Áhersla á hæglæti á Sequences Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2025 10:02 Daría Sól er sýningarstjóri og listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Vísir/Anton Brink Listahátíðin Sequences hefst á föstudag og stendur í tíu daga. Hátíðin er haldin annað hvert ár og er eina myndlistarhátíð landsins þar sem fjallað er um nútímalist. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Pása“. Daría Sól Andrews er sýningarstjóri hátíðarinnar. Á hátíðinni er áhersla á myndlist sem unnin er hægt eða yfir langan tíma. „Þetta er hæg list, hægar upplifanir og hæglæti. Þaðan kemur titillinn og fólki er boðið á hátíðina til að hægja aðeins á sér.“ Fer fram á mörgum sýningarstöðum Hátíðin fer fram á fjölmörgum sýningarstöðum, þar á meðal Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Kling & Bang, Ásmundarsal, Norræna húsinu og Hvammsvík. „Þetta er eini listatvíæringurinn á Íslandi og aðalmyndlistarhátíðin okkar fyrir utan Listahátíð í Reykjavík,“ segir Daría Sól og að í gegnum árin hafi alltaf verið bland af innlendum og erlendum listamönnum. Fjöldi listamanna tekur þátt í ár eins og Sigurður Guðjónsson, Ragna Róbertsdóttir og listamennirnir að baki Fischersundi og Lucky 3. Einnig taka þátt alþjóðlegir listamenn eins og Sasha Huber, Sheida Soleimani, Santiago Mostyn og Tabita Rezaire. „Þetta er íslensk hátíð og fókusinn á íslenska myndlist en það er mikilvægt að hún sé alltaf í samtali við það sem er að gerast erlendis.“ Daría segir listamennina alla skapa list með hæglæti í huga. Einhverjir þeirra rannsaki og þrói eitthvað concept yfir marga áratugi eða ár á meðan aðrir noti aðferðir sem taka langan tíma fyrir listaverkið að verða til. Dæmi um listamenn á hátíðinni sem stundi rannsóknir fyrir sína list séu Ragna Róbertsdóttir, Santiago Mostyn og Sascha Huber. Fólki er boðið að hægja á sér á hátíðinni og upplifa list sem vekur þau til umhugsunar um tímann. Vísir/Anton Brink Á hátíðinni sé einnig að finna listamenn sem leggi áherslu á upplifun áhorfandans í gegnum hæglæti. Dæmi um listamenn á hátíðinni sem geri það sé Fischersund en þau verða með innsetningu á hátíðinni. Hátíðin er almennt ókeypis og inn á sýningar þeirra en nauðsynlegt er að skrá sig á nokkra viðburði og er greitt inn á tvo viðburði í ár. Annar þeirra er í Hvammsvík og hinn er kvöldverður fyrir listamenn. „Hátíðin stendur í tíu daga en sýningarnar standa flestar lengur,“ segir Daría Sól. Myndlist Reykjavík Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Á hátíðinni er áhersla á myndlist sem unnin er hægt eða yfir langan tíma. „Þetta er hæg list, hægar upplifanir og hæglæti. Þaðan kemur titillinn og fólki er boðið á hátíðina til að hægja aðeins á sér.“ Fer fram á mörgum sýningarstöðum Hátíðin fer fram á fjölmörgum sýningarstöðum, þar á meðal Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Kling & Bang, Ásmundarsal, Norræna húsinu og Hvammsvík. „Þetta er eini listatvíæringurinn á Íslandi og aðalmyndlistarhátíðin okkar fyrir utan Listahátíð í Reykjavík,“ segir Daría Sól og að í gegnum árin hafi alltaf verið bland af innlendum og erlendum listamönnum. Fjöldi listamanna tekur þátt í ár eins og Sigurður Guðjónsson, Ragna Róbertsdóttir og listamennirnir að baki Fischersundi og Lucky 3. Einnig taka þátt alþjóðlegir listamenn eins og Sasha Huber, Sheida Soleimani, Santiago Mostyn og Tabita Rezaire. „Þetta er íslensk hátíð og fókusinn á íslenska myndlist en það er mikilvægt að hún sé alltaf í samtali við það sem er að gerast erlendis.“ Daría segir listamennina alla skapa list með hæglæti í huga. Einhverjir þeirra rannsaki og þrói eitthvað concept yfir marga áratugi eða ár á meðan aðrir noti aðferðir sem taka langan tíma fyrir listaverkið að verða til. Dæmi um listamenn á hátíðinni sem stundi rannsóknir fyrir sína list séu Ragna Róbertsdóttir, Santiago Mostyn og Sascha Huber. Fólki er boðið að hægja á sér á hátíðinni og upplifa list sem vekur þau til umhugsunar um tímann. Vísir/Anton Brink Á hátíðinni sé einnig að finna listamenn sem leggi áherslu á upplifun áhorfandans í gegnum hæglæti. Dæmi um listamenn á hátíðinni sem geri það sé Fischersund en þau verða með innsetningu á hátíðinni. Hátíðin er almennt ókeypis og inn á sýningar þeirra en nauðsynlegt er að skrá sig á nokkra viðburði og er greitt inn á tvo viðburði í ár. Annar þeirra er í Hvammsvík og hinn er kvöldverður fyrir listamenn. „Hátíðin stendur í tíu daga en sýningarnar standa flestar lengur,“ segir Daría Sól.
Myndlist Reykjavík Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira