Strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2015 06:00 Sextán marka maður. Ómar Ingi Magnússon er í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu í Rússlandi. Ómar Ingi Magnússon og félagar í íslenska 19 ára landsliðinu hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og þar á meðal eru sigrar á móti Þýskalandi og Spáni. Strákarnir unnu Egypta í gær. „Þetta hefur byrjað vel hjá okkur þó að leikurinn í dag hafi ekki verið upp á marga fiska. Tveir fyrstu voru mjög góðir hjá okkur en þessi er vonandi bara undantekningin. Við kláruðum hann og það er það sem skipti máli,“ segir Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður í íslenska liðinu. Íslenska liðið lét sér nægja tveggja marka sigur á Egyptum 31-29 en áður hafði liðið unnið Þýskaland 34-26 og Spán með einu marki, 25-24. „Við spiluðum mjög vel á móti Þýskalandi og vorum frábærir á móti Spáni. Stemningin er góð hjá okkur og allir eru glaðir og flottir,“ segir Ómar Ingi sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins með sextán mörk í þessum þremur leikjum. Íslenska liðið vann Opna Evrópumótið í Gautaborg með sigri á Svíum í úrslitaleik og strákarnir hafa haldið sigurförinni áfram á þessu móti. „Við erum ekki búnir að tapa í þó nokkurn tíma, síðan í fyrra einhvern tímann,“ segir Ómar Ingi. „Við ætlum okkur stóra hluti á þessu móti en markmiðið núna er samt bara að klára riðilinn. Það eru tveir leikir eftir í riðlinum og við þurfum að klára þá almennilega til að fá sem auðveldastan andstæðing í 16 liða úrslitunum. Síðan pælum við bara í 16 liða úrslitunum þegar þar að kemur,“ segir Ómar Ingi og passar sig á því að tala ekki af sér. Íslenska nítján ára liðið er búið að vinna alla fjórtán leiki sína á árinu 2015. Sigurinn á Spáni þar sem Ómar Ingi skoraði sigurmarkið er einn af þeim stærri til þessa í ár „Spánn lenti í þriðja sæti á Evrópumótinu í fyrra og er með eitt af bestu liðum í heimi. Á góðum degi erum við þar líka. Við getum unnið alla en þetta getur líka farið illa á móti öllum ef við erum ekki á tánum,“ segir Ómar Ingi. „Það eru sömu gildi í gangi hjá okkur eins og öllum íslenskum liðum sem er stemningin, barátta og vilji. Við erum flest allir í góðum hlutverkum hjá liðunum okkar heima. Við fáum þar mikið að gera og það er sett ábyrgð á okkur sem þroskar okkur gríðarlega,“ segir Ómar Ingi sem er frá Selfossi en spilað með Val á síðasta ári. „Hvert smáatriði skiptir máli í svona leikjum og hver ákvörðun skiptir máli. Hausinn er einbeittur á riðilinn núna en síðan koma aðrar hugsanir eftir það. Við ætlum bara að taka einn leik í einu,“ segir Ómar en liðið mætir Noregi í dag. Norðmenn hafa líka unnið þrjá fyrstu leiki sína. „Norðmenn eru stórir og sterkir. Þeir keyra líka mikið og þetta verður erfiður leikur,“ segir Ómar og hann viðurkennir að það sé hungur í fleiri sigra innan íslenska liðsins. „Það væri ekki verra að geta haldið sigurgöngunni áfram fram eftir ágústmánuði,“ segir Ómar Ingi. Handbolti Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon og félagar í íslenska 19 ára landsliðinu hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og þar á meðal eru sigrar á móti Þýskalandi og Spáni. Strákarnir unnu Egypta í gær. „Þetta hefur byrjað vel hjá okkur þó að leikurinn í dag hafi ekki verið upp á marga fiska. Tveir fyrstu voru mjög góðir hjá okkur en þessi er vonandi bara undantekningin. Við kláruðum hann og það er það sem skipti máli,“ segir Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður í íslenska liðinu. Íslenska liðið lét sér nægja tveggja marka sigur á Egyptum 31-29 en áður hafði liðið unnið Þýskaland 34-26 og Spán með einu marki, 25-24. „Við spiluðum mjög vel á móti Þýskalandi og vorum frábærir á móti Spáni. Stemningin er góð hjá okkur og allir eru glaðir og flottir,“ segir Ómar Ingi sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins með sextán mörk í þessum þremur leikjum. Íslenska liðið vann Opna Evrópumótið í Gautaborg með sigri á Svíum í úrslitaleik og strákarnir hafa haldið sigurförinni áfram á þessu móti. „Við erum ekki búnir að tapa í þó nokkurn tíma, síðan í fyrra einhvern tímann,“ segir Ómar Ingi. „Við ætlum okkur stóra hluti á þessu móti en markmiðið núna er samt bara að klára riðilinn. Það eru tveir leikir eftir í riðlinum og við þurfum að klára þá almennilega til að fá sem auðveldastan andstæðing í 16 liða úrslitunum. Síðan pælum við bara í 16 liða úrslitunum þegar þar að kemur,“ segir Ómar Ingi og passar sig á því að tala ekki af sér. Íslenska nítján ára liðið er búið að vinna alla fjórtán leiki sína á árinu 2015. Sigurinn á Spáni þar sem Ómar Ingi skoraði sigurmarkið er einn af þeim stærri til þessa í ár „Spánn lenti í þriðja sæti á Evrópumótinu í fyrra og er með eitt af bestu liðum í heimi. Á góðum degi erum við þar líka. Við getum unnið alla en þetta getur líka farið illa á móti öllum ef við erum ekki á tánum,“ segir Ómar Ingi. „Það eru sömu gildi í gangi hjá okkur eins og öllum íslenskum liðum sem er stemningin, barátta og vilji. Við erum flest allir í góðum hlutverkum hjá liðunum okkar heima. Við fáum þar mikið að gera og það er sett ábyrgð á okkur sem þroskar okkur gríðarlega,“ segir Ómar Ingi sem er frá Selfossi en spilað með Val á síðasta ári. „Hvert smáatriði skiptir máli í svona leikjum og hver ákvörðun skiptir máli. Hausinn er einbeittur á riðilinn núna en síðan koma aðrar hugsanir eftir það. Við ætlum bara að taka einn leik í einu,“ segir Ómar en liðið mætir Noregi í dag. Norðmenn hafa líka unnið þrjá fyrstu leiki sína. „Norðmenn eru stórir og sterkir. Þeir keyra líka mikið og þetta verður erfiður leikur,“ segir Ómar og hann viðurkennir að það sé hungur í fleiri sigra innan íslenska liðsins. „Það væri ekki verra að geta haldið sigurgöngunni áfram fram eftir ágústmánuði,“ segir Ómar Ingi.
Handbolti Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira