Skattgreiðendur eiga ekki að borga hraðlest til Keflavíkur Kjartan Magnússon skrifar 15. júlí 2015 10:30 Flestir Íslendingar hafa ferðast með lestum erlendis og margir alið með sér þann draum að einn góðan veðurdag verði þessum skemmtilega ferðamáta komið á hér á Fróni. Allt frá árinu 1894 hafa stjórnmálamenn rætt slíkar hugmyndir af fullri alvöru. Upphaflega var rætt um járnbraut frá Reykjavík austur í Rangárvallasýslu og norður til Akureyrar en í seinni tíð hefur einkum verið rætt um hraðlest til Keflavíkurflugvallar sem og sporvagna (léttlestir) og jafnvel neðanjarðarlest á höfuðborgarsvæðinu. Hingað til hafa þó allar slíkar hugmyndir gufað upp þegar kaldir kostnaðarútreikningar hafa tekið við af rómantísku tyllidagaskvaldri pólitíkusa. Spurningin „Hvað kostar þetta og hver á að borga?“ verður ekki umflúin í þessu efni frekar en öðru. Hingað til höfum við Íslendingar því þurft að láta lestina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum duga og nú síðast Hafnarlestina sem hóf akstur við Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum dögum. Óhætt er að mæla með þessum skemmtilegu lestum þótt báðar séu á hjólum.Arðbært verkefni? Um síðustu aldamót var skrifuð skýrsla um lagningu járnbrautar til Keflavíkurflugvallar og rekstur hraðlestar þar á milli. Niðurstaðan var sú að rekstur hraðlestarinnar gæti orðið arðbær, þ.e.a.s. ef ekki væri gert ráð fyrir fjárfestingarkostnaði, sem var á þávirði metinn 22-30 milljarðar króna. Vonuðust aðstandendur hugmyndarinnar til þess að ríkið (skattgreiðendur) myndi greiða fjárfestingu verkefnisins. Sú hugmynd hlaut sem betur fer ekki undirtektir hjá þáverandi fjármálaráðherra. Ýmsir töldu rekstrarhæfi slíkrar lestar ofmetið í skýrslunni. Var m.a. bent á að í henni væri reiknað með því að um leið og lestin hæfi starfsemi, myndu flugfarþegar nánast hætta að ferðast með rútum út á Keflavíkurflugvöll. Slíkt er óraunhæft þar sem flugrútan stendur afar vel að vígi í samkeppni við aðra ferðamáta. Ekki síst vegna þess að hún ekur flugfarþegum alla leið heim á hótel og sækir þá þangað áður en haldið er út á flugvöll að nýju. Nú hefur rykið verið dustað af hraðlestinni til Keflavíkur og samkvæmt nýjum útreikningum aðstandenda hugmyndarinnar er verkefnið metið arðbært. Ólíkt því sem talið var fyrir fimmtán árum er ekki talin þörf á stuðningi frá hinu opinbera svo það verði að veruleika, hvorki varðandi rekstur né fjárfestingu. Hafa ákveðnar forsendur í dæminu vissulega breyst á sl. fimmtán árum og t.a.m. hefur fjöldi erlendra ferðamanna ríflega þrefaldast á tímabilinu. Reiknað er með að kostnaður við verkefnið verði rúmlega eitt hundrað milljarðar króna. Of snemmt er að segja til um hvernig ganga muni að afla fjár til verkefnisins á almennum markaði en það er að sjálfsögðu raunhæfasti mælikvarðinn á hvort verkefnið sé arðbært eða ekki. Mörg dæmi eru um það erlendis að kostnaður við slík hraðlestarverkefni hafi farið langt fram úr áætlunum og almenningur verið látinn gjalda fyrir það dýru verði. Slíkt má ekki gerast hér. Reynslan sýnir að slík stórverkefni eru áhættusöm og því er mikilvægt að hið opinbera komi ekki á neinn hátt að fjármögnun þess. Sjálfsagt er að óska aðstandendum hugmyndarinnar góðs gengis, svo fremi að verkefnið sé fjármagnað á heilbrigðum markaðsforsendum en ekki pilsfaldakapítalisma þar sem allri áhættu er velt yfir á skattgreiðendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Flestir Íslendingar hafa ferðast með lestum erlendis og margir alið með sér þann draum að einn góðan veðurdag verði þessum skemmtilega ferðamáta komið á hér á Fróni. Allt frá árinu 1894 hafa stjórnmálamenn rætt slíkar hugmyndir af fullri alvöru. Upphaflega var rætt um járnbraut frá Reykjavík austur í Rangárvallasýslu og norður til Akureyrar en í seinni tíð hefur einkum verið rætt um hraðlest til Keflavíkurflugvallar sem og sporvagna (léttlestir) og jafnvel neðanjarðarlest á höfuðborgarsvæðinu. Hingað til hafa þó allar slíkar hugmyndir gufað upp þegar kaldir kostnaðarútreikningar hafa tekið við af rómantísku tyllidagaskvaldri pólitíkusa. Spurningin „Hvað kostar þetta og hver á að borga?“ verður ekki umflúin í þessu efni frekar en öðru. Hingað til höfum við Íslendingar því þurft að láta lestina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum duga og nú síðast Hafnarlestina sem hóf akstur við Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum dögum. Óhætt er að mæla með þessum skemmtilegu lestum þótt báðar séu á hjólum.Arðbært verkefni? Um síðustu aldamót var skrifuð skýrsla um lagningu járnbrautar til Keflavíkurflugvallar og rekstur hraðlestar þar á milli. Niðurstaðan var sú að rekstur hraðlestarinnar gæti orðið arðbær, þ.e.a.s. ef ekki væri gert ráð fyrir fjárfestingarkostnaði, sem var á þávirði metinn 22-30 milljarðar króna. Vonuðust aðstandendur hugmyndarinnar til þess að ríkið (skattgreiðendur) myndi greiða fjárfestingu verkefnisins. Sú hugmynd hlaut sem betur fer ekki undirtektir hjá þáverandi fjármálaráðherra. Ýmsir töldu rekstrarhæfi slíkrar lestar ofmetið í skýrslunni. Var m.a. bent á að í henni væri reiknað með því að um leið og lestin hæfi starfsemi, myndu flugfarþegar nánast hætta að ferðast með rútum út á Keflavíkurflugvöll. Slíkt er óraunhæft þar sem flugrútan stendur afar vel að vígi í samkeppni við aðra ferðamáta. Ekki síst vegna þess að hún ekur flugfarþegum alla leið heim á hótel og sækir þá þangað áður en haldið er út á flugvöll að nýju. Nú hefur rykið verið dustað af hraðlestinni til Keflavíkur og samkvæmt nýjum útreikningum aðstandenda hugmyndarinnar er verkefnið metið arðbært. Ólíkt því sem talið var fyrir fimmtán árum er ekki talin þörf á stuðningi frá hinu opinbera svo það verði að veruleika, hvorki varðandi rekstur né fjárfestingu. Hafa ákveðnar forsendur í dæminu vissulega breyst á sl. fimmtán árum og t.a.m. hefur fjöldi erlendra ferðamanna ríflega þrefaldast á tímabilinu. Reiknað er með að kostnaður við verkefnið verði rúmlega eitt hundrað milljarðar króna. Of snemmt er að segja til um hvernig ganga muni að afla fjár til verkefnisins á almennum markaði en það er að sjálfsögðu raunhæfasti mælikvarðinn á hvort verkefnið sé arðbært eða ekki. Mörg dæmi eru um það erlendis að kostnaður við slík hraðlestarverkefni hafi farið langt fram úr áætlunum og almenningur verið látinn gjalda fyrir það dýru verði. Slíkt má ekki gerast hér. Reynslan sýnir að slík stórverkefni eru áhættusöm og því er mikilvægt að hið opinbera komi ekki á neinn hátt að fjármögnun þess. Sjálfsagt er að óska aðstandendum hugmyndarinnar góðs gengis, svo fremi að verkefnið sé fjármagnað á heilbrigðum markaðsforsendum en ekki pilsfaldakapítalisma þar sem allri áhættu er velt yfir á skattgreiðendur.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun