Öll gagnrýni afþökkuð Árni Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sendir mér tóninn í grein í Fréttablaðinu 5. ágúst sl. undir titlinum „Fagleg umfjöllun óskast!“ og vísar til skrifa minna um æskulýðsmál í Hafnarfirði. Mér þykir leitt að bæjarfulltrúinn hafi ekki getað gert skrifin mín sér að góðu og velti fyrir mér hvort það geti ekki talist hluti þess vanda sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur komið sér í á vettvangi æskulýðsmála. Ekki endilega skrif í mín um æskulýðsmál, ekki síður algert samráðsleysi við fag- og fræðaumhverfið og þá aðila sem málið varðar. Vandi sem felst í grundvallarbreytingum sem voru þvingaðar í gegnum bæjarstjórn umræðulaust á sérstökum aukabæjarstjórnarfundi og komið til framkvæmda nánast sama dag með tilheyrandi uppsögnum o.fl. Fulltrúar þessara aðferða bregðast svo við opinberri umræðu með greinum eins og „Fagleg æskulýðsmál í Hafnarfirði“ og „Fagleg umræða óskast!“ Ómstrítt í meira lagi, svona svipað eins og Raggi Bjarna að spila pönk. Ferli þessa máls segir allt sem segja þarf. Annað er fúsk – hitt er fagmennska Bæjarfulltrúinn vísar til umdeildra skipulagsbreytinga í Reykjavík sem hann telur sambærilegar breytingum í Hafnarfirði, sem er rangt í öllum meginatriðum. Í Reykjavík var tekist á um hvort heildstætt og vel starfandi svið Íþrótta- og tómstundamála (ÍTR) ætti að hluta til eða að öllu leyti að falla undir annað stjórnsýslusvið eða halda áfram í sömu mynd. Umræðan snerist fyrst og fremst um vistun málaflokka og í þessu tilfelli var æskulýðshlutinn, þ.e. frístundaheimili, frístunda- og félagsmiðstöðvar, fluttur á nýtt svið, Skóla- og frístundasvið (SFS). Þessum hluta æskulýðsstarfseminnar er stýrt af skrifstofu frístundamála af fv. æskulýðsfulltrúa ÍTR sem nú gegnir starfi framkvæmdastjóra frítímamála og tekur sem slíkur bæði rekstrar- og faglega ábyrgð á málaflokknum. Í Hafnarfirði var skrifstofa íþróttamála í raun lögð niður og starfsemi skrifstofu æskulýðsmála (ÍTH), sem verið hafði undir félagsþjónustu, flutt í afar breyttri og smættaðri mynd undir forræði fræðslusviðs. Í Hafnarfirði eru einstakir skólastjórar gerðir ábyrgir fyrir starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila hver í sínum ranni. Öll sú þekking, menntun og reynsla, sem fyrir er, er að engu gerð – forræðið í formi rekstrarábyrgðar flutt til skólastjórnenda sem hafa enga þekkingu á þessu sviði. Niðurstaðan sú að forsendur starfsins hvíla algerlega á herðum óskyldra aðila þ.e. einstakra skólastjóra. Í annarri deild innan fræðslusviðsins, æskulýðs- og íþróttadeild, situr einhvers konar ráðgjafi, umboðslaus með öllu, án starfsmanna- og fjárforræðis, sem nefndur er „fagstjóri frístundastarfs“ eins og hér sé um að ræða einhverja einstaka kennslugrein í almennu skólastarfi eins og þetta starfsheiti gefur til kynna. Grundvallarmunur Á þessu tvennu er alger grundvallarmunur. Í tilfelli Reykjavíkurborgar voru tiltekin viðfangsefni flutt milli tiltekinna sviða án nokkurs afsláttar á fag- og fræðilegum vinnubrögðum og rekstrarlegum forsendum. Starfsemi heldur áfram og þróast í anda þeirrar fagmennsku sem viðhöfð er bæði hjá ÍTR og SFS. Í Hafnarfirði er forræði og ábyrgð á starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimilanna færð undir forræði skólastjórnenda hvers á sínum stað sem enga sérþekkingu hafa á málaflokknum. Slíkar hugmyndir voru í hávegum hafðar af ýmsum skólamönnum fyrir margt löngu eða um 1970, fyrir tíma frístundaheimilanna, en voru slegnar út af borðinu af framsýnum mönnum eins og Markúsi Erni Antonssyni, dugmiklum þ.v. formanni Æskulýðsráðs Reykjavíkur (ÆR), frumherja og baráttumanni sem, ásamt öðrum slíkum, Hinriki Bjarnasyni, þ.v. framkvæmdastjóra ÆR, lagði drög að félagsmiðstöðvavæðingu Reykjavíkurborgar sem var mikið heillaspor fyrir reykvíska æsku og reyndar æskuna almennt í landinu þar sem frumkvæði borgarinnar hafði víða áhrif og varð framsæknum bæjarfélögum til eftirbreytni. Ef bæjarfulltrúinn greinir ekki muninn á þessu tvennu og telur skipan mála í Reykjavík sambærilega við Hafnarfjörð þá er sú vandræðalega staða sem uppi er í þessum málum í Hafnarfirði sjálfboðin og liggur í hlutarins eðli. Sýnir í reynd nauðsyn þess að vanda til verka, bæði hvað varðar innihald og málsmeðferð stjórnsýslubreytinga, sem í þessu tilfelli hefur verið algerlega óboðlegt ferli frá A-Ö. En áfram skal haldið, hvað sem tautar og raular, í nafni þokukenndra og algerlega órökstuddra frasa um bætta þjónustu, samráð o.fl. í þeim dúr, ef marka má skrif bæjarfulltrúans. Affarasælast væri hins vegar fyrir bæjaryfirvöld að vinda ofan af þessu skipulagsslysi þegar í stað og vinna þetta af virðingu og í samræmi við mikilvægi málaflokksins í samvinnu við þá sem málið varðar og af fagmennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Guðmundsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sendir mér tóninn í grein í Fréttablaðinu 5. ágúst sl. undir titlinum „Fagleg umfjöllun óskast!“ og vísar til skrifa minna um æskulýðsmál í Hafnarfirði. Mér þykir leitt að bæjarfulltrúinn hafi ekki getað gert skrifin mín sér að góðu og velti fyrir mér hvort það geti ekki talist hluti þess vanda sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur komið sér í á vettvangi æskulýðsmála. Ekki endilega skrif í mín um æskulýðsmál, ekki síður algert samráðsleysi við fag- og fræðaumhverfið og þá aðila sem málið varðar. Vandi sem felst í grundvallarbreytingum sem voru þvingaðar í gegnum bæjarstjórn umræðulaust á sérstökum aukabæjarstjórnarfundi og komið til framkvæmda nánast sama dag með tilheyrandi uppsögnum o.fl. Fulltrúar þessara aðferða bregðast svo við opinberri umræðu með greinum eins og „Fagleg æskulýðsmál í Hafnarfirði“ og „Fagleg umræða óskast!“ Ómstrítt í meira lagi, svona svipað eins og Raggi Bjarna að spila pönk. Ferli þessa máls segir allt sem segja þarf. Annað er fúsk – hitt er fagmennska Bæjarfulltrúinn vísar til umdeildra skipulagsbreytinga í Reykjavík sem hann telur sambærilegar breytingum í Hafnarfirði, sem er rangt í öllum meginatriðum. Í Reykjavík var tekist á um hvort heildstætt og vel starfandi svið Íþrótta- og tómstundamála (ÍTR) ætti að hluta til eða að öllu leyti að falla undir annað stjórnsýslusvið eða halda áfram í sömu mynd. Umræðan snerist fyrst og fremst um vistun málaflokka og í þessu tilfelli var æskulýðshlutinn, þ.e. frístundaheimili, frístunda- og félagsmiðstöðvar, fluttur á nýtt svið, Skóla- og frístundasvið (SFS). Þessum hluta æskulýðsstarfseminnar er stýrt af skrifstofu frístundamála af fv. æskulýðsfulltrúa ÍTR sem nú gegnir starfi framkvæmdastjóra frítímamála og tekur sem slíkur bæði rekstrar- og faglega ábyrgð á málaflokknum. Í Hafnarfirði var skrifstofa íþróttamála í raun lögð niður og starfsemi skrifstofu æskulýðsmála (ÍTH), sem verið hafði undir félagsþjónustu, flutt í afar breyttri og smættaðri mynd undir forræði fræðslusviðs. Í Hafnarfirði eru einstakir skólastjórar gerðir ábyrgir fyrir starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila hver í sínum ranni. Öll sú þekking, menntun og reynsla, sem fyrir er, er að engu gerð – forræðið í formi rekstrarábyrgðar flutt til skólastjórnenda sem hafa enga þekkingu á þessu sviði. Niðurstaðan sú að forsendur starfsins hvíla algerlega á herðum óskyldra aðila þ.e. einstakra skólastjóra. Í annarri deild innan fræðslusviðsins, æskulýðs- og íþróttadeild, situr einhvers konar ráðgjafi, umboðslaus með öllu, án starfsmanna- og fjárforræðis, sem nefndur er „fagstjóri frístundastarfs“ eins og hér sé um að ræða einhverja einstaka kennslugrein í almennu skólastarfi eins og þetta starfsheiti gefur til kynna. Grundvallarmunur Á þessu tvennu er alger grundvallarmunur. Í tilfelli Reykjavíkurborgar voru tiltekin viðfangsefni flutt milli tiltekinna sviða án nokkurs afsláttar á fag- og fræðilegum vinnubrögðum og rekstrarlegum forsendum. Starfsemi heldur áfram og þróast í anda þeirrar fagmennsku sem viðhöfð er bæði hjá ÍTR og SFS. Í Hafnarfirði er forræði og ábyrgð á starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimilanna færð undir forræði skólastjórnenda hvers á sínum stað sem enga sérþekkingu hafa á málaflokknum. Slíkar hugmyndir voru í hávegum hafðar af ýmsum skólamönnum fyrir margt löngu eða um 1970, fyrir tíma frístundaheimilanna, en voru slegnar út af borðinu af framsýnum mönnum eins og Markúsi Erni Antonssyni, dugmiklum þ.v. formanni Æskulýðsráðs Reykjavíkur (ÆR), frumherja og baráttumanni sem, ásamt öðrum slíkum, Hinriki Bjarnasyni, þ.v. framkvæmdastjóra ÆR, lagði drög að félagsmiðstöðvavæðingu Reykjavíkurborgar sem var mikið heillaspor fyrir reykvíska æsku og reyndar æskuna almennt í landinu þar sem frumkvæði borgarinnar hafði víða áhrif og varð framsæknum bæjarfélögum til eftirbreytni. Ef bæjarfulltrúinn greinir ekki muninn á þessu tvennu og telur skipan mála í Reykjavík sambærilega við Hafnarfjörð þá er sú vandræðalega staða sem uppi er í þessum málum í Hafnarfirði sjálfboðin og liggur í hlutarins eðli. Sýnir í reynd nauðsyn þess að vanda til verka, bæði hvað varðar innihald og málsmeðferð stjórnsýslubreytinga, sem í þessu tilfelli hefur verið algerlega óboðlegt ferli frá A-Ö. En áfram skal haldið, hvað sem tautar og raular, í nafni þokukenndra og algerlega órökstuddra frasa um bætta þjónustu, samráð o.fl. í þeim dúr, ef marka má skrif bæjarfulltrúans. Affarasælast væri hins vegar fyrir bæjaryfirvöld að vinda ofan af þessu skipulagsslysi þegar í stað og vinna þetta af virðingu og í samræmi við mikilvægi málaflokksins í samvinnu við þá sem málið varðar og af fagmennsku.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun