hann segir að leita þurfi allra leiða til að varðveita minjarnar. Fólk hafi áhuga á málefninu en átti sig kannski ekki á því hve mikil hætta steðjar að minjunum. „Það sem þarf að gera er ná böndum utan um þetta, við vitum hreinlega ekki hvað eru margar svona minjar við Ísland. Þetta er meira og minna órannsakað. Það sem Skotar hafa til dæmis gert er að hugsa aðeins út fyrir kassann en þeir eru byrjaðir að færa minjar sem eru við sjávarsíðuna og eru búnir að koma upp vaktkerfi í kringum landið sem í er bara áhugafólk. Ef þetta væri á Íslandi gæti til dæmis hver fjörður passað upp á sínar minjar,“ segir Eyþór. Hann segir að þó að áhugafólk geti gert mikið til að passa upp á fornminjar þurfi að verja meira fjármagni til varðveislu þeirra. „Það bara vantar peninga. Það eru um 30 milljónir sem ríkið ver til fornleifarannsókna á ári, sem er allt of lítið.“
Fornminjar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira