Skiptir forhúðin máli? sigga dögg skrifar 17. ágúst 2015 11:00 Vísir/Getty Spurning Ég er með þrönga forhúð og ég var að velta því fyrir mér hvort það væri hægt að gera eitthvað í því og þá hvað? Annað sem ég velti fyrir mér í því samhengi er hvort þetta sé hugsanlega kostur því þá endist ég lengur í samförum?Svar Forhúðin á typpinu er hönnuð til að vernda kónginn. Fremsti hluti typpisins, oft nefndur kóngurinn, er taugaendaríkt svæði og því telja margir að sé forhúðin fjarlægð, líkt og við umskurð, þá minnki næmi kóngsins því stöðugur núningur verður við nærfatnað. Ef forhúðin er þröng getur það valdið vandræðum í tengslum við kynlíf; hvort sem er sjálfsfróun, munnmök eða samfarir, á þann hátt að sársaukafullt getur verið að forhúðin dragist aftur. Ef það er sársaukafullt, eða gengur erfiðlega að draga forhúðina fram yfir kónginn eða aftur þá getur það skapað ýmis vandkvæði önnur en bara sársauka. Það getur verið erfitt að þrífa almennilega þá skán sem safnast saman undir forhúðinni og þarf að skola reglulega í burtu. Ef uppsöfnun verður mikil getur því fylgt fýla og jafnvel sýking sem getur svo grasserað. Það er því mikilvægt að hægt sé að draga forhúðina aftur fyrir kónginn. Gott að hafa bak við eyrað að ekki þarf að skola með sápu heldur er vatn nóg. Ef það gengur ekki hjá þér þá mæli ég með því að þú pantir þér tíma á Húð og Kyn á Landspítalanum eða hjá þvagfæralækni. Þar getur þú fengið ráðgjöf og leiðbeiningar um hvernig megi teygja á forhúðinni. Í sumum tilfellum er krem og teygjuæfingar nóg en í öðrum þarf að framkvæma umskurð. Það er því mikilvægt að hitta lækni sem getur metið málið. Hvað varðar endingu í kynlífi þá er gott að tala við bólfélagann og athuga hvað viðkomandi þyki um endingu þína í kynlífi. Það að endast lengur þarf ekki að þýða að kynlífið sé betra. Ef þú vilt endast lengur í kynlífi þá er annað ferli sem gott er að huga að líkt og að stýra hugsunum, lengja forleik og gera reglulega hlé á þinni örvun, frekar en að sleppa því að hirða um forhúðina. Oftar en ekki kemur vandamálið með þrönga forhúð upp þegar drengir vaxa úr grasi, áður en komast á kynþroska, þegar erfitt og sársaukafullt verður að fá holdris og eða draga aftur forhúðina til að pissa eða þrífa sig almennilega. Þetta er fremur algengt vandamál svo það er ekkert til að skammast sín fyrir. Nú er því um að gera að panta tíma hjá lækni því eins og með flest allt í lífinu; ekki gera ekki neitt. Gangi þér vel. Heilsa Tengdar fréttir Smokkar í stærðum? Ef smokkur getur teygst sem nemur hálfum handlegg, af hverju er hann þá fáanlegur í stærðum? 31. mars 2015 16:00 Typpi í öllum sínum stærðum og gerðum Ef þig vantar hreinskilna umræðu um hvað skiptir máli þegar kemur að typpum og kynlífi, lestu þá áfram. 29. júní 2015 11:00 Umskorið typpi Umskurður typpa er ekki algengur hér á landi þó hann sé það víðar. Hvað felst í því að umskera typpi og hefur það áhrif á kynlífið? 19. mars 2015 11:00 Hugsar þú vel um typpið þitt? Það er að mörgu að huga í umhirðu limsins og hér gefur sérfræðingur ráð um hvernig sé best að hugsa sem best um litla vininn 24. júní 2015 11:15 Saga tveggja typpis manns Bandaríkjamaður fæddist með tvö starfhæf typpi og nú hefur hann ritað ævisögu sína. 16. apríl 2015 14:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Spurning Ég er með þrönga forhúð og ég var að velta því fyrir mér hvort það væri hægt að gera eitthvað í því og þá hvað? Annað sem ég velti fyrir mér í því samhengi er hvort þetta sé hugsanlega kostur því þá endist ég lengur í samförum?Svar Forhúðin á typpinu er hönnuð til að vernda kónginn. Fremsti hluti typpisins, oft nefndur kóngurinn, er taugaendaríkt svæði og því telja margir að sé forhúðin fjarlægð, líkt og við umskurð, þá minnki næmi kóngsins því stöðugur núningur verður við nærfatnað. Ef forhúðin er þröng getur það valdið vandræðum í tengslum við kynlíf; hvort sem er sjálfsfróun, munnmök eða samfarir, á þann hátt að sársaukafullt getur verið að forhúðin dragist aftur. Ef það er sársaukafullt, eða gengur erfiðlega að draga forhúðina fram yfir kónginn eða aftur þá getur það skapað ýmis vandkvæði önnur en bara sársauka. Það getur verið erfitt að þrífa almennilega þá skán sem safnast saman undir forhúðinni og þarf að skola reglulega í burtu. Ef uppsöfnun verður mikil getur því fylgt fýla og jafnvel sýking sem getur svo grasserað. Það er því mikilvægt að hægt sé að draga forhúðina aftur fyrir kónginn. Gott að hafa bak við eyrað að ekki þarf að skola með sápu heldur er vatn nóg. Ef það gengur ekki hjá þér þá mæli ég með því að þú pantir þér tíma á Húð og Kyn á Landspítalanum eða hjá þvagfæralækni. Þar getur þú fengið ráðgjöf og leiðbeiningar um hvernig megi teygja á forhúðinni. Í sumum tilfellum er krem og teygjuæfingar nóg en í öðrum þarf að framkvæma umskurð. Það er því mikilvægt að hitta lækni sem getur metið málið. Hvað varðar endingu í kynlífi þá er gott að tala við bólfélagann og athuga hvað viðkomandi þyki um endingu þína í kynlífi. Það að endast lengur þarf ekki að þýða að kynlífið sé betra. Ef þú vilt endast lengur í kynlífi þá er annað ferli sem gott er að huga að líkt og að stýra hugsunum, lengja forleik og gera reglulega hlé á þinni örvun, frekar en að sleppa því að hirða um forhúðina. Oftar en ekki kemur vandamálið með þrönga forhúð upp þegar drengir vaxa úr grasi, áður en komast á kynþroska, þegar erfitt og sársaukafullt verður að fá holdris og eða draga aftur forhúðina til að pissa eða þrífa sig almennilega. Þetta er fremur algengt vandamál svo það er ekkert til að skammast sín fyrir. Nú er því um að gera að panta tíma hjá lækni því eins og með flest allt í lífinu; ekki gera ekki neitt. Gangi þér vel.
Heilsa Tengdar fréttir Smokkar í stærðum? Ef smokkur getur teygst sem nemur hálfum handlegg, af hverju er hann þá fáanlegur í stærðum? 31. mars 2015 16:00 Typpi í öllum sínum stærðum og gerðum Ef þig vantar hreinskilna umræðu um hvað skiptir máli þegar kemur að typpum og kynlífi, lestu þá áfram. 29. júní 2015 11:00 Umskorið typpi Umskurður typpa er ekki algengur hér á landi þó hann sé það víðar. Hvað felst í því að umskera typpi og hefur það áhrif á kynlífið? 19. mars 2015 11:00 Hugsar þú vel um typpið þitt? Það er að mörgu að huga í umhirðu limsins og hér gefur sérfræðingur ráð um hvernig sé best að hugsa sem best um litla vininn 24. júní 2015 11:15 Saga tveggja typpis manns Bandaríkjamaður fæddist með tvö starfhæf typpi og nú hefur hann ritað ævisögu sína. 16. apríl 2015 14:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Smokkar í stærðum? Ef smokkur getur teygst sem nemur hálfum handlegg, af hverju er hann þá fáanlegur í stærðum? 31. mars 2015 16:00
Typpi í öllum sínum stærðum og gerðum Ef þig vantar hreinskilna umræðu um hvað skiptir máli þegar kemur að typpum og kynlífi, lestu þá áfram. 29. júní 2015 11:00
Umskorið typpi Umskurður typpa er ekki algengur hér á landi þó hann sé það víðar. Hvað felst í því að umskera typpi og hefur það áhrif á kynlífið? 19. mars 2015 11:00
Hugsar þú vel um typpið þitt? Það er að mörgu að huga í umhirðu limsins og hér gefur sérfræðingur ráð um hvernig sé best að hugsa sem best um litla vininn 24. júní 2015 11:15
Saga tveggja typpis manns Bandaríkjamaður fæddist með tvö starfhæf typpi og nú hefur hann ritað ævisögu sína. 16. apríl 2015 14:00