Þingmenn skoða leiðir til innra eftirlits með lögreglu Una Sighvatsdóttir skrifar 7. janúar 2016 19:30 Mál lögreglumannsins sem grunaður er óeðlileg samskipti við brotamenn hefur um ýtt undir umræðu um þörf þess að koma á innra eftirliti með störfum lögreglu. Þeir sem málið varðar sammælast um að slíkt eftirlit sé bæði tímabært og nauðsynlegt. Spurningin er aðeins með hvaða hætti slíku eftirliti verður komið á. Ögmundur Jónasson, formaður stjórskipunar- og eftirlitsnefndar segir að horft sé til tvenns konar nálgunar. „Annars vegar hvort það eigi að vera þingi alfarið sem hafi umsjón með þessum málum, eða hvort það eigi að vera sérstök stofnun sem hafi þetta verkefni með höndum."Eftirlitsnefnd ekki fullnægjandi úrræði Sjálfur telur Ögmundur líkleg niðurstaða að farið verði bil beggja og sett á fót stofnun með sterkri aðkomu þingsins. Ögmundur segir núverandi innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal, hafa stigið jákvætt skref með því að skipa nefnd um meðferð kærumála gagnvart lögreglu, sem skilaði í nóvember af sér tillögu um skipan þriggja manna eftirlitsnefndar. Ljóst sé hinsvegar að það sé ekki nóg. „Stjórnskipuna- og eftirlitsnefnd þingsins hefur ákveðið að taka þetta mál upp á eigin spýtur og fara yfir það og skoða hvaða valkostir eru í stöðunni. Ég geri ráð fyrir að við munum taka til hendinni núna fljótlega upp úr áramótum," segir Ögmundur. Bæði ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafa tjáð fréttstofu að þau telji jákvætt skref að koma á innra eftirliti. Ögmundur segir að sambærileg umræða eigi sér nú stað nánast í öllum ríkjum Evrópu.Meira aðkallandi eftir því sem rannsóknarheimildir eru víðtækari „Á þingi Evrópuráðsins hafa þessi mál líka verið til skoðunar, þannig að þetta er brennandi mál alls staðar. En það má segja að þetta hafi ekki verið eins aðkallandi mál hér eins og erlendis, þar sem lögregla býr við miklu rýmri rannsóknarheimildir og leyniþjónustur, sem við höfum ekki. Þar hefur þessi krafa verið miklu ríkari og núna á hryðjuverkaöld, þar sem löggæslan er farin að taka skref inn í persónulegt líf fólks í ríkari mæli en áður, þá gerist þessi krafa mjög ágeng." Ögmundur bendir á að hér á landi sé það ekki síst lögreglan sjálf sem kalli eftir innra eftirliti, enda ætti það frekar að verða til þess að auka traust almennings til lögreglu en hitt. Hann telur að af því verði á þessu ári, en ítrekar að rétt að að hreyfa sig hægt að setja ekki upp stofnanir að vanhugsuðu máli. „En það er sem betur fer verið að skoða þetta víða í kerfinu, innan lögreglunnar sjálfrar, í innanríkisráðuneytinu og í þinginu. Þannig að við erum að stíga skref víða í þessum málum." Tengdar fréttir Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48 Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15 Þrálátur orðrómur um leka vakti grun Grunur leikur á að lögreglumaður hafi fengið greitt fyrir upplýsingar til brotahópa. "Það getur hafa átt sér stað þvingun sem enginn veit af,“ segir lögreglustjóri og minnir á að málið sé enn í rannsókn. 7. janúar 2016 05:00 Spilling í lögreglunni: Hættunni boðið heim ár eftir ár Tveir reyndir fíkniefnalögreglumenn eru grunaðir um græsku. Aldrei hefur maður verið fundinn sekur af mútuþægni í röðum lögreglu. Skortur á eftirliti gæti verið ástæða þess. 7. janúar 2016 14:30 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Mál lögreglumannsins sem grunaður er óeðlileg samskipti við brotamenn hefur um ýtt undir umræðu um þörf þess að koma á innra eftirliti með störfum lögreglu. Þeir sem málið varðar sammælast um að slíkt eftirlit sé bæði tímabært og nauðsynlegt. Spurningin er aðeins með hvaða hætti slíku eftirliti verður komið á. Ögmundur Jónasson, formaður stjórskipunar- og eftirlitsnefndar segir að horft sé til tvenns konar nálgunar. „Annars vegar hvort það eigi að vera þingi alfarið sem hafi umsjón með þessum málum, eða hvort það eigi að vera sérstök stofnun sem hafi þetta verkefni með höndum."Eftirlitsnefnd ekki fullnægjandi úrræði Sjálfur telur Ögmundur líkleg niðurstaða að farið verði bil beggja og sett á fót stofnun með sterkri aðkomu þingsins. Ögmundur segir núverandi innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal, hafa stigið jákvætt skref með því að skipa nefnd um meðferð kærumála gagnvart lögreglu, sem skilaði í nóvember af sér tillögu um skipan þriggja manna eftirlitsnefndar. Ljóst sé hinsvegar að það sé ekki nóg. „Stjórnskipuna- og eftirlitsnefnd þingsins hefur ákveðið að taka þetta mál upp á eigin spýtur og fara yfir það og skoða hvaða valkostir eru í stöðunni. Ég geri ráð fyrir að við munum taka til hendinni núna fljótlega upp úr áramótum," segir Ögmundur. Bæði ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafa tjáð fréttstofu að þau telji jákvætt skref að koma á innra eftirliti. Ögmundur segir að sambærileg umræða eigi sér nú stað nánast í öllum ríkjum Evrópu.Meira aðkallandi eftir því sem rannsóknarheimildir eru víðtækari „Á þingi Evrópuráðsins hafa þessi mál líka verið til skoðunar, þannig að þetta er brennandi mál alls staðar. En það má segja að þetta hafi ekki verið eins aðkallandi mál hér eins og erlendis, þar sem lögregla býr við miklu rýmri rannsóknarheimildir og leyniþjónustur, sem við höfum ekki. Þar hefur þessi krafa verið miklu ríkari og núna á hryðjuverkaöld, þar sem löggæslan er farin að taka skref inn í persónulegt líf fólks í ríkari mæli en áður, þá gerist þessi krafa mjög ágeng." Ögmundur bendir á að hér á landi sé það ekki síst lögreglan sjálf sem kalli eftir innra eftirliti, enda ætti það frekar að verða til þess að auka traust almennings til lögreglu en hitt. Hann telur að af því verði á þessu ári, en ítrekar að rétt að að hreyfa sig hægt að setja ekki upp stofnanir að vanhugsuðu máli. „En það er sem betur fer verið að skoða þetta víða í kerfinu, innan lögreglunnar sjálfrar, í innanríkisráðuneytinu og í þinginu. Þannig að við erum að stíga skref víða í þessum málum."
Tengdar fréttir Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48 Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15 Þrálátur orðrómur um leka vakti grun Grunur leikur á að lögreglumaður hafi fengið greitt fyrir upplýsingar til brotahópa. "Það getur hafa átt sér stað þvingun sem enginn veit af,“ segir lögreglustjóri og minnir á að málið sé enn í rannsókn. 7. janúar 2016 05:00 Spilling í lögreglunni: Hættunni boðið heim ár eftir ár Tveir reyndir fíkniefnalögreglumenn eru grunaðir um græsku. Aldrei hefur maður verið fundinn sekur af mútuþægni í röðum lögreglu. Skortur á eftirliti gæti verið ástæða þess. 7. janúar 2016 14:30 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48
Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00
Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15
Þrálátur orðrómur um leka vakti grun Grunur leikur á að lögreglumaður hafi fengið greitt fyrir upplýsingar til brotahópa. "Það getur hafa átt sér stað þvingun sem enginn veit af,“ segir lögreglustjóri og minnir á að málið sé enn í rannsókn. 7. janúar 2016 05:00
Spilling í lögreglunni: Hættunni boðið heim ár eftir ár Tveir reyndir fíkniefnalögreglumenn eru grunaðir um græsku. Aldrei hefur maður verið fundinn sekur af mútuþægni í röðum lögreglu. Skortur á eftirliti gæti verið ástæða þess. 7. janúar 2016 14:30
Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03
Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33
Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52