„Við eigum ekki að taka mið af einhverjum brjáluðum bloggurum“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2016 23:31 Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir of marga í fangelsum á Íslandi og að hér sé rekin of hörð refsistefna. Hann vill beina kröftum refsivörslukerfisins í átt að betrun brotamanna og segir mikilvægt að þeir sem setji leikreglurnar taki ekki mið af „brjáluðum bloggurum.“ Þetta kom fram í máli hans í kvöld í þættinum Ísland í dag þar sem hann ræddi ásamt Björt Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar, um fangelsismál á Íslandi. Björt hefur áður sagt að mikilvægt sé að hugsa þennan málaflokk upp á nýtt og að unnið verði meira í átt að betrun. Ummæli hennar um að hvítflibbaglæpamenn ættu ekki að sitja í fangelsi, sem hún lét falla í Fréttablaðinu í desember, vöktu mikla athygli. Sjá einnig: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsiPáll sagðist geta tekið undir þau orð Bjartar að meiri áherslu þyrfti að leggja á betrun í íslenskri refsistefnu.Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartar framtíðar.vísir/anton„Ég er sammála því, að fenginni mikilli reynslu í nokkra áratugi, að innilokun í fangelsi er vond. Það hefur ekki mannbætandi áhrif að loka mann inni í fangelsi,“ segir Páll en undirstrikaði að miklar breytingar, til hins betra, hefðu átt sér stað í fangelsismálum á Íslandi. Að mati Páls sitja þó enn of margir inni hér á landi. „Ég held að við séum með of marga í fangelsi of lengi. Þess vegna einmitt eigum við að einbeita okkur meira að fullnustu utan fangelsa; með rafrænu eftirliti, með vistun á áfangaheimilum og svo framvegis,“ segir Páll. Að hans mati er því mikilvægt að ráðamenn láti ekki kröfur almennings um þyngingar refsinga of mikil áhrif á sig hafa. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þeir sem setji leikreglurnar; Alþingi, dómstólarnir og svo við sem erum partur af framkvæmdavaldinu og fullnustu refsinganna, að við berum þroska til þess að láta ekki hefnigirni, hefndarþorsta og þetta ógeð sem er í gangi í samfélaginu hafa áhrif á okkar störf,“ segir Páll og bætir við: „Við eigum ekki að taka mið af einhverjum brjáluðum bloggurum.“ Spjall þeirra Páls, Bjartar og Lóu Pindar má sjá í spilaranum hér að ofan Ísland í dag Tengdar fréttir Má ekki vera matskennt hver á að fara í fangelsi og hver ekki Páll Winkel fangelsismálastjóri segir hugmyndir á borð við þá sem Björt Ólafsdóttir þingkona kom með í morgun þurfi að vera vel útfærðar og skýrar. 11. desember 2015 16:21 Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Björt Ólafsdóttir segir stöðu Bjartrar framtíðar vera umhugsunarefni. Hún telur þó ólíklegt að flokkurinn sé að þurrkast út, þau séu að vinna sína vinnu vel en þurfi ef til vill að láta meira í sér heyra. 11. desember 2015 06:30 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir of marga í fangelsum á Íslandi og að hér sé rekin of hörð refsistefna. Hann vill beina kröftum refsivörslukerfisins í átt að betrun brotamanna og segir mikilvægt að þeir sem setji leikreglurnar taki ekki mið af „brjáluðum bloggurum.“ Þetta kom fram í máli hans í kvöld í þættinum Ísland í dag þar sem hann ræddi ásamt Björt Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar, um fangelsismál á Íslandi. Björt hefur áður sagt að mikilvægt sé að hugsa þennan málaflokk upp á nýtt og að unnið verði meira í átt að betrun. Ummæli hennar um að hvítflibbaglæpamenn ættu ekki að sitja í fangelsi, sem hún lét falla í Fréttablaðinu í desember, vöktu mikla athygli. Sjá einnig: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsiPáll sagðist geta tekið undir þau orð Bjartar að meiri áherslu þyrfti að leggja á betrun í íslenskri refsistefnu.Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartar framtíðar.vísir/anton„Ég er sammála því, að fenginni mikilli reynslu í nokkra áratugi, að innilokun í fangelsi er vond. Það hefur ekki mannbætandi áhrif að loka mann inni í fangelsi,“ segir Páll en undirstrikaði að miklar breytingar, til hins betra, hefðu átt sér stað í fangelsismálum á Íslandi. Að mati Páls sitja þó enn of margir inni hér á landi. „Ég held að við séum með of marga í fangelsi of lengi. Þess vegna einmitt eigum við að einbeita okkur meira að fullnustu utan fangelsa; með rafrænu eftirliti, með vistun á áfangaheimilum og svo framvegis,“ segir Páll. Að hans mati er því mikilvægt að ráðamenn láti ekki kröfur almennings um þyngingar refsinga of mikil áhrif á sig hafa. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þeir sem setji leikreglurnar; Alþingi, dómstólarnir og svo við sem erum partur af framkvæmdavaldinu og fullnustu refsinganna, að við berum þroska til þess að láta ekki hefnigirni, hefndarþorsta og þetta ógeð sem er í gangi í samfélaginu hafa áhrif á okkar störf,“ segir Páll og bætir við: „Við eigum ekki að taka mið af einhverjum brjáluðum bloggurum.“ Spjall þeirra Páls, Bjartar og Lóu Pindar má sjá í spilaranum hér að ofan
Ísland í dag Tengdar fréttir Má ekki vera matskennt hver á að fara í fangelsi og hver ekki Páll Winkel fangelsismálastjóri segir hugmyndir á borð við þá sem Björt Ólafsdóttir þingkona kom með í morgun þurfi að vera vel útfærðar og skýrar. 11. desember 2015 16:21 Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Björt Ólafsdóttir segir stöðu Bjartrar framtíðar vera umhugsunarefni. Hún telur þó ólíklegt að flokkurinn sé að þurrkast út, þau séu að vinna sína vinnu vel en þurfi ef til vill að láta meira í sér heyra. 11. desember 2015 06:30 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Má ekki vera matskennt hver á að fara í fangelsi og hver ekki Páll Winkel fangelsismálastjóri segir hugmyndir á borð við þá sem Björt Ólafsdóttir þingkona kom með í morgun þurfi að vera vel útfærðar og skýrar. 11. desember 2015 16:21
Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Björt Ólafsdóttir segir stöðu Bjartrar framtíðar vera umhugsunarefni. Hún telur þó ólíklegt að flokkurinn sé að þurrkast út, þau séu að vinna sína vinnu vel en þurfi ef til vill að láta meira í sér heyra. 11. desember 2015 06:30