Rekja sameiginlegar rætur til víkinganna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2015 10:45 Hanna Dís og Claire Anderson ætla að leyfa gestum sýningarinnar að máta við sig stafrænt prentuð klæði. Vísir/Pjetur „Við blöndum sjónrænt saman íslenskum og skoskum hefðum í textíl og handverki eftir talsverða rannsókn á þeim, hvor í sínu heimalandi,“ segir Hanna Dís Whitehead vöruhönnuður um sýningu sem hún og hin skoska Claire Anderson textílhönnuður eru að setja upp á torgi Þjóðminjasafnsins. Hún segir sumar hefðir landanna sameiginlegar vegna þeirra róta sem liggi til víkinganna en aðrar séu ólíkar. „Grunnefnið í sýningunni er ullarþráður en íslenska ullin er í eðli sínu ólík þeirri skosku og þar með verkin sem gerð eru úr henni,“ segir Hanna Dís og tekur fram að þær Anderson noti ekki hefðbundnar aðferðir við sín verk, eins og vefnað eða prjón. „Við vinnum báðar frekar hratt frá huga niður í hendur þannig að það er útlitið sem við blöndum saman frekar en aðferðirnar,“ segir hún og nefnir dæmi: „Við stúderuðum skoskt tvídefni og í framhaldinu gerði ég grímu úr fiskroði með tvídáferð. Þá tengjum við Íslendingar við efnið en Skotarnir við mynstrið.“ Þó Hanna Dís geti rakið ættir sínar til Skotlands þá kom henni á óvart þegar Clarie Anderson hafði samband við hana fyrir hálfu öðru ári, því þær þekktust ekkert. „Clarie hafði séð hönnunarverk eftir mig í blaði og lýsti yfir áhuga á samstarfi við að blanda saman norrænum og skoskum textílhefðum á einhvern hátt, ég fékk strax góða tilfinningu fyrir verkefninu og sló til.“ Hanna Dís nefnir að þær stöllur ætli að leyfa gestum sýningarinnar að máta við sig stafrænt prentuð klæði, til dæmis skikkju, peysu, skotapils og fleira sem tengist sameiginlegum þráðum landanna tveggja. „Þetta er leikur hjá okkur,“ tekur hún fram. Mest hafa þær Hanna Dís og Anderson unnið hvor sínum megin Atlantsála. „Við höfum bara hist einu sinni á þessu eina og hálfa ári, það var í september í fyrra og þá unnum við saman í tæpa viku. Ferlið hefur verið sjónrænt samtal hjá okkur, Claire gerði kannski eitthvað, sendi mér mynd af því, þá kviknuðu hugmyndir hjá mér, ég svaraði með mynd og þannig byggðust þessi verk upp, þökk sé miðlunum. Margt hefur gerst á tímabilinu annað en það sem er á sýningunni, hún er í raun bara skjáskot af stöðu verkefnisins núna.“ Hanna Dís segir Þjóðminjasafnið hafa verið uppsprettu sumra hugmynda þeirra hönnuðanna. „Við heimsóttum Þjóðminjasafnið þegar Clarie kom til Íslands og sumt sem við erum með tengist því. Claire skoðaði líka mikið textílsýningar og söfn í sínu heimalandi. Svo erum við að halda sýningu í mars í Skotlandi og ætli lokasýningin verði svo ekki 2017?“ Sýningin Að vefa saman DNA verður opnuð á laugardaginn klukkan 14. Hún ætti að höfða til breiðs hóps að mati Hönnu Dísar. „Ég held að þeir sem hafa áhuga á textíl og handverki hafi gaman af sýningunni og svo er hún þjóðfræðileg líka,“ segir hún og bendir á að torgið sé við hliðina á afgreiðslunni, beint á móti búðinni. „Við erum í gangveginum, fólk getur mátað búningana á leiðinni inn á kaffistofuna!“ Menning Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við blöndum sjónrænt saman íslenskum og skoskum hefðum í textíl og handverki eftir talsverða rannsókn á þeim, hvor í sínu heimalandi,“ segir Hanna Dís Whitehead vöruhönnuður um sýningu sem hún og hin skoska Claire Anderson textílhönnuður eru að setja upp á torgi Þjóðminjasafnsins. Hún segir sumar hefðir landanna sameiginlegar vegna þeirra róta sem liggi til víkinganna en aðrar séu ólíkar. „Grunnefnið í sýningunni er ullarþráður en íslenska ullin er í eðli sínu ólík þeirri skosku og þar með verkin sem gerð eru úr henni,“ segir Hanna Dís og tekur fram að þær Anderson noti ekki hefðbundnar aðferðir við sín verk, eins og vefnað eða prjón. „Við vinnum báðar frekar hratt frá huga niður í hendur þannig að það er útlitið sem við blöndum saman frekar en aðferðirnar,“ segir hún og nefnir dæmi: „Við stúderuðum skoskt tvídefni og í framhaldinu gerði ég grímu úr fiskroði með tvídáferð. Þá tengjum við Íslendingar við efnið en Skotarnir við mynstrið.“ Þó Hanna Dís geti rakið ættir sínar til Skotlands þá kom henni á óvart þegar Clarie Anderson hafði samband við hana fyrir hálfu öðru ári, því þær þekktust ekkert. „Clarie hafði séð hönnunarverk eftir mig í blaði og lýsti yfir áhuga á samstarfi við að blanda saman norrænum og skoskum textílhefðum á einhvern hátt, ég fékk strax góða tilfinningu fyrir verkefninu og sló til.“ Hanna Dís nefnir að þær stöllur ætli að leyfa gestum sýningarinnar að máta við sig stafrænt prentuð klæði, til dæmis skikkju, peysu, skotapils og fleira sem tengist sameiginlegum þráðum landanna tveggja. „Þetta er leikur hjá okkur,“ tekur hún fram. Mest hafa þær Hanna Dís og Anderson unnið hvor sínum megin Atlantsála. „Við höfum bara hist einu sinni á þessu eina og hálfa ári, það var í september í fyrra og þá unnum við saman í tæpa viku. Ferlið hefur verið sjónrænt samtal hjá okkur, Claire gerði kannski eitthvað, sendi mér mynd af því, þá kviknuðu hugmyndir hjá mér, ég svaraði með mynd og þannig byggðust þessi verk upp, þökk sé miðlunum. Margt hefur gerst á tímabilinu annað en það sem er á sýningunni, hún er í raun bara skjáskot af stöðu verkefnisins núna.“ Hanna Dís segir Þjóðminjasafnið hafa verið uppsprettu sumra hugmynda þeirra hönnuðanna. „Við heimsóttum Þjóðminjasafnið þegar Clarie kom til Íslands og sumt sem við erum með tengist því. Claire skoðaði líka mikið textílsýningar og söfn í sínu heimalandi. Svo erum við að halda sýningu í mars í Skotlandi og ætli lokasýningin verði svo ekki 2017?“ Sýningin Að vefa saman DNA verður opnuð á laugardaginn klukkan 14. Hún ætti að höfða til breiðs hóps að mati Hönnu Dísar. „Ég held að þeir sem hafa áhuga á textíl og handverki hafi gaman af sýningunni og svo er hún þjóðfræðileg líka,“ segir hún og bendir á að torgið sé við hliðina á afgreiðslunni, beint á móti búðinni. „Við erum í gangveginum, fólk getur mátað búningana á leiðinni inn á kaffistofuna!“
Menning Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira