Norðmenn unnu á hatri með ást Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var meðal þeirra sem minntust fórnarlamba Breiviks í Vatnsmýrinni í gær. vísir/andri marinó „Ástæðan fyrir því að við erum að halda athöfn er sú að við viljum halda minningunni um það sem gerðist á lofti og minningunni um það hvernig Norðmenn tóku á þessu máli eftir á. Þeir unnu á hatri með ást og stóðu saman sterkari en þeir voru fyrir,“ segir Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, sem minntust þess í gær að fjögur ár eru liðin frá voðaverkum Anders Behring Breivik í Osló og Útey í Noregi. 77 féllu í árásunum, átta í Osló og 69 í Útey. Árásin í Útey beindist gegn sumarbúðum ungliðahreyfingar Verkamannaflokks Noregs.Fórnarlambanna var minnst víða í gær, jafnt í Noregi sem og á Íslandi. Minningarathöfn Ungra jafnaðarmanna fór fram í Minningarlundinum um fórnarlömbin í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Rósir voru lagðar í lundinn og lagið Umkringd af óvinum, eða Til Ungdommen, sem mikið var flutt í kjölfar árásanna, sungið. Sendiherra Noregs á Íslandi sótti athöfnina. Mínútuþögn ríkti í lok athafnarinnar til að minnast fórnarlambanna.Erna Solberg„Ég held að einungis þau sem misst hafa son eða dóttur, systur eða bróður, skilji í raun hversu sársaukafullt það er,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, við minningarathöfnina í Osló í gær. „Við reynum að skilja. Við reynum að sýna að okkur sé ekki sama. Við sýnum virðingu.“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra Noregs þegar voðaverkin áttu sér stað, mætti einnig á minningarathöfnina. „22. júlí var tilfinningaþrunginn og sögulegur dagur. Honum má ekki gleyma,“ sagði hann við athöfnina. Framkvæmdastjórinn sagði enn fremur að hann ætlaði að mæta í sumarbúðir ungliðahreyfingarinnar í Útey í ágúst. Þá verða þær haldnar í fyrsta skipti frá voðaverkunum. Minnisvarði um fórnarlömbin hefur verið reistur í Útey, stór stálhringur, umkringdur trjám, með nöfnum fórnarlambanna og aldri gröfnum í. Safnið sem opnað var í Osló í gær sýnir muni tengda atburðunum. Til dæmis fölsuð lögregluskilríki sem Breivik notaði til að komast út í eyna, myndavélar fórnarlamba, og flak bílsins sem Breivik sprengdi í Osló. Nokkrir hafa efast um að opnun safnsins sé góð hugmynd. Øystein Sørensen, norskur stjórnmálasagnfræðingur, sagði í viðtali við norska blaðið Dagbladet, að safnið gæti orðið „brengluð Mekka“ fyrir andstæðinga íslams og öfgahægrimenn sem vilja berja muni Breiviks augum. Breivik er sjálfur mjög andsnúinn þeim sem aðhyllast íslam. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í tímaritinu Scandinavian Pysychologist í gær eru sex af hverjum tíu foreldrum fórnarlambanna í Útey enn í of miklu áfalli til að vinna í fullu starfi. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að við erum að halda athöfn er sú að við viljum halda minningunni um það sem gerðist á lofti og minningunni um það hvernig Norðmenn tóku á þessu máli eftir á. Þeir unnu á hatri með ást og stóðu saman sterkari en þeir voru fyrir,“ segir Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, sem minntust þess í gær að fjögur ár eru liðin frá voðaverkum Anders Behring Breivik í Osló og Útey í Noregi. 77 féllu í árásunum, átta í Osló og 69 í Útey. Árásin í Útey beindist gegn sumarbúðum ungliðahreyfingar Verkamannaflokks Noregs.Fórnarlambanna var minnst víða í gær, jafnt í Noregi sem og á Íslandi. Minningarathöfn Ungra jafnaðarmanna fór fram í Minningarlundinum um fórnarlömbin í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Rósir voru lagðar í lundinn og lagið Umkringd af óvinum, eða Til Ungdommen, sem mikið var flutt í kjölfar árásanna, sungið. Sendiherra Noregs á Íslandi sótti athöfnina. Mínútuþögn ríkti í lok athafnarinnar til að minnast fórnarlambanna.Erna Solberg„Ég held að einungis þau sem misst hafa son eða dóttur, systur eða bróður, skilji í raun hversu sársaukafullt það er,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, við minningarathöfnina í Osló í gær. „Við reynum að skilja. Við reynum að sýna að okkur sé ekki sama. Við sýnum virðingu.“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra Noregs þegar voðaverkin áttu sér stað, mætti einnig á minningarathöfnina. „22. júlí var tilfinningaþrunginn og sögulegur dagur. Honum má ekki gleyma,“ sagði hann við athöfnina. Framkvæmdastjórinn sagði enn fremur að hann ætlaði að mæta í sumarbúðir ungliðahreyfingarinnar í Útey í ágúst. Þá verða þær haldnar í fyrsta skipti frá voðaverkunum. Minnisvarði um fórnarlömbin hefur verið reistur í Útey, stór stálhringur, umkringdur trjám, með nöfnum fórnarlambanna og aldri gröfnum í. Safnið sem opnað var í Osló í gær sýnir muni tengda atburðunum. Til dæmis fölsuð lögregluskilríki sem Breivik notaði til að komast út í eyna, myndavélar fórnarlamba, og flak bílsins sem Breivik sprengdi í Osló. Nokkrir hafa efast um að opnun safnsins sé góð hugmynd. Øystein Sørensen, norskur stjórnmálasagnfræðingur, sagði í viðtali við norska blaðið Dagbladet, að safnið gæti orðið „brengluð Mekka“ fyrir andstæðinga íslams og öfgahægrimenn sem vilja berja muni Breiviks augum. Breivik er sjálfur mjög andsnúinn þeim sem aðhyllast íslam. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í tímaritinu Scandinavian Pysychologist í gær eru sex af hverjum tíu foreldrum fórnarlambanna í Útey enn í of miklu áfalli til að vinna í fullu starfi.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira