Reiknað með gerðardómi í dag Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. ágúst 2015 07:00 Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, og Ástráður Haraldsson, lögmaður samtakanna, rýna í dóm Hæstaréttar. vísir/gva Dómur Hæstaréttar í máli BHM gegn ríkinu í gær vegna lagasetningar á verkfall aðildarfélaga BHM í sumar dregur úr vægi væntanlegs gerðardóms í kjaradeilu BHM og ríkisins. Þetta segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, vera meðal þess sem lesa megi úr dómnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að vænta megi niðurstöðu gerðardóms í dag, degi fyrir settan frest sem dómurinn fékk til að ljúka störfum. Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll BHM í sumar og staðfesti þar með dóm héraðsdóms þar að lútandi. Fram kemur í dómnum að undanþágur á heilbrigðisstofnunum hafi ekki nægt til að girða fyrir alvarlega ógn við almannaheill og réttindi alls almennings til að fá aðstoð vegna sjúkleika líkt og ríkinu bæri að tryggja samkvæmt stjórnarskrá. Fullreynt hafi verið að ljúka kjaradeilunni með samningum þegar lög voru sett. Páll segist afar ósáttur við niðurstöðuna. Nú verði kannað hvort farið verði með málið lengra, eða fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Það eru mikil vonbrigði að íslenskir dómstólar virði ekki rétt stéttarfélaga til þess að gera kjarasamninga og fylgja kjarasamningagerð eftir,“ segir hann. Páll segir einnig athyglisvert hvernig Hæstiréttur tali um gerðardóm og vísi til hans sem nefndar sem „gefið hafi verið heitið“ gerðardómur. Hæstiréttur segir „nefndina“ fá óheppilega mikið svigrúm til að ákveða gildistíma launaákvörðunarinnar, en líta verði til þess að hún hafi ekki enn lokið störfum með ákvörðun „sem áfrýjanda væri í lófa lagið að leitast við að fá hnekkt ef hann teldi nefndina hafa farið óhæfilega með þetta svigrúm“. Páll segir því ljóst að ekki sjái fyrir endann á málarekstri vegna deilu BHM og ríkisins, en erfitt sé að tjá sig um mögulegan málatilbúnað fyrr en niðurstaða gerðardómsins svonefnda liggi fyrir. Þá segir Páll ljóst að áhrif dómsins kunni að vera víðtæk þegar kemur að næstu kjarasamningum við ríkið, því í raun sé verið að segja við verkalýðsfélög að þau megi ekki starfa saman og fara saman fram með kröfur. „Það hefur auðvitað þá afleiðingu að ríkið verður að mæta hverju félagi fyrir sig og verður þá að hafa getu til þess.“ Þá sé vafamál að tala um norrænar leiðir þar sem margir komi saman að verkefnum í ljósi þessa dóms, því fari hópar fram með sameiginlegar kröfur megi setja þá alla undir einn hatt í lagasetningu náist ekki saman. „Það er einn lærdómurinn sem menn hljóta að draga af þessu.“ Verkfall 2016 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Dómur Hæstaréttar í máli BHM gegn ríkinu í gær vegna lagasetningar á verkfall aðildarfélaga BHM í sumar dregur úr vægi væntanlegs gerðardóms í kjaradeilu BHM og ríkisins. Þetta segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, vera meðal þess sem lesa megi úr dómnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að vænta megi niðurstöðu gerðardóms í dag, degi fyrir settan frest sem dómurinn fékk til að ljúka störfum. Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll BHM í sumar og staðfesti þar með dóm héraðsdóms þar að lútandi. Fram kemur í dómnum að undanþágur á heilbrigðisstofnunum hafi ekki nægt til að girða fyrir alvarlega ógn við almannaheill og réttindi alls almennings til að fá aðstoð vegna sjúkleika líkt og ríkinu bæri að tryggja samkvæmt stjórnarskrá. Fullreynt hafi verið að ljúka kjaradeilunni með samningum þegar lög voru sett. Páll segist afar ósáttur við niðurstöðuna. Nú verði kannað hvort farið verði með málið lengra, eða fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Það eru mikil vonbrigði að íslenskir dómstólar virði ekki rétt stéttarfélaga til þess að gera kjarasamninga og fylgja kjarasamningagerð eftir,“ segir hann. Páll segir einnig athyglisvert hvernig Hæstiréttur tali um gerðardóm og vísi til hans sem nefndar sem „gefið hafi verið heitið“ gerðardómur. Hæstiréttur segir „nefndina“ fá óheppilega mikið svigrúm til að ákveða gildistíma launaákvörðunarinnar, en líta verði til þess að hún hafi ekki enn lokið störfum með ákvörðun „sem áfrýjanda væri í lófa lagið að leitast við að fá hnekkt ef hann teldi nefndina hafa farið óhæfilega með þetta svigrúm“. Páll segir því ljóst að ekki sjái fyrir endann á málarekstri vegna deilu BHM og ríkisins, en erfitt sé að tjá sig um mögulegan málatilbúnað fyrr en niðurstaða gerðardómsins svonefnda liggi fyrir. Þá segir Páll ljóst að áhrif dómsins kunni að vera víðtæk þegar kemur að næstu kjarasamningum við ríkið, því í raun sé verið að segja við verkalýðsfélög að þau megi ekki starfa saman og fara saman fram með kröfur. „Það hefur auðvitað þá afleiðingu að ríkið verður að mæta hverju félagi fyrir sig og verður þá að hafa getu til þess.“ Þá sé vafamál að tala um norrænar leiðir þar sem margir komi saman að verkefnum í ljósi þessa dóms, því fari hópar fram með sameiginlegar kröfur megi setja þá alla undir einn hatt í lagasetningu náist ekki saman. „Það er einn lærdómurinn sem menn hljóta að draga af þessu.“
Verkfall 2016 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira