Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2025 10:32 Víkingur Heiðar hefur tvisvar áður verið tilnefndur til Norðurlandaráðs og hlýtur þau nú í þriðju atrennu. Ari Magg Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Færeyingar fara heim með verðlaun í bæði kvikmynda- og bókmenntaflokki. Norðurlandaráð hefur opinberað hverjir hljóta verðlaun ráðsins í ár á sviði bókmennta, kvikmynda, tónlistar, barna- og unglingabókmennta og umhverfis. Verðlaunaféð fyrir hver verðlaun eru 300 þúsund danskar krónur (tæplega 5,7 milljónir króna) og verða þau veitt í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi hinn 28. október næstkomandi. Tvenna hjá Færeyingum Færeyingar eru sennilega lukkulegastir með verðlaunin í ár en bæði bókmenntaverðlaunin og kvikmyndaverðlaunin fara til Færeyinga. Íslendingar, Svíar og Danir hljóta ein verðlaun hver. Kvikmyndin Seinasta paradís á jørð hlýtur kvikmyndaverðlaunin en hún er fyrsta færeyska myndin sem er tilnefnd til verðlaunanna. Myndin er dönsk-færeysk framleiðsla eftir leikstjórann og handritshöfundinn Sakaris Stórá, handritshöfundana Mads Stegger og Tommy Oksen og framleiðandann Jón Hammer. Bókmenntaverðlaunin fær Vónbjørt Vang fyrir ljóðasafnið Svørt orkidé en 29 ár eru síðan færeyskur rithöfundur hlaut verðlaunin síðast, 1986. Sænsk barnabók, íslenskur píanóleikari og grænir nágrannar Hin sænska Sara Lundberg hlýtur barna- og unglingabókaverðlaunin fyrir myndabókina Ingen utom jag. Íslenski píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hlýtur tónlistarverðlaunin en hann hefur í tvígang áður verið tilnefndur til þeirra verðlauna. Víkingur Heiðar hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir píanóleik sinn.Vísir/Getty Í rökstuðningi dómnefndar segir að Víkingur hafi „fangað ímyndunarafl bæði almennings og gagnrýnenda með djúpri tónlistargáfu sinni“. Ferill hans hafi legið stöðugt upp á við að undanförnu og vegsemd hans aukist með hverju árinu sem líður. Hann sé „einn virtasti starfandi píanóleikari okkar tíma og frægur fyrir nýstárlegar túlkanir, heillandi sviðsframkomu og einstaka getu til að breiða sígilda tónlist út til víðari markhóps“. Þema umhverfisverðlaunanna í ár er „þáttur borgarasamfélagsins í umhverfismálum“ og er þau veitt verkefninu Grønne Nabofællesskaber frá Danmörku. Grænu nágrannasamfélögin ganga út á byggja nærsamfélög þar sem fólk ræktar tengsl við nágranna gegnum starfsemi sem styður sjálfbæran lífsstíl. Verðlaunahafarnir munu taka við verðalaunagripnum Nordlys við hátíðlega athöfn í sænska þinginu 28. október klukkan 18 að sænskum tíma, í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Norðurlandaráð Tónlist Bókmenntir Bíó og sjónvarp Menning Færeyjar Svíþjóð Danmörk Víkingur Heiðar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Rán hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Rán Flygenring, rithöfundur og umhverfissinni, hlaut í kvöld barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndabókina Eldgos. 31. október 2023 19:43 Dýrið hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Dýrið hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 sem afhent voru fyrr í kvöld. Verðlaunin eru talin ein eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. 1. nóvember 2022 18:30 Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. 2. nóvember 2021 23:47 Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Norðurlandaráð hefur opinberað hverjir hljóta verðlaun ráðsins í ár á sviði bókmennta, kvikmynda, tónlistar, barna- og unglingabókmennta og umhverfis. Verðlaunaféð fyrir hver verðlaun eru 300 þúsund danskar krónur (tæplega 5,7 milljónir króna) og verða þau veitt í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi hinn 28. október næstkomandi. Tvenna hjá Færeyingum Færeyingar eru sennilega lukkulegastir með verðlaunin í ár en bæði bókmenntaverðlaunin og kvikmyndaverðlaunin fara til Færeyinga. Íslendingar, Svíar og Danir hljóta ein verðlaun hver. Kvikmyndin Seinasta paradís á jørð hlýtur kvikmyndaverðlaunin en hún er fyrsta færeyska myndin sem er tilnefnd til verðlaunanna. Myndin er dönsk-færeysk framleiðsla eftir leikstjórann og handritshöfundinn Sakaris Stórá, handritshöfundana Mads Stegger og Tommy Oksen og framleiðandann Jón Hammer. Bókmenntaverðlaunin fær Vónbjørt Vang fyrir ljóðasafnið Svørt orkidé en 29 ár eru síðan færeyskur rithöfundur hlaut verðlaunin síðast, 1986. Sænsk barnabók, íslenskur píanóleikari og grænir nágrannar Hin sænska Sara Lundberg hlýtur barna- og unglingabókaverðlaunin fyrir myndabókina Ingen utom jag. Íslenski píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hlýtur tónlistarverðlaunin en hann hefur í tvígang áður verið tilnefndur til þeirra verðlauna. Víkingur Heiðar hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir píanóleik sinn.Vísir/Getty Í rökstuðningi dómnefndar segir að Víkingur hafi „fangað ímyndunarafl bæði almennings og gagnrýnenda með djúpri tónlistargáfu sinni“. Ferill hans hafi legið stöðugt upp á við að undanförnu og vegsemd hans aukist með hverju árinu sem líður. Hann sé „einn virtasti starfandi píanóleikari okkar tíma og frægur fyrir nýstárlegar túlkanir, heillandi sviðsframkomu og einstaka getu til að breiða sígilda tónlist út til víðari markhóps“. Þema umhverfisverðlaunanna í ár er „þáttur borgarasamfélagsins í umhverfismálum“ og er þau veitt verkefninu Grønne Nabofællesskaber frá Danmörku. Grænu nágrannasamfélögin ganga út á byggja nærsamfélög þar sem fólk ræktar tengsl við nágranna gegnum starfsemi sem styður sjálfbæran lífsstíl. Verðlaunahafarnir munu taka við verðalaunagripnum Nordlys við hátíðlega athöfn í sænska þinginu 28. október klukkan 18 að sænskum tíma, í tengslum við þing Norðurlandaráðs.
Norðurlandaráð Tónlist Bókmenntir Bíó og sjónvarp Menning Færeyjar Svíþjóð Danmörk Víkingur Heiðar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Rán hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Rán Flygenring, rithöfundur og umhverfissinni, hlaut í kvöld barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndabókina Eldgos. 31. október 2023 19:43 Dýrið hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Dýrið hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 sem afhent voru fyrr í kvöld. Verðlaunin eru talin ein eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. 1. nóvember 2022 18:30 Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. 2. nóvember 2021 23:47 Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Rán hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Rán Flygenring, rithöfundur og umhverfissinni, hlaut í kvöld barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndabókina Eldgos. 31. október 2023 19:43
Dýrið hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Dýrið hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 sem afhent voru fyrr í kvöld. Verðlaunin eru talin ein eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. 1. nóvember 2022 18:30
Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. 2. nóvember 2021 23:47
Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12