Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Bjarki Ármannsson skrifar 5. janúar 2016 21:15 Lögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn. Vísir/GVA Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að nýtt beri við ef upp kemur mál hér á landi þar sem lögregluþjónum er mútað af einstaklingum innan fíkniefnaheimsins. Lögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn en Helgi segir enga ástæðu til ætla að málið snúist um slíka spillingu, sé litið til sögunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregluþjóninn sem um ræðir starfað lengi innan fíkniefnadeildarinnar. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað um lögreglumann hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar. Ekki er um sama lögreglumann að ræða.Mútumál aldrei komið upp hér á landi Sem kunnugt er, eru fjárhagslegir hagsmunir af fíkniefnasmygli og –dreifingu hér á landi oft miklir og fangelsisdómar vegna slíkra brota oft mjög þungir. Í ljósi þess að lögreglumenn eru ekki best launaða starfsstétt landsins, leitaði Vísir álits Helga á því hversu líklegt það megi teljast að þeir freistist til að taka við greiðslum frá fíkniefnaheiminum í skiptum fyrir vernd eða upplýsingar.Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Vísir/GVAHelgi segir erfitt að tjá sig um þetta mál, þar sem litlar upplýsingar liggja fyrir. Mútumál hafi þó aldrei komið upp hér á landi þrátt fyrir að dæmi séu þekkt frá til dæmis Bandaríkjunum og Mexíkó. „Þar eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í gangi og þungir fíkniefnadómar, mikil eftirspurn eftir þessum efnum og freistingarnar miklar,“ segir Helgi. „Þar hafa menn séð mál af þessu tagi, þar sem peningar skipta um hendur til þess að menn líti framhjá kaupum eða dreifingum eða eitthvað slíkt.“ Helgi segist þó ekki telja ástæðu til að ætla að eitthvað því líkt sé í gangi hér á Íslandi. Óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins hafi hreinlega aldrei komist upp í sögunni. „Það sýnir í raun bara það að lögreglan hér er ekki spillt með sama hætti og við sjáum víða vestra,“ segir hann. „Það verður bara að segjast eins og er. Þetta eru bara mál sem hafa ekki komið upp hér hjá okkur. Við heyrum alltaf af miklum fjárhagslegum hagsmunum í tengslum við þennan fíkniefnaheim. En við höfum ekki fengið mál upp þar sem þessir miklu fjárhagslegu hagsmunir eru að einhverju leyti notaðir til að múta opinberum starfsmönnum, þó þetta sé láglaunastarf. Þetta bara hefur ekkert komið upp á yfirborðið.“ Ljóst er að meint afbrot mannsins er tekið alvarlega innan lögreglunnar en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því rétt fyrir áramót. Hann er í einangrun á Litla-hrauni vegna rannsóknarhagsmuna. Tengdar fréttir Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að nýtt beri við ef upp kemur mál hér á landi þar sem lögregluþjónum er mútað af einstaklingum innan fíkniefnaheimsins. Lögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn en Helgi segir enga ástæðu til ætla að málið snúist um slíka spillingu, sé litið til sögunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregluþjóninn sem um ræðir starfað lengi innan fíkniefnadeildarinnar. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað um lögreglumann hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar. Ekki er um sama lögreglumann að ræða.Mútumál aldrei komið upp hér á landi Sem kunnugt er, eru fjárhagslegir hagsmunir af fíkniefnasmygli og –dreifingu hér á landi oft miklir og fangelsisdómar vegna slíkra brota oft mjög þungir. Í ljósi þess að lögreglumenn eru ekki best launaða starfsstétt landsins, leitaði Vísir álits Helga á því hversu líklegt það megi teljast að þeir freistist til að taka við greiðslum frá fíkniefnaheiminum í skiptum fyrir vernd eða upplýsingar.Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Vísir/GVAHelgi segir erfitt að tjá sig um þetta mál, þar sem litlar upplýsingar liggja fyrir. Mútumál hafi þó aldrei komið upp hér á landi þrátt fyrir að dæmi séu þekkt frá til dæmis Bandaríkjunum og Mexíkó. „Þar eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í gangi og þungir fíkniefnadómar, mikil eftirspurn eftir þessum efnum og freistingarnar miklar,“ segir Helgi. „Þar hafa menn séð mál af þessu tagi, þar sem peningar skipta um hendur til þess að menn líti framhjá kaupum eða dreifingum eða eitthvað slíkt.“ Helgi segist þó ekki telja ástæðu til að ætla að eitthvað því líkt sé í gangi hér á Íslandi. Óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins hafi hreinlega aldrei komist upp í sögunni. „Það sýnir í raun bara það að lögreglan hér er ekki spillt með sama hætti og við sjáum víða vestra,“ segir hann. „Það verður bara að segjast eins og er. Þetta eru bara mál sem hafa ekki komið upp hér hjá okkur. Við heyrum alltaf af miklum fjárhagslegum hagsmunum í tengslum við þennan fíkniefnaheim. En við höfum ekki fengið mál upp þar sem þessir miklu fjárhagslegu hagsmunir eru að einhverju leyti notaðir til að múta opinberum starfsmönnum, þó þetta sé láglaunastarf. Þetta bara hefur ekkert komið upp á yfirborðið.“ Ljóst er að meint afbrot mannsins er tekið alvarlega innan lögreglunnar en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því rétt fyrir áramót. Hann er í einangrun á Litla-hrauni vegna rannsóknarhagsmuna.
Tengdar fréttir Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45
Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33