Körfubolti

Frumsýningu Odds og "Moby Dick" frestað um einn dag | Höttur-Njarðvík á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson og félagar í Njarðvík frumsýna "nýja" liðið sitt ekki fyrr en á morgun.
Logi Gunnarsson og félagar í Njarðvík frumsýna "nýja" liðið sitt ekki fyrr en á morgun. Vísir/Vilhelm
Leikur Hattar og Njarðvíkur í tólfu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað um einn sólarhring.

KKÍ segir frá því á heimasíðu sinni að leiknum hafi verið frestað vegna veðurs en ekkert flug er austur í dag.

Leikur fer því fram klukkan 18.30 á Egilsstöðum á morgun og bara fjórir leikir fara því fram í dag.

Bandaríkjamaðurinn Michael Craig hefur leyst af Marquise Simmons hjá Njarðvík en Gunnar Örlysson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, gaf honum gælunafnið "Moby Dick" í viðtölum við karfan.is fyrir áramót.

Frumsýningu á þessum stóra og öfluga Bandaríkjamanni Njarðvíkinga frestað því um einn dag en það bíða margir spenntir að sjá hann og leikstjórnandann Odd Rúnar Kristjánsson í Njarðvíkurbúningnum.

Oddur Rúnar Kristjánsson kom til Njarðvíkur frá ÍR þar sem hann hefur skorað 18,4 stig og gefið 3,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Oddur er kominn með leikheimild og spilar væntanlega sinn fyrsta leik á móti Hetti en Oddur var með átján stig, fjóra þrista og þrjár stoðsendingar í sigri ÍR á Hetti fyrir jól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×