Innlent

23 þúsund bifreiðar til Dalvíkur

Sveinn Arnarsson skrifar
Fjölmennt var á Fiskideginum mikla á Dalvík og jókst umferðin um tæplega fimmtung til og frá bænum yfir helgina. Myndin er frá því í fyrra.
Fjölmennt var á Fiskideginum mikla á Dalvík og jókst umferðin um tæplega fimmtung til og frá bænum yfir helgina. Myndin er frá því í fyrra. Fréttablaðið/Auðunn
Talsvert meiri umferð var til og frá Dalvík í kringum Fiskidaginn mikla en verið hefur undanfarin ár. Rúmlega 23 þúsund ökutæki komu við á Dalvík frá föstudegi til sunnudags um síðustu helgi og áætlar umferðardeild Vegagerðarinnar að um 30 þúsund manns hafi því komið til Dalvíkur þessa helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Umferðin til og frá Dalvík jókst um 17,6 prósent milli ára og er þetta næstmesti fjöldi í ár síðan Vegagerðin hóf samantekt árið 2008.

Árið 2009 var umferðin um 24 þúsund bifreiðar en minnkaði jafnt og þétt til ársins 2014.

Mikil hátíðarhöld voru á Dalvík í ár og gekk hátíð heimamanna vonum framar og var ekki mikið að gera hjá lögreglunni á svæðinu þrátt fyrir fjölmenni.

Lögreglan áætlar að á laugardeginum hafi um 26 þúsund manns sótt Dalvíkinga heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×