Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2016 14:22 Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudaginn, 8. janúar, en þá mun hann hafa verið í einangrun í tíu daga. Vísir/GVA Fíkniefnalögreglumaðurinn sem situr í einangrun á Litla-Hrauni grunaður um alvarleg brot í starfi hefur ekki fengið að svara fyrir þær ásakanir sem bornar eru á hendur honum. Þetta segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður mannsins, við Vísi en lögreglumaðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því 29. desember. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudaginn, 8. janúar, en þá mun hann hafa verið í einangrun í tíu daga. Afar fátítt er að lögreglumenn eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og mun það ekki hafa gerst í fleiri áratugi. Ríkissaksóknari fer með rannsókn málsins og nýtur liðsinnis lögreglu, þó ekki starfsmanna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglumaðurinn starfar. Lögreglumaðurinn hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni frá því 29. desember og verður til föstudags.vísir/e.ól. Tvær skýrslur teknar af manninum Ómar Örn upplýsir ekki hvað umbjóðanda hans sé gefið að sök í málinu. Hann segir skjólstæðing sinn ekki fengið að svara fyrir sakarefnið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. „Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar. Frumskýrsla hafi verið tekin af lögreglumanninum daginn sem hann fór í gæsluvarðhald og svo hafi verið önnur skýrslutaka á laugardaginn. Ómar Örn Bjarnþórsson hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu en ekki fengið. Fær ekki gögn hjá lögreglu Ómar Örn fær ekki gögn málsins afhent frá lögreglu og hefur af þeim sökum kallað eftir þeim hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Telja má ólíklegt að gögnin fáist afhent enda verst lögregla allra frétta af málinu. Það birtist bæði í þeirri staðreynd að hvorki ríkissaksóknari né yfirmenn lögreglu hafa tjáð sig um málið og ekki síður í þeirri staðreynd að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum hefur ekki verið birtur á heimasíðu Hæstaréttar. Allajafna eru gæsluvarðhaldsúrskurðir birtir á heimasíðu Hæstaréttar en þó er undantekning gerð á því ef sýnt þykir fram á að það geti spillt rannsókn málsins. Um er að ræða reynslumikinn lögreglumann úr fíkniefnadeildinni og kom það samstarfsmönnum hans innan lögreglu, núverandi og fyrrverandi, í opna skjöldu þegar tíðindi bárust af varðhaldi yfir honum í fjölmiðlum í gær. Hann er á fimmtugsaldri og er lýst sem heiðarlegum og faglegum í starfi. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30 Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Fíkniefnalögreglumaðurinn sem situr í einangrun á Litla-Hrauni grunaður um alvarleg brot í starfi hefur ekki fengið að svara fyrir þær ásakanir sem bornar eru á hendur honum. Þetta segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður mannsins, við Vísi en lögreglumaðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því 29. desember. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudaginn, 8. janúar, en þá mun hann hafa verið í einangrun í tíu daga. Afar fátítt er að lögreglumenn eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og mun það ekki hafa gerst í fleiri áratugi. Ríkissaksóknari fer með rannsókn málsins og nýtur liðsinnis lögreglu, þó ekki starfsmanna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglumaðurinn starfar. Lögreglumaðurinn hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni frá því 29. desember og verður til föstudags.vísir/e.ól. Tvær skýrslur teknar af manninum Ómar Örn upplýsir ekki hvað umbjóðanda hans sé gefið að sök í málinu. Hann segir skjólstæðing sinn ekki fengið að svara fyrir sakarefnið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. „Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar. Frumskýrsla hafi verið tekin af lögreglumanninum daginn sem hann fór í gæsluvarðhald og svo hafi verið önnur skýrslutaka á laugardaginn. Ómar Örn Bjarnþórsson hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu en ekki fengið. Fær ekki gögn hjá lögreglu Ómar Örn fær ekki gögn málsins afhent frá lögreglu og hefur af þeim sökum kallað eftir þeim hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Telja má ólíklegt að gögnin fáist afhent enda verst lögregla allra frétta af málinu. Það birtist bæði í þeirri staðreynd að hvorki ríkissaksóknari né yfirmenn lögreglu hafa tjáð sig um málið og ekki síður í þeirri staðreynd að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum hefur ekki verið birtur á heimasíðu Hæstaréttar. Allajafna eru gæsluvarðhaldsúrskurðir birtir á heimasíðu Hæstaréttar en þó er undantekning gerð á því ef sýnt þykir fram á að það geti spillt rannsókn málsins. Um er að ræða reynslumikinn lögreglumann úr fíkniefnadeildinni og kom það samstarfsmönnum hans innan lögreglu, núverandi og fyrrverandi, í opna skjöldu þegar tíðindi bárust af varðhaldi yfir honum í fjölmiðlum í gær. Hann er á fimmtugsaldri og er lýst sem heiðarlegum og faglegum í starfi.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30 Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00
Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30
Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00