LÍN breytingar til að skerða og miðstýra Ögmundur Jónasson skrifar 21. júlí 2015 07:00 Boðuð er breyting á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Aðferðafræðin veit á hvað koma skal. Hún er þessi: 1) Kalla skal hlutina réttum nöfnum einsog það er orðað. Lán skal heita lán og því aðeins teljast sjálfbært að það sé á sambærilegum kjörum og bjóðast á markaði. 2) Það sem þar stendur út af skal heita styrkur. Nánast svona er þetta orðað. Þar með er boðað fráhvarf frá því kerfi sem hér hefur verið við lýði; kerfi sem byggir á lágum vöxtum og tekjutengdum afborgunum. Er boðuð breyting líkleg til að verða til góðs? Ég leyfi mér að efast um það ef hugsunin er sú, sem mér sýnist vera, að skerða eigi kerfið almennt sem stuðningskerfi við námsmenn og auka áhrif ríkisins í ákvarðanatöku einstaklinganna hvað varðar námsval þeirra.Vilja ráða námsvali Þetta virðist mér vera boðskapur menntamálaráðherra og formanns LÍN um hugmyndafræðina að baki fyrirhugðum kerfisbreytingum. Menntamálaráðherra segir „styrkjakerfi“ fólgið í núverandi námslánakerfi en það vanti „stefnumótun á bak við það hvernig þeim styrkjum er úthlutað eða til hverra þeir renna“. Formaður LÍN talar og á þann veg í fréttum að styrkveitingum væri unnt að stýra í samræmi við menntastefnu stjórnvalda. Auðvitað á ríkið að hafa stefnu varðandi hvað boðið er upp á í skólakerfinu en einstaklingurinn á engu að síður að geta horft til allra átta – innan lands sem utan þegar hann ákveður hvernig og á hvaða sviði hann vill beina starfskröftum sínum. Þar með axlar hann líka ábyrgð. Á sínum tíma fengu starfsstéttir á Norðurlöndum atvinnuleysisbætur ef ekki var vinnu að fá í viðkomandi fagi. Þessu galt ég alltaf varhug við og vildi aldrei flytja þessa hugsun til Íslands af ótta við að þar með væri hætta á því að ríkið krefðist þess að hafa hönd í bagga um hvaða starfsnám væri stundað í samræmi við þá hugsun að ef ríkið ætti að taka ábyrgð á einstaklingunum við atvinnumissi þá hefði ríkið þar með öðlast rétt til að ákveða hvaða starfsnám þeir legðu fyrir sig.Frelsisskerðing Slíkt fæli í sér að mínu mati bæði frelsisskerðingu af verstu sort auk þess að vera óskynsamleg ráðstöfun, einfaldlega vegna þess að einstaklingarnir eru líklegri til að finna vaxtarmöguleika framtíðarinnar en ríkið fyrir þeirra hönd. Jafnframt vil ég gjalda varhug við aldurstengingu á rétti til námslána sem einnig er mjög til umræðu af hálfu ráðamanna. Aldurstenging er með öllu óskyld framvindu í námi sem ekki er að óeðlilegt að horfa til að einhverju leyti. En spyrja má hvort það skapi einhvern vanda ef einstaklingur fer á hálfum hraða í gegnum nám – og fengi þá hálfan stuðning? Ástæður gætu verið uppeldi barna, vinna með námi eða einhverjar persónulegar aðstæður eða óskir. Það er fullkominn misskilningur af hálfu stjórnvalda að líta svo á að best sé að allir ljúki námi strax! Ég tel hyggilegt að við höldum okkur við núverandi námslánakerfi, helst með enn stífari tekjutengingu afborgana. Verði farið út á boðaða braut þykir mér sýnt að draga muni úr stuðningi hins opinbera við nám og að aukast muni miðstýring á því sviði með tilheyrandi frelsisskerðingu.Ekki hækka þröskuldana! Þá er sú tvíþætta hætta fyrir hendi að fólk eigi ekki í önnur hús að venda en til bankanna einsog leitt er getum að í leiðara Fréttablaðsins sl. miðvikudag en við það mun námskostnaður hækka. Þar með hækka þröskuldar fyrir lágtekjufólk að afla menntunar. Allt nám, þarmeð framhaldsnám og starfsnám yfirleitt, er samfélaginu gríðarlega verðmætt en ekki síður er það gefandi fyrir einstaklingana. Námsárin eru skemmtilegt æviskeið. Nám á að vera öllum aðgengilegt á kjörum sem ekki eru sligandi út lífið. Nema vilji sé til að greiða laun út starfsævina í samræmi við afborganir af hávaxtalánum. Það er óhagkvæmt þegar dæmið er til enda reiknað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Boðuð er breyting á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Aðferðafræðin veit á hvað koma skal. Hún er þessi: 1) Kalla skal hlutina réttum nöfnum einsog það er orðað. Lán skal heita lán og því aðeins teljast sjálfbært að það sé á sambærilegum kjörum og bjóðast á markaði. 2) Það sem þar stendur út af skal heita styrkur. Nánast svona er þetta orðað. Þar með er boðað fráhvarf frá því kerfi sem hér hefur verið við lýði; kerfi sem byggir á lágum vöxtum og tekjutengdum afborgunum. Er boðuð breyting líkleg til að verða til góðs? Ég leyfi mér að efast um það ef hugsunin er sú, sem mér sýnist vera, að skerða eigi kerfið almennt sem stuðningskerfi við námsmenn og auka áhrif ríkisins í ákvarðanatöku einstaklinganna hvað varðar námsval þeirra.Vilja ráða námsvali Þetta virðist mér vera boðskapur menntamálaráðherra og formanns LÍN um hugmyndafræðina að baki fyrirhugðum kerfisbreytingum. Menntamálaráðherra segir „styrkjakerfi“ fólgið í núverandi námslánakerfi en það vanti „stefnumótun á bak við það hvernig þeim styrkjum er úthlutað eða til hverra þeir renna“. Formaður LÍN talar og á þann veg í fréttum að styrkveitingum væri unnt að stýra í samræmi við menntastefnu stjórnvalda. Auðvitað á ríkið að hafa stefnu varðandi hvað boðið er upp á í skólakerfinu en einstaklingurinn á engu að síður að geta horft til allra átta – innan lands sem utan þegar hann ákveður hvernig og á hvaða sviði hann vill beina starfskröftum sínum. Þar með axlar hann líka ábyrgð. Á sínum tíma fengu starfsstéttir á Norðurlöndum atvinnuleysisbætur ef ekki var vinnu að fá í viðkomandi fagi. Þessu galt ég alltaf varhug við og vildi aldrei flytja þessa hugsun til Íslands af ótta við að þar með væri hætta á því að ríkið krefðist þess að hafa hönd í bagga um hvaða starfsnám væri stundað í samræmi við þá hugsun að ef ríkið ætti að taka ábyrgð á einstaklingunum við atvinnumissi þá hefði ríkið þar með öðlast rétt til að ákveða hvaða starfsnám þeir legðu fyrir sig.Frelsisskerðing Slíkt fæli í sér að mínu mati bæði frelsisskerðingu af verstu sort auk þess að vera óskynsamleg ráðstöfun, einfaldlega vegna þess að einstaklingarnir eru líklegri til að finna vaxtarmöguleika framtíðarinnar en ríkið fyrir þeirra hönd. Jafnframt vil ég gjalda varhug við aldurstengingu á rétti til námslána sem einnig er mjög til umræðu af hálfu ráðamanna. Aldurstenging er með öllu óskyld framvindu í námi sem ekki er að óeðlilegt að horfa til að einhverju leyti. En spyrja má hvort það skapi einhvern vanda ef einstaklingur fer á hálfum hraða í gegnum nám – og fengi þá hálfan stuðning? Ástæður gætu verið uppeldi barna, vinna með námi eða einhverjar persónulegar aðstæður eða óskir. Það er fullkominn misskilningur af hálfu stjórnvalda að líta svo á að best sé að allir ljúki námi strax! Ég tel hyggilegt að við höldum okkur við núverandi námslánakerfi, helst með enn stífari tekjutengingu afborgana. Verði farið út á boðaða braut þykir mér sýnt að draga muni úr stuðningi hins opinbera við nám og að aukast muni miðstýring á því sviði með tilheyrandi frelsisskerðingu.Ekki hækka þröskuldana! Þá er sú tvíþætta hætta fyrir hendi að fólk eigi ekki í önnur hús að venda en til bankanna einsog leitt er getum að í leiðara Fréttablaðsins sl. miðvikudag en við það mun námskostnaður hækka. Þar með hækka þröskuldar fyrir lágtekjufólk að afla menntunar. Allt nám, þarmeð framhaldsnám og starfsnám yfirleitt, er samfélaginu gríðarlega verðmætt en ekki síður er það gefandi fyrir einstaklingana. Námsárin eru skemmtilegt æviskeið. Nám á að vera öllum aðgengilegt á kjörum sem ekki eru sligandi út lífið. Nema vilji sé til að greiða laun út starfsævina í samræmi við afborganir af hávaxtalánum. Það er óhagkvæmt þegar dæmið er til enda reiknað.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar