Gourmet naut á grillið að hætti Eyþórs Eyþór Rúnarsson skrifar 3. ágúst 2015 15:00 Vísir/Stöð 2 Nautastrimlar með girnilegu salati sem meðlæti og hindberja-vinagrette.Grillaðir nautastrimlar Uppskrift fyrir 4400 g nautafilet (fullhreinsað)100 ml appelsínusafi100 ml ólífuolía1 tsk. fínt salt½ hvítlauksgeiri Skerið kjötið í 100 gramma steikur og berjið það með kjöthamri þar til það er orðið 5 mm að þykkt. Setjið appelsínusafann og olíuna saman í matvinnsluvél og vinnið saman í 1 mín. Hellið blöndunni yfir kjötið og látið kjötið standa í 1-2 tíma. Setjið kjötið á heitt grillið og grillið í um 1,5 mín á hvorri hlið. Takið af grillinu og setjið álpappír yfir og látið standa í 10 mín.Hindberja-vinaigrette100 ml ólífuolía100 g frosin hindber2 msk. balsamik-edik2 msk. hlynsíróp Setjið allt hráefnið í blandara og blandið vel saman.Meðlæti1 stk. gráðaostur1 stk. rauðlaukur (skrældur)½ stk. grasker½ stk. hunangsmelóna50 ml ólífuolía1 msk. hvítlauksduft1 tsk. cayenne-pipar1 box baunaspírur Skerið rauðlaukinn í tvennt og graskerið í 5 mm þykkar sneiðar og setjið í skál með þurrkryddunum og ólífuolíunni. Blandið öllu saman og kryddið með salti og pipar og látið standa í 2 tíma. Setjið á heitt grillið og grillið í 4 mín. á hvorri hlið eða þar til hvort tveggja er eldað í gegn. Skrælið og skerið melónuna í stóra kubba og myljið gráðaostinn niður. Skerið kjötið í þunna strimla og setjið allt saman á fat. Eyþór Rúnarsson Grillréttir Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
Nautastrimlar með girnilegu salati sem meðlæti og hindberja-vinagrette.Grillaðir nautastrimlar Uppskrift fyrir 4400 g nautafilet (fullhreinsað)100 ml appelsínusafi100 ml ólífuolía1 tsk. fínt salt½ hvítlauksgeiri Skerið kjötið í 100 gramma steikur og berjið það með kjöthamri þar til það er orðið 5 mm að þykkt. Setjið appelsínusafann og olíuna saman í matvinnsluvél og vinnið saman í 1 mín. Hellið blöndunni yfir kjötið og látið kjötið standa í 1-2 tíma. Setjið kjötið á heitt grillið og grillið í um 1,5 mín á hvorri hlið. Takið af grillinu og setjið álpappír yfir og látið standa í 10 mín.Hindberja-vinaigrette100 ml ólífuolía100 g frosin hindber2 msk. balsamik-edik2 msk. hlynsíróp Setjið allt hráefnið í blandara og blandið vel saman.Meðlæti1 stk. gráðaostur1 stk. rauðlaukur (skrældur)½ stk. grasker½ stk. hunangsmelóna50 ml ólífuolía1 msk. hvítlauksduft1 tsk. cayenne-pipar1 box baunaspírur Skerið rauðlaukinn í tvennt og graskerið í 5 mm þykkar sneiðar og setjið í skál með þurrkryddunum og ólífuolíunni. Blandið öllu saman og kryddið með salti og pipar og látið standa í 2 tíma. Setjið á heitt grillið og grillið í 4 mín. á hvorri hlið eða þar til hvort tveggja er eldað í gegn. Skrælið og skerið melónuna í stóra kubba og myljið gráðaostinn niður. Skerið kjötið í þunna strimla og setjið allt saman á fat.
Eyþór Rúnarsson Grillréttir Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið