Þrálátur orðrómur um leka vakti grun Snærós Sindradóttir skrifar 7. janúar 2016 05:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu „Það höfðu verið sögusagnir um leka úr fíkniefnadeildinni án þess að vitað væri hverjir ættu hlut að máli. Að sjálfsögðu er brugðist við slíku,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um mál lögreglumanns úr fíkniefnabrotadeild sem er til skoðunar fyrir óeðlileg tengsl við brotahópa. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að grunur leiki á að maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafi fengið peningagreiðslur fyrir upplýsingar frá embættinu. Sigríður segist ekki geta staðfest það. „Það getur legið alls konar hvati að baki svona málum. Það getur hafa átt sér stað þvingun sem enginn veit af. Það er ekkert sannað á hann og þetta mál er enn bara í rannsókn.“Lögreglustjóri segir endurskipulagningu í gangi hjá lögreglu, meðal annars í fíkniefnadeildinni.vísir/gvaFærður til í starfi Annar lögreglumaður hefur verið færður til í starfi eftir að grunur vaknaði um leka. Sigríður getur ekki staðfest hvort mál þess lögreglumanns sé einnig í rannsókn hjá Ríkissaksóknara né hvort málin tengist beint. „Ríkissaksóknari metur hversu sterkar grunsemdir eru og hvort beri að aðhafast,“ segir Sigríður. Ásakanir á hendur þeim lögreglumanni ná yfir nokkurra ára tímabil án þess að ástæða þótti til að vísa málinu til ríkissaksóknara. Í gær var svo karlmaður, sem ekki starfar hjá lögreglunni, handtekinn í tengslum við málið. Samkvæmt heimildum RÚV hefur sá hlotið dóm fyrir brot á fíkniefnalögum og er um fertugt.Brotahópar geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu. Sem dæmi var virði fíkniefnanna sem fundust í Norrænu þann 8. september síðastliðinn tæplega milljarður króna.Vísir/GVAEndurskipuleggja fíkniefnadeildina Í tíð Sigríðar hefur verið ráðist í skipulagsaðgerðir innan embættisins. „Við erum að endurskoða margt hjá okkur og erum meðal annars að endurskipuleggja fíkniefnadeildina. Sú vinna hófst rétt eftir að ég var komin til starfa.“ Sigríður Björk telur að aðgerðir síðustu daga sýni að kerfið virki. „Málin rata á rétta staði. Við erum með innri endurskoðun sem kemur með skýrslur um einstaka þætti. Síðan er hver yfirmaður með ákveðna eftirlitsskyldu. Traust innan stofnunarinnar skiptir máli um hvort svona mál kemst upp eða ekki.“ Sigríður Björk segir langvarandi umræðu hafa verið um eftirlit með lögreglu og allir yrðu ánægðir ef það yrði aukið. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22 Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
„Það höfðu verið sögusagnir um leka úr fíkniefnadeildinni án þess að vitað væri hverjir ættu hlut að máli. Að sjálfsögðu er brugðist við slíku,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um mál lögreglumanns úr fíkniefnabrotadeild sem er til skoðunar fyrir óeðlileg tengsl við brotahópa. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að grunur leiki á að maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafi fengið peningagreiðslur fyrir upplýsingar frá embættinu. Sigríður segist ekki geta staðfest það. „Það getur legið alls konar hvati að baki svona málum. Það getur hafa átt sér stað þvingun sem enginn veit af. Það er ekkert sannað á hann og þetta mál er enn bara í rannsókn.“Lögreglustjóri segir endurskipulagningu í gangi hjá lögreglu, meðal annars í fíkniefnadeildinni.vísir/gvaFærður til í starfi Annar lögreglumaður hefur verið færður til í starfi eftir að grunur vaknaði um leka. Sigríður getur ekki staðfest hvort mál þess lögreglumanns sé einnig í rannsókn hjá Ríkissaksóknara né hvort málin tengist beint. „Ríkissaksóknari metur hversu sterkar grunsemdir eru og hvort beri að aðhafast,“ segir Sigríður. Ásakanir á hendur þeim lögreglumanni ná yfir nokkurra ára tímabil án þess að ástæða þótti til að vísa málinu til ríkissaksóknara. Í gær var svo karlmaður, sem ekki starfar hjá lögreglunni, handtekinn í tengslum við málið. Samkvæmt heimildum RÚV hefur sá hlotið dóm fyrir brot á fíkniefnalögum og er um fertugt.Brotahópar geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu. Sem dæmi var virði fíkniefnanna sem fundust í Norrænu þann 8. september síðastliðinn tæplega milljarður króna.Vísir/GVAEndurskipuleggja fíkniefnadeildina Í tíð Sigríðar hefur verið ráðist í skipulagsaðgerðir innan embættisins. „Við erum að endurskoða margt hjá okkur og erum meðal annars að endurskipuleggja fíkniefnadeildina. Sú vinna hófst rétt eftir að ég var komin til starfa.“ Sigríður Björk telur að aðgerðir síðustu daga sýni að kerfið virki. „Málin rata á rétta staði. Við erum með innri endurskoðun sem kemur með skýrslur um einstaka þætti. Síðan er hver yfirmaður með ákveðna eftirlitsskyldu. Traust innan stofnunarinnar skiptir máli um hvort svona mál kemst upp eða ekki.“ Sigríður Björk segir langvarandi umræðu hafa verið um eftirlit með lögreglu og allir yrðu ánægðir ef það yrði aukið.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22 Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00
Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30
Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03
Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22
Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00