Salernismál mjög slæm víða um landið Ingvar Haraldsson skrifar 17. júlí 2015 07:00 Langar biðraðir myndast oft við salernin við Jökulsárlón vegna mannmergðar. vísir/pjetur „Klósettmál eru yfirleitt hvergi nokkurs staðar verri en einmitt hér,“ sagði Valur Freyr Jónsson rútubílstjóri sem staddur var við Jökulsárlón í gærmorgun. Valur sem ekur nú hópi Þjóðverja hringinn sagði um 100 fólksbíla vera við lónið og 15 rútur, en þrjú eða fjögur kvennaklósett, og tvær þvagskálar og einn salernisbás fyrir karla. „Það eru um þrjátíu konur sem bíða í röð,“ sagði hann. Valur sagði sjaldgæft að við þjóðveginn væru nægjanlega mörg klósett til að taka á móti stórum hópum ferðamanna, sérstaklega á Suðurlandi þar sem fjöldi ferðamanna er hvað mestur. Við Seljalandsfoss anni salernisaðstaðan engan veginn þeim mikla fjölda sem heimsækir staðinn. „Þar er alla daga alla tíma löng biðröð vegna þess að þar er eitt klósett fyrir fatlaða, annað fyrir karla og þriðja fyrir konur,“ sagði Valur.Skapti Örn Ólafsson„Það er alltaf verið að dásama tekjurnar af ferðamönnum,“ sagði Valur og spurði hvernig það mætti vera að ekki væri hægt að byggja upp sómasamlega salernisaðstöðu fyrir þá fjármuni sem ferðamenn kæmu með til landsins.Kári JónassonKári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna og fyrrverandi ritstjóri, segir að eitthvað verði að gera til að bæta salernisaðstöðuna við Seljalandsfoss og fleiri staði. „Útsvarsgreiðendur á Hvolsvelli geta ekki staðið í því að setja þetta upp, hið opinbera verður að gera það,“ segir Kári. „Þetta er alveg hræðilegt sums staðar. Það verður bara að setja upp klósett og láta borga fyrir það. Fólk er vant því víða um lönd,“ bætir hann við. „Það þarf að setja aukinn kraft í uppbyggingu innviða, þar á meðal klósetta,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin lagði 850 milljónir króna til uppbyggingar ferðamannastaða í maí. „Þetta er gott fyrsta skref,“ segir hann. Skapti Örn segir að áætlað hafi verið að verja þurfi milljarði króna árlega til uppbyggingar ferðamannastaða. „Það kann að vera að sú tala þurfi jafnvel að hækka því að ferðamönnum hefur fjölgað meira það sem af er þessu ári en undanfarin ár,“ segir Skapti. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08 Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
„Klósettmál eru yfirleitt hvergi nokkurs staðar verri en einmitt hér,“ sagði Valur Freyr Jónsson rútubílstjóri sem staddur var við Jökulsárlón í gærmorgun. Valur sem ekur nú hópi Þjóðverja hringinn sagði um 100 fólksbíla vera við lónið og 15 rútur, en þrjú eða fjögur kvennaklósett, og tvær þvagskálar og einn salernisbás fyrir karla. „Það eru um þrjátíu konur sem bíða í röð,“ sagði hann. Valur sagði sjaldgæft að við þjóðveginn væru nægjanlega mörg klósett til að taka á móti stórum hópum ferðamanna, sérstaklega á Suðurlandi þar sem fjöldi ferðamanna er hvað mestur. Við Seljalandsfoss anni salernisaðstaðan engan veginn þeim mikla fjölda sem heimsækir staðinn. „Þar er alla daga alla tíma löng biðröð vegna þess að þar er eitt klósett fyrir fatlaða, annað fyrir karla og þriðja fyrir konur,“ sagði Valur.Skapti Örn Ólafsson„Það er alltaf verið að dásama tekjurnar af ferðamönnum,“ sagði Valur og spurði hvernig það mætti vera að ekki væri hægt að byggja upp sómasamlega salernisaðstöðu fyrir þá fjármuni sem ferðamenn kæmu með til landsins.Kári JónassonKári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna og fyrrverandi ritstjóri, segir að eitthvað verði að gera til að bæta salernisaðstöðuna við Seljalandsfoss og fleiri staði. „Útsvarsgreiðendur á Hvolsvelli geta ekki staðið í því að setja þetta upp, hið opinbera verður að gera það,“ segir Kári. „Þetta er alveg hræðilegt sums staðar. Það verður bara að setja upp klósett og láta borga fyrir það. Fólk er vant því víða um lönd,“ bætir hann við. „Það þarf að setja aukinn kraft í uppbyggingu innviða, þar á meðal klósetta,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin lagði 850 milljónir króna til uppbyggingar ferðamannastaða í maí. „Þetta er gott fyrsta skref,“ segir hann. Skapti Örn segir að áætlað hafi verið að verja þurfi milljarði króna árlega til uppbyggingar ferðamannastaða. „Það kann að vera að sú tala þurfi jafnvel að hækka því að ferðamönnum hefur fjölgað meira það sem af er þessu ári en undanfarin ár,“ segir Skapti.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08 Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06
Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08
Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00
Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00