Íslenskan ekki bara fyrir karla og konur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Mikil tvíhyggja þykir ríkja í íslensku samfélagi þegar kemur að orðanotkun. Margir eiga enn eftir að átta sig á því að kynvitund einskorðast ekki við það að vera karl eða kona. vísir/vilhelm „Hugmyndin er að taka þessi orð sem eru ekki til á íslensku, eins og femme og butch, non-binary, pansexual og fleira, og sjá hvort það er hægt að búa til ný orð,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78. Unnsteinn er einn þeirra sem hafa haldið utan um nýyrðakeppnina Hýryrði 2015 sem hefur það að markmiði að finna ný íslensk hugtök sem tengjast málefnum hinsegin fólks. Keppnin er líka hluti af fræðslu fyrir stærri hóp en samtökin hafa áður náð til. „Fólk þekkir orð eins og samkynhneigð og tvíkynhneigð en kannski ekki non-binary, asexual, pansexual og fleiri. Þetta eru orð sem eru ekki á allra vörum þannig að við erum að reyna að fá fólk til að kafa aðeins dýpra,“ segir hann.Unnsteinn JóhannssonUgla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fyrrverandi fræðslustýra Samtakanna '78, segir að fræðsla um hinsegin orðanotkun sé mikilvæg. „Þetta snýst um það að við sem samfélag séum að nota rétt orð og gerum það af virðingu. Það er svo ótrúlega mikilvægt af því að íslenskan er svo ríkt og fallegt tungumál en við erum að nota ýmis ensk heiti yfir þessa hópa í dag.“ Hún segir að tvíhyggja sé rík í íslensku samfélagi og margir fastir í skilgreiningum um að kynvitund fólks nái bara til þess að vera karl eða kona en innan transsamfélagsins sé flóran mun meiri. „Það eru alls konar hlutverk eins og gender fluid og non-binary og svoleiðis orð sem ekki eru til á íslensku,“ segir hún. Að sögn Uglu hefur myndast ákveðin hefð fyrir kynhlutlausri orðanotkun innan transsamfélagsins, til dæmis að nota fornafnið hán í staðinn fyrir hann eða hún.Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir„Þá hafa komið upp alls konar kynlaus orð eins og í staðinn fyrir vinur eða vinkona þá væri það vinið mitt. Og þessi orð eru einmitt hluti af keppninni að finna ný orð fyrir til dæmis frændi eða frænka.“ Hún segir transfólk meðvitað um að það sé erfitt fyrir fólk að tileinka sér kynhlutlaus orð en með tíma og æfingu trúir hún því að orðaforðinn gæti breyst. Þá segir hún að sumir leggi sig ekki fram við að nýta rétt hugtök og þannig upplifi transfólk oft fordóma. Margir misskilja það að vera hinsegin. Fólk telur oft að hugtakið eigi bara við um samkynhneigð en fjölbreytnin innan hópsins er meiri en svo. „Margir hugsa að hinsegin standi bara fyrir samkynhneigð en það stendur fyrir samkynhneigð, tvíkynhneigð, transfólk, intersex fólk, pankynhneigða, asexual fólk og alla þessa hópa.“ Hinsegin Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Hugmyndin er að taka þessi orð sem eru ekki til á íslensku, eins og femme og butch, non-binary, pansexual og fleira, og sjá hvort það er hægt að búa til ný orð,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78. Unnsteinn er einn þeirra sem hafa haldið utan um nýyrðakeppnina Hýryrði 2015 sem hefur það að markmiði að finna ný íslensk hugtök sem tengjast málefnum hinsegin fólks. Keppnin er líka hluti af fræðslu fyrir stærri hóp en samtökin hafa áður náð til. „Fólk þekkir orð eins og samkynhneigð og tvíkynhneigð en kannski ekki non-binary, asexual, pansexual og fleiri. Þetta eru orð sem eru ekki á allra vörum þannig að við erum að reyna að fá fólk til að kafa aðeins dýpra,“ segir hann.Unnsteinn JóhannssonUgla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fyrrverandi fræðslustýra Samtakanna '78, segir að fræðsla um hinsegin orðanotkun sé mikilvæg. „Þetta snýst um það að við sem samfélag séum að nota rétt orð og gerum það af virðingu. Það er svo ótrúlega mikilvægt af því að íslenskan er svo ríkt og fallegt tungumál en við erum að nota ýmis ensk heiti yfir þessa hópa í dag.“ Hún segir að tvíhyggja sé rík í íslensku samfélagi og margir fastir í skilgreiningum um að kynvitund fólks nái bara til þess að vera karl eða kona en innan transsamfélagsins sé flóran mun meiri. „Það eru alls konar hlutverk eins og gender fluid og non-binary og svoleiðis orð sem ekki eru til á íslensku,“ segir hún. Að sögn Uglu hefur myndast ákveðin hefð fyrir kynhlutlausri orðanotkun innan transsamfélagsins, til dæmis að nota fornafnið hán í staðinn fyrir hann eða hún.Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir„Þá hafa komið upp alls konar kynlaus orð eins og í staðinn fyrir vinur eða vinkona þá væri það vinið mitt. Og þessi orð eru einmitt hluti af keppninni að finna ný orð fyrir til dæmis frændi eða frænka.“ Hún segir transfólk meðvitað um að það sé erfitt fyrir fólk að tileinka sér kynhlutlaus orð en með tíma og æfingu trúir hún því að orðaforðinn gæti breyst. Þá segir hún að sumir leggi sig ekki fram við að nýta rétt hugtök og þannig upplifi transfólk oft fordóma. Margir misskilja það að vera hinsegin. Fólk telur oft að hugtakið eigi bara við um samkynhneigð en fjölbreytnin innan hópsins er meiri en svo. „Margir hugsa að hinsegin standi bara fyrir samkynhneigð en það stendur fyrir samkynhneigð, tvíkynhneigð, transfólk, intersex fólk, pankynhneigða, asexual fólk og alla þessa hópa.“
Hinsegin Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira