Charlie Hebdo minnist þess að eitt ár er liðið frá árásinni á skrifstofur blaðsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2016 23:30 Sérstakt eintak af ádeilublaðinu Charlie Hebdo kom út í dag. Vísir/EPA Franska háðsádeilublaðið Charlie Hebdo hefur gefið út sérblað til þess að minnast þess að eitt ár er liðið frá því að hryðjuverkamenn réðust inn á skrifstofur þess í París og hófu skothríð þann 7. janúar 2015. Á forsíðu blaðsins sést skeggjaður maður sem táknar Guð með Kalishnikov-byssu ásamt textanum: „Eitt ár liðið - Árásarmaðurinn gengur enn laus.“ Ein milljón eintök af sérblaðinu voru gefin út í Frakklandi auk þess sem að þúsundir eintaka verða sendar til sölu fyrir utan Frakkland.Sjá einnig: Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Eitt ár er síðan bræðurnir Chérif og Saiud Kouachi réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo-blaðsins í austurhluta Parísarborgar þar sem þeir drápu tólf manns, þar af átta starfsmenn blaðsins. Afsprengi al-Qaida á Arabíuskaga lýsti yfir ábyrgð vegna árásinnar en þetta var ekki í fyrsta sinn sem ráðist var á ritstjórnarskrifstofur skopmyndablaðsins umdeilda, árið 2011 var eldsprengju varpað á skrifstofur blaðsins sem varð til þess að skrifstofurnar voru fluttar.Francois Hollande Frakklandsforseti afhjúpaði minningarplatta til minningar um fórnarlöm árásanna.Vísir/EPATeikningar eftir teiknara sem létust í árásinni í blaðinu Í sérblaðinu eru meðal annars skopmyndir eftir þá fimm skopmyndarateiknara sem létu lífið í árásinni. Skopmyndateiknarinn Laurent Sourisseau, sem tók við ritstjórn blaðsins, skrifaði einnig leiðara þar sem hann fordæmdi ofsatrúarmenn sem misþyrma Kóraninum. Sourissaeu slasaðist alvarlega í árásinni og var nær dauða en lífi. Fjármálastjóri blaðsins, Eric Portheult, sem slapp með því að fela sig undir skrifborði segir að starfsmenn blaðsins finnist þeir vera einir í baráttunni. „Við erum alveg einir. Við vonuðumst til þess að aðrir myndu ganga til liðs við okkur með því að skapa háðsádeilu,“ sagði Portheult. „Enginn vill hjálpa okkur vegna þess að það er hættulegt. Menn geta dáið.“Sjá einnig: Ritstjóri Charlie Hebdo: „Ég vil frekar deyja standandi en lifa á hnjánum“Frakkar munu minnast þess að eitt ár er liðið frá árásunum en að auki réðust þrír byssumenn á stórmarkað á sama degi fyrir ári síðan þar sem 17 manns voru drepnir. Þann 10. janúar mun fara fram stór minningarathöfn á Place de la Republique, torgi í austurhluta París, sem varð að óformlegum minnisvarða um árásirnar. Voru árásirnar á Charlie Hebdo og stórmarkaðinn þær fyrstu sem mörku ár hryðjuverkaárása í Frakklandi en minningarathafnirnar verða haldnar í skugga hryðjuverkaárásanna í París í nóvember síðastliðnum þar sem 130 manns létu lífið. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30 Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Nær ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum í París þar sem sautján manns létu lífið. 5. janúar 2016 18:15 Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“ Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna. 8. janúar 2015 10:36 Skopmyndateiknarar bregðast við morðunum í París Sýna samstöðu með teikningum. 7. janúar 2015 20:59 Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Franska háðsádeilublaðið Charlie Hebdo hefur gefið út sérblað til þess að minnast þess að eitt ár er liðið frá því að hryðjuverkamenn réðust inn á skrifstofur þess í París og hófu skothríð þann 7. janúar 2015. Á forsíðu blaðsins sést skeggjaður maður sem táknar Guð með Kalishnikov-byssu ásamt textanum: „Eitt ár liðið - Árásarmaðurinn gengur enn laus.“ Ein milljón eintök af sérblaðinu voru gefin út í Frakklandi auk þess sem að þúsundir eintaka verða sendar til sölu fyrir utan Frakkland.Sjá einnig: Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Eitt ár er síðan bræðurnir Chérif og Saiud Kouachi réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo-blaðsins í austurhluta Parísarborgar þar sem þeir drápu tólf manns, þar af átta starfsmenn blaðsins. Afsprengi al-Qaida á Arabíuskaga lýsti yfir ábyrgð vegna árásinnar en þetta var ekki í fyrsta sinn sem ráðist var á ritstjórnarskrifstofur skopmyndablaðsins umdeilda, árið 2011 var eldsprengju varpað á skrifstofur blaðsins sem varð til þess að skrifstofurnar voru fluttar.Francois Hollande Frakklandsforseti afhjúpaði minningarplatta til minningar um fórnarlöm árásanna.Vísir/EPATeikningar eftir teiknara sem létust í árásinni í blaðinu Í sérblaðinu eru meðal annars skopmyndir eftir þá fimm skopmyndarateiknara sem létu lífið í árásinni. Skopmyndateiknarinn Laurent Sourisseau, sem tók við ritstjórn blaðsins, skrifaði einnig leiðara þar sem hann fordæmdi ofsatrúarmenn sem misþyrma Kóraninum. Sourissaeu slasaðist alvarlega í árásinni og var nær dauða en lífi. Fjármálastjóri blaðsins, Eric Portheult, sem slapp með því að fela sig undir skrifborði segir að starfsmenn blaðsins finnist þeir vera einir í baráttunni. „Við erum alveg einir. Við vonuðumst til þess að aðrir myndu ganga til liðs við okkur með því að skapa háðsádeilu,“ sagði Portheult. „Enginn vill hjálpa okkur vegna þess að það er hættulegt. Menn geta dáið.“Sjá einnig: Ritstjóri Charlie Hebdo: „Ég vil frekar deyja standandi en lifa á hnjánum“Frakkar munu minnast þess að eitt ár er liðið frá árásunum en að auki réðust þrír byssumenn á stórmarkað á sama degi fyrir ári síðan þar sem 17 manns voru drepnir. Þann 10. janúar mun fara fram stór minningarathöfn á Place de la Republique, torgi í austurhluta París, sem varð að óformlegum minnisvarða um árásirnar. Voru árásirnar á Charlie Hebdo og stórmarkaðinn þær fyrstu sem mörku ár hryðjuverkaárása í Frakklandi en minningarathafnirnar verða haldnar í skugga hryðjuverkaárásanna í París í nóvember síðastliðnum þar sem 130 manns létu lífið.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30 Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Nær ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum í París þar sem sautján manns létu lífið. 5. janúar 2016 18:15 Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“ Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna. 8. janúar 2015 10:36 Skopmyndateiknarar bregðast við morðunum í París Sýna samstöðu með teikningum. 7. janúar 2015 20:59 Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30
Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Nær ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum í París þar sem sautján manns létu lífið. 5. janúar 2016 18:15
Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“ Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna. 8. janúar 2015 10:36
Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39