Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2025 12:11 Anna Bryndís Einarsdóttir, sem er taugalæknir og yfirlæknir Taugalækningadeildar Landspítalans. Aðsend Að jafnaði fá tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi á hverjum degi en slag eins og það er kallað er skerðing á heilastarfsemi, sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Eftir hádegi í dag verður gestum í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri boðið að mæta í ókeypis blóðþrýstingsmælingu vegna alþjóðlega Slagdagsins. Alþjóði Slagdagurinn eins og hann kallast var 29. október en haldið verður upp á daginn á Íslandi í dag, 1. nóvember með því að Heilaheill býður gestum og gangandi í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri á milli 13:00 og 15:00 á fá ókeypis blóðþrýstingsmælingu en hár blóðþrýstingur er mesti áhættuþátturinn við því að fá slag. Anna Bryndís Einarsdóttir er taugalæknir og yfirlæknir Taugalækningadeildar Landspítalans. „Slag er í rauninni önnur algengasta dánarorsök í heiminum og helsta ástæða fötlunar og það er talið að einn af hverjum fjórum einstaklingum 25 ára og eldri fái slag á lífsleiðinni,” segir Anna og bætir við. „Þannig að þetta er heilbrigðisvá, sem þarf að huga að og á Íslandi eru þetta um tveir einstaklingar á dag. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk þekki einkenni strax til þess að vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur um slag”. Hér sést myndrænt hvað gerist þegar heilablóðfall verður en myndin er af Vísindavefnum.Vísindavefurinn Anna Bryndís segir nauðsynlegt fyrir alla að þekkja áhættuþætti vegna slags. „Helsti og sterkasti áhættuþátturinn er hár blóðþrýstingur en það eru margir aðrir og það er meðal annars offita, hár blóðsykur, reykingar, háar blóðfitur og lélegt mataræði hefur líka þarna sterk áhrif”. Og þetta að lokum frá Önnu Bryndísi. „Ég hvet alla til þess að mæta í dag, huga að þessum áhættuþáttum, þekkja einkennin strax og endilega að hlaða niður þessu forriti, sem Heilaheill hefur boðið upp á og fræðið aðstandendur ykkur um þessi einkenni þannig að allir vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur”, segir Anna Bryndís. Allir eru velkomnir í ókeypis blóðþrýstingsmælingu frá klukkan 13:00 til 15:00 í dag í Kringlunni í Reykjavík og í verslunarmiðstöðinni við Glerártorg á Akureyri á sama tíma.Aðsend Reykjavík Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira
Alþjóði Slagdagurinn eins og hann kallast var 29. október en haldið verður upp á daginn á Íslandi í dag, 1. nóvember með því að Heilaheill býður gestum og gangandi í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri á milli 13:00 og 15:00 á fá ókeypis blóðþrýstingsmælingu en hár blóðþrýstingur er mesti áhættuþátturinn við því að fá slag. Anna Bryndís Einarsdóttir er taugalæknir og yfirlæknir Taugalækningadeildar Landspítalans. „Slag er í rauninni önnur algengasta dánarorsök í heiminum og helsta ástæða fötlunar og það er talið að einn af hverjum fjórum einstaklingum 25 ára og eldri fái slag á lífsleiðinni,” segir Anna og bætir við. „Þannig að þetta er heilbrigðisvá, sem þarf að huga að og á Íslandi eru þetta um tveir einstaklingar á dag. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk þekki einkenni strax til þess að vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur um slag”. Hér sést myndrænt hvað gerist þegar heilablóðfall verður en myndin er af Vísindavefnum.Vísindavefurinn Anna Bryndís segir nauðsynlegt fyrir alla að þekkja áhættuþætti vegna slags. „Helsti og sterkasti áhættuþátturinn er hár blóðþrýstingur en það eru margir aðrir og það er meðal annars offita, hár blóðsykur, reykingar, háar blóðfitur og lélegt mataræði hefur líka þarna sterk áhrif”. Og þetta að lokum frá Önnu Bryndísi. „Ég hvet alla til þess að mæta í dag, huga að þessum áhættuþáttum, þekkja einkennin strax og endilega að hlaða niður þessu forriti, sem Heilaheill hefur boðið upp á og fræðið aðstandendur ykkur um þessi einkenni þannig að allir vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur”, segir Anna Bryndís. Allir eru velkomnir í ókeypis blóðþrýstingsmælingu frá klukkan 13:00 til 15:00 í dag í Kringlunni í Reykjavík og í verslunarmiðstöðinni við Glerártorg á Akureyri á sama tíma.Aðsend
Reykjavík Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira