Hollari kleinuhringir að hætti Evu Rikka skrifar 10. ágúst 2015 14:00 Matarmyndir Kleinuhringjagleðin ræður ríkjum í höfuðborginni um þessar mundir og margir fagna því að ein stærsta kleinuhringjakeðja heims er komin til landsins. Fyrir þá sem hafa ekki þolinmæði til að bíða í röð fyrir utan kleinuhringjaverslun er tilvalið að skella í þessa einföldu og ljúffengu kleinuhringi. Það er ekkert mál að baka kleinuhringina, það eina sem þarf er gott kleinuhringjaform sem fæst meðal annars í Hagkaupi. Þetta er að sjálfsögðu hollari útgáfa af kleinuhringjum þar sem þeir eru ekki djúpsteiktir. En við erum svo sem ekkert að spá í hollustu þegar kleinuhringir eru annars vegar. Það má nú leyfa sér eitthvað við og við, mæli með að þið prófið þessa, kæru lesendur, og njótið. Kleinuhringir með vanillubragði og bleikum glassúr Kleinuhringirnir 2,5 dl Kornaxhveiti 1,5 tsk. lyftiduft 3 msk. sykur 1-1,5 dl ab-mjólk 2 msk. brætt smjör 1 egg, pískað 1 tsk. vanilla extrakt eða dropar ½-1 tsk. vanilluduft (eða fræin úr vanillustöng) Blandið öllu saman í skál, ef ykkur finnst deigið of þurrt þá bætið þið meiri ab-mjólk út í það. Smyrjið kleinuhringjaform og sprautið deiginu jafnt í formin. Bakið við 180°C í 8 til 10 mínútur eða þangað til þeir verða gullinbrúnir. Leyfið þeim að kólna og skreytið þá með góðum glassúr.Bleikur glassúr50 g smjör, brætt150-200 g flórsykurVatn eftir þörfumVanilludropar, magn eftir smekkBleikur matarlitur, magn eftir smekk (þið getið líka notað Ribena-sólberjasafa) Bræðið smjör í potti. Blandið flórsykrinum saman við og hrærið stöðugt í, bætið vatni og vanillu saman við og hrærið þar til þið eruð ánægð með áferðina á glassúrnum. Njótið með ísköldu mjólkurglasi. Eftirréttir Eva Laufey Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Kleinuhringjagleðin ræður ríkjum í höfuðborginni um þessar mundir og margir fagna því að ein stærsta kleinuhringjakeðja heims er komin til landsins. Fyrir þá sem hafa ekki þolinmæði til að bíða í röð fyrir utan kleinuhringjaverslun er tilvalið að skella í þessa einföldu og ljúffengu kleinuhringi. Það er ekkert mál að baka kleinuhringina, það eina sem þarf er gott kleinuhringjaform sem fæst meðal annars í Hagkaupi. Þetta er að sjálfsögðu hollari útgáfa af kleinuhringjum þar sem þeir eru ekki djúpsteiktir. En við erum svo sem ekkert að spá í hollustu þegar kleinuhringir eru annars vegar. Það má nú leyfa sér eitthvað við og við, mæli með að þið prófið þessa, kæru lesendur, og njótið. Kleinuhringir með vanillubragði og bleikum glassúr Kleinuhringirnir 2,5 dl Kornaxhveiti 1,5 tsk. lyftiduft 3 msk. sykur 1-1,5 dl ab-mjólk 2 msk. brætt smjör 1 egg, pískað 1 tsk. vanilla extrakt eða dropar ½-1 tsk. vanilluduft (eða fræin úr vanillustöng) Blandið öllu saman í skál, ef ykkur finnst deigið of þurrt þá bætið þið meiri ab-mjólk út í það. Smyrjið kleinuhringjaform og sprautið deiginu jafnt í formin. Bakið við 180°C í 8 til 10 mínútur eða þangað til þeir verða gullinbrúnir. Leyfið þeim að kólna og skreytið þá með góðum glassúr.Bleikur glassúr50 g smjör, brætt150-200 g flórsykurVatn eftir þörfumVanilludropar, magn eftir smekkBleikur matarlitur, magn eftir smekk (þið getið líka notað Ribena-sólberjasafa) Bræðið smjör í potti. Blandið flórsykrinum saman við og hrærið stöðugt í, bætið vatni og vanillu saman við og hrærið þar til þið eruð ánægð með áferðina á glassúrnum. Njótið með ísköldu mjólkurglasi.
Eftirréttir Eva Laufey Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira