Hótelstjóri á Fáskrúðsfirði ósáttur við útleigu Minjaverndar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. júlí 2015 07:00 Eigandi Hótel Bjargs hefur áhyggjur af samkeppninni við Fosshótel. Mynd/aðsent „Þeir byggðu fyrir skömmu Franska spítalann, ég hef ekkert nema gott um það að segja, og þau eru með hótelaðstöðu þarna, eru með 28 herbergi eða svo. En núna frétti ég að því að þau eru að bæta við 20 eða 40 herbergjum í viðbyggingu sem bætist við þetta,“ segir Karvel Ögmundsson, eigandi Hótel Bjargs á Fáskrúðsfirði. Hótel Bjarg skammt frá hóteli Fosshótela í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Karvel er ósáttur við að Minjavernd, sem byggði Franska spítalann, skuli leigja gistiaðstöðu hússins til Fosshótela.Karvel Ögmundsson„Minjavernd er að byggja þetta og Fosshótel er að leigja af þeim. Svo sáu þeir fram á það að Franski spítalinn væri of lítill með 28 herbergi og Minjavernd ákveður að gera þetta stærra. Og það er það sem ég er ósáttur við; að þeir eru komnir út í beina samkeppni við mig.“ Karvel segir erfitt að standa í samkeppni og að ekki bæti úr skák að Fjarðabyggð skuli leigja hluta Franska spítalans, sem safn sem trekki ferðamenn að Fosshótelum. „Það er mun minni velta í ár en í fyrra og ég er meira að segja búinn að lækka verðið til að vera samkeppnishæfur. Ef þetta heldur svona áfram er ég bara búinn að vera,“ segir Karvel.Þorsteinn Bergsson„Minjavernd hefur nú aldeilis leigt húsnæði út og suður og hefur gert það í yfir 30 ár,“ segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar. „Hún lifir á því að leigja út húsnæði bæði í Reykjavík og úti á landi.“ Minjavernd er ekki á fjárhagslegu framfæri ríkisins né Reykjavíkurborgar þó að þessir aðilar séu hvor um sig eigendur að Minjavernd. Spurður út í það hvort Minjavernd stundi opin útboð við útleigu á húsnæðum sínum segir Þorsteinn að allur gangur sé á því. Íslandshótel, sem eru eigandi Fosshótela, hafi reynst vel. „Minjavernd hefur átt ágætt samstarf við eigendur Íslandshótela. Þegar þessi hugsun kemur upp austur á landi þá var það einfalt mál. Það var enginn annar sem hafði áhuga á að reka hótel á þeim tíma á þeim stað. Við eigum alveg prýðisgóða sögu með Íslandshótelum.“ Þorsteinn segir að kynning á Franska spítalanum hafi farið fram innan Fjarðabyggðar löngu áður en gengið var til samninga við Fosshótel. „Þannig að ef aðrir hefðu haft áhuga þá hefðu þeir getað látið í sér heyra.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Sjá meira
„Þeir byggðu fyrir skömmu Franska spítalann, ég hef ekkert nema gott um það að segja, og þau eru með hótelaðstöðu þarna, eru með 28 herbergi eða svo. En núna frétti ég að því að þau eru að bæta við 20 eða 40 herbergjum í viðbyggingu sem bætist við þetta,“ segir Karvel Ögmundsson, eigandi Hótel Bjargs á Fáskrúðsfirði. Hótel Bjarg skammt frá hóteli Fosshótela í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Karvel er ósáttur við að Minjavernd, sem byggði Franska spítalann, skuli leigja gistiaðstöðu hússins til Fosshótela.Karvel Ögmundsson„Minjavernd er að byggja þetta og Fosshótel er að leigja af þeim. Svo sáu þeir fram á það að Franski spítalinn væri of lítill með 28 herbergi og Minjavernd ákveður að gera þetta stærra. Og það er það sem ég er ósáttur við; að þeir eru komnir út í beina samkeppni við mig.“ Karvel segir erfitt að standa í samkeppni og að ekki bæti úr skák að Fjarðabyggð skuli leigja hluta Franska spítalans, sem safn sem trekki ferðamenn að Fosshótelum. „Það er mun minni velta í ár en í fyrra og ég er meira að segja búinn að lækka verðið til að vera samkeppnishæfur. Ef þetta heldur svona áfram er ég bara búinn að vera,“ segir Karvel.Þorsteinn Bergsson„Minjavernd hefur nú aldeilis leigt húsnæði út og suður og hefur gert það í yfir 30 ár,“ segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar. „Hún lifir á því að leigja út húsnæði bæði í Reykjavík og úti á landi.“ Minjavernd er ekki á fjárhagslegu framfæri ríkisins né Reykjavíkurborgar þó að þessir aðilar séu hvor um sig eigendur að Minjavernd. Spurður út í það hvort Minjavernd stundi opin útboð við útleigu á húsnæðum sínum segir Þorsteinn að allur gangur sé á því. Íslandshótel, sem eru eigandi Fosshótela, hafi reynst vel. „Minjavernd hefur átt ágætt samstarf við eigendur Íslandshótela. Þegar þessi hugsun kemur upp austur á landi þá var það einfalt mál. Það var enginn annar sem hafði áhuga á að reka hótel á þeim tíma á þeim stað. Við eigum alveg prýðisgóða sögu með Íslandshótelum.“ Þorsteinn segir að kynning á Franska spítalanum hafi farið fram innan Fjarðabyggðar löngu áður en gengið var til samninga við Fosshótel. „Þannig að ef aðrir hefðu haft áhuga þá hefðu þeir getað látið í sér heyra.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Sjá meira