Gunnar Nelson orðinn einn sá besti í veltivigtinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2015 06:00 Gunnar Nelson svaraði tapinu gegn Story með stæl. vísir/Getty Það voru margir skíthræddir við Brandon Thatch sem Gunnar Nelson barðist við í Las Vegas. Hávaxinn og mikill rotari. Strákur með mikið sjálfstraust. Þær áhyggjur reyndust tilhæfulausar. Gunnar undirbjó sig gríðarlega vel, fann hungrið og áhugann aftur. Hann mætti til leiks beittari en nokkru sinni fyrr. Gunnar lærði sína lexíu í tapinu gegn Rick Story í Stokkhólmi á síðasta ári. Hann var ekki rétt stemmdur að flestu leyti. Ólíkur sjálfum sér. Hann ætlaði ekki að gera sömu mistök tvisvar. Kom sér í besta form lífs síns og varð grimmari en áður. Hann var ótrúlega vel stemmdur gegn Thatch og það sást strax. Rotarinn Thatch, sem átti afmæli, mátti síðan sætta sig við að vera kýldur niður. Leiftursnögg högg Gunnars og Bandaríkjamaðurinn féll eins og tré á mitt gólfið. Gunnar stökk svo ofan á Thatch og þá var ljóst hvernig færi. Gunnar var í hlutverki kattarins að leika sér að músinni sem að lokum gafst upp.Leiðin að sigrinum.fréttablaðiðMér leið vel „Mér líður stórkostlega. Þetta var klárlega einn af mínum bestu bardögum,“ sagði Gunnar óvenju brosmildur eftir bardagann. Sigurinn var sætur og hann leyfði sér að sýna tilfinningar. „Við gerðum það sem við höfum verið að vinna með. Mér leið vel og var ánægður með þetta frá a til ö. Þetta var spurning um að finna taktinn standandi og ég fann hann. Hann sótti aðeins á mig sem var fínt því þá gat ég byrjað að lesa hann,“ segir Gunnar en honum leið mjög vel er hann komst ofan á Thatch.Getur slegið niður með báðum „Ég vissi að ég hafði fínan tíma og vissi þá að ég myndi klára hann. Þetta var bara spurning um að vera afslappaður. Taka sér tíma, sem ég og gerði. Hann var bara svona miðlungs í gólfinu eins og flestir sem keppa í þessum styrkleika. Ég vissi líka alltaf hvaða kraftur er í höndunum á mér. Ég get slegið menn niður með báðum höndum og þetta var bara spurning um að finna taktinn.“ Gunnar fer væntanlega inn á topp tíu listann núna og tekur á móti einum af þeim bestu næst. Þangað hefur hann stefnt. Okkar maður fékk ótrúlegan stuðning frá írsku áhorfendunum í höllinni og afmælisbarnið Thatch, sem var á heimavelli, var í raun á útivelli. „Írarnir fylgja Conor út um allt. Ég er búinn að berjast mikið í Írlandi og er með Írana á bak við mig. Það var auðvitað alveg frábært,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Gunnar segir hlutina nákvæmlega eins og þeir eru | Myndband af blaðamannafundi Dana White, forseti UFC, sagði á kaldhæðin hátt að Gunnar Nelson væri maður margra orða á blaðamannafundi eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 13:37 Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59 Rick Story sendi Gunnari kveðju eftir sigurinn í nótt Það er greinilega bræðrakærleikur milli keppinauta í þyngdarflokki Gunnars. 12. júlí 2015 15:30 Mike Tyson sá Gunnar vinna Thatch og óskaði honum til hamingju Fyrrverandi heimsmeistarinn í hnefaleikum var ánægður með frammistöðu Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch. 12. júlí 2015 03:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Það voru margir skíthræddir við Brandon Thatch sem Gunnar Nelson barðist við í Las Vegas. Hávaxinn og mikill rotari. Strákur með mikið sjálfstraust. Þær áhyggjur reyndust tilhæfulausar. Gunnar undirbjó sig gríðarlega vel, fann hungrið og áhugann aftur. Hann mætti til leiks beittari en nokkru sinni fyrr. Gunnar lærði sína lexíu í tapinu gegn Rick Story í Stokkhólmi á síðasta ári. Hann var ekki rétt stemmdur að flestu leyti. Ólíkur sjálfum sér. Hann ætlaði ekki að gera sömu mistök tvisvar. Kom sér í besta form lífs síns og varð grimmari en áður. Hann var ótrúlega vel stemmdur gegn Thatch og það sást strax. Rotarinn Thatch, sem átti afmæli, mátti síðan sætta sig við að vera kýldur niður. Leiftursnögg högg Gunnars og Bandaríkjamaðurinn féll eins og tré á mitt gólfið. Gunnar stökk svo ofan á Thatch og þá var ljóst hvernig færi. Gunnar var í hlutverki kattarins að leika sér að músinni sem að lokum gafst upp.Leiðin að sigrinum.fréttablaðiðMér leið vel „Mér líður stórkostlega. Þetta var klárlega einn af mínum bestu bardögum,“ sagði Gunnar óvenju brosmildur eftir bardagann. Sigurinn var sætur og hann leyfði sér að sýna tilfinningar. „Við gerðum það sem við höfum verið að vinna með. Mér leið vel og var ánægður með þetta frá a til ö. Þetta var spurning um að finna taktinn standandi og ég fann hann. Hann sótti aðeins á mig sem var fínt því þá gat ég byrjað að lesa hann,“ segir Gunnar en honum leið mjög vel er hann komst ofan á Thatch.Getur slegið niður með báðum „Ég vissi að ég hafði fínan tíma og vissi þá að ég myndi klára hann. Þetta var bara spurning um að vera afslappaður. Taka sér tíma, sem ég og gerði. Hann var bara svona miðlungs í gólfinu eins og flestir sem keppa í þessum styrkleika. Ég vissi líka alltaf hvaða kraftur er í höndunum á mér. Ég get slegið menn niður með báðum höndum og þetta var bara spurning um að finna taktinn.“ Gunnar fer væntanlega inn á topp tíu listann núna og tekur á móti einum af þeim bestu næst. Þangað hefur hann stefnt. Okkar maður fékk ótrúlegan stuðning frá írsku áhorfendunum í höllinni og afmælisbarnið Thatch, sem var á heimavelli, var í raun á útivelli. „Írarnir fylgja Conor út um allt. Ég er búinn að berjast mikið í Írlandi og er með Írana á bak við mig. Það var auðvitað alveg frábært,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar segir hlutina nákvæmlega eins og þeir eru | Myndband af blaðamannafundi Dana White, forseti UFC, sagði á kaldhæðin hátt að Gunnar Nelson væri maður margra orða á blaðamannafundi eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 13:37 Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59 Rick Story sendi Gunnari kveðju eftir sigurinn í nótt Það er greinilega bræðrakærleikur milli keppinauta í þyngdarflokki Gunnars. 12. júlí 2015 15:30 Mike Tyson sá Gunnar vinna Thatch og óskaði honum til hamingju Fyrrverandi heimsmeistarinn í hnefaleikum var ánægður með frammistöðu Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch. 12. júlí 2015 03:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Gunnar segir hlutina nákvæmlega eins og þeir eru | Myndband af blaðamannafundi Dana White, forseti UFC, sagði á kaldhæðin hátt að Gunnar Nelson væri maður margra orða á blaðamannafundi eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 13:37
Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59
Rick Story sendi Gunnari kveðju eftir sigurinn í nótt Það er greinilega bræðrakærleikur milli keppinauta í þyngdarflokki Gunnars. 12. júlí 2015 15:30
Mike Tyson sá Gunnar vinna Thatch og óskaði honum til hamingju Fyrrverandi heimsmeistarinn í hnefaleikum var ánægður með frammistöðu Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch. 12. júlí 2015 03:30
Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40
Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06