Það er svosem ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að herferðin er fyrir kvenfatalínu merkisins.
Yfirhönnuðurinn Nicolas Ghesquière birti myndir af Jaden í auglýsingunum á Instagram síðu sinni, en þær voru teknar að ljósmyndaranum Bruce Weber.
Fetar Jaden þar með í fótspor litlu systur sinnar, Willow, en hún sat fyrir í auglýsingaherferð Marc Jacobs snemma á síðasta ári.
