Forsetaframbjóðandi fær á baukinn: „Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega óþolandi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. janúar 2016 10:04 Þorgrímur Þráinsson ræðir hér við konur á konukvöldi Blómavals. Visir/anton Forsetaframbjóðandinn Þorgrímur Þráinsson hefur mátt þola töluverða gagnrýni vegna ummæla um brjóstagjöf í þættinum Morgunvaktinni á Rás 1 á dögunum. Sjálfur segir hann gagnrýnina vera sorglega. Þar greindi hann frá reynslu konu sem sinnir ungbarnaeftirliti og viðraði áhyggjur hennar af tilfinningarofi milli barns á brjósti og móður þess því hún notar tímann við brjóstagjöfina til að vera á Facebook. Það geri hún í stað þess að horfa í augu barnsins. „Þannig að þessi tilfinningatengsl sem við þekkjum bara, að halda á barni í fanginu og vera ekki að horfa í augun á því samtímis, það rofnar eitthvað. Ég hef engar rannsóknarniðurstöður á bakvið þetta en þetta er mér sagt af manneskju sem er í ungbarnaeftirliti,“ sagði Þorgrímur í Morgunútgáfunni. Fjölmargir hafa gagnrýnt þessi ummæli Þorgríms á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem segir það „full langt yfir strikið“ að ætla að ráðskast með hvort konur horfa meðan þær sinna brjóstagjöf. „Þar sem ÞÞ hefur ekki verið með barn á brjósti sjálfur þarf kannski að minna hann á að mörg börn eru með lokuð augun á meðan á þessu ferli stendur. Varla þurfum við vökustaura á börnin til að tryggja „órofna tengingu,“ skrifar Þórdís og bætir við. „Þá þurfa hvítvoðungar að fá brjóst á u.þ.b. tveggja tíma fresti fyrsta skeið ævi sinnar. Mæðrum er innrætt að barnið eigi heimtingu á óskiptri athygli þeirra, bæði líkamlega og tilfinningalega. Þetta er erfitt ferli sem útheimtir oft blóð, svita og tár allan sólarhringinn. Mæður þurfa allra síst á því að halda að vera guilt-trippaðar með svona hrútskýringum. Takk, en nei takk.“Eflaust gengur Þorgrími Þráinssyni gott eitt til og margir foreldrar mega líta oftar upp frá símum og spjaldtölvum. En a...Posted by Þórdís Elva Þorvaldsdóttir on Sunday, 3 January 2016„Takk fyrir föðurlegar leiðbeiningar“ Hildur Lilliendahl Viggósdóttir gerir sér að sama skapi mat úr ummælunum. Hún skrifar á Facebook: „Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega ÓÞOLANDI.“ „Takk fyrir föðurlegar leiðbeiningar þínar, Toggi. Gott að þú skulir vera hérna til að hafa vit fyrir okkur. Af því að „við“ þurfum greinilega að vanda okkur betur. Gott að þú skulir vera tilbúinn að kenna konum að það skipti ungabörn máli í hvaða átt mæður þeirra horfa á meðan þau næra sig. Bara rosalega margar þakkir. Og bíttu í þig.“ Við færslu Hildar skrifar Ingibjörg Axelma Axelsdóttir ummæli, sem vakið hafa töluverða lukku. „Eigandi þrjú börn, og verandi þónokkuð sjóuð í brjóstagjöfum, þá get ég sagt að mér þótti hún hundleiðinleg. Ég las, hlustaði á tónlist, horfði á sjónvarp, talaði í símann, leysti krossgátur, svaf, eða skoðaði facebook á meðan á brjóstagjöf stóð! Hringið á barnavernd!“ skrifar hún hæðin og bætir við að hún hefði annars orðið geðveik af leiðindum. „Var hellings annar tími til þess að koma í veg fyrir "tilfinngarof", eins og restin af helvítis sólarhringnum sem fór í að sinna afsprengjunum mínum.“ Ekki náðist í Þorgrím við gerð þessarar fréttar.Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega ÓÞOLANDI.Þorgrímur Þráinsson vitnaði á Morgunvaktinni til reynslu...Posted by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir on Sunday, 3 January 2016„Sorglegt“Þorgrímur tjáði sig um gagnrýnina á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar skrifaði hann að sorglegt væri að það skipti gagnrýnendur engu máli að vitnað væri til fagaðila. Færslu hans má sjá hér að neðan en ekki hefur náðist í Þorgrím í dag vegna málsins. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Þorgrímur Þráinsson hefur mátt þola töluverða gagnrýni vegna ummæla um brjóstagjöf í þættinum Morgunvaktinni á Rás 1 á dögunum. Sjálfur segir hann gagnrýnina vera sorglega. Þar greindi hann frá reynslu konu sem sinnir ungbarnaeftirliti og viðraði áhyggjur hennar af tilfinningarofi milli barns á brjósti og móður þess því hún notar tímann við brjóstagjöfina til að vera á Facebook. Það geri hún í stað þess að horfa í augu barnsins. „Þannig að þessi tilfinningatengsl sem við þekkjum bara, að halda á barni í fanginu og vera ekki að horfa í augun á því samtímis, það rofnar eitthvað. Ég hef engar rannsóknarniðurstöður á bakvið þetta en þetta er mér sagt af manneskju sem er í ungbarnaeftirliti,“ sagði Þorgrímur í Morgunútgáfunni. Fjölmargir hafa gagnrýnt þessi ummæli Þorgríms á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem segir það „full langt yfir strikið“ að ætla að ráðskast með hvort konur horfa meðan þær sinna brjóstagjöf. „Þar sem ÞÞ hefur ekki verið með barn á brjósti sjálfur þarf kannski að minna hann á að mörg börn eru með lokuð augun á meðan á þessu ferli stendur. Varla þurfum við vökustaura á börnin til að tryggja „órofna tengingu,“ skrifar Þórdís og bætir við. „Þá þurfa hvítvoðungar að fá brjóst á u.þ.b. tveggja tíma fresti fyrsta skeið ævi sinnar. Mæðrum er innrætt að barnið eigi heimtingu á óskiptri athygli þeirra, bæði líkamlega og tilfinningalega. Þetta er erfitt ferli sem útheimtir oft blóð, svita og tár allan sólarhringinn. Mæður þurfa allra síst á því að halda að vera guilt-trippaðar með svona hrútskýringum. Takk, en nei takk.“Eflaust gengur Þorgrími Þráinssyni gott eitt til og margir foreldrar mega líta oftar upp frá símum og spjaldtölvum. En a...Posted by Þórdís Elva Þorvaldsdóttir on Sunday, 3 January 2016„Takk fyrir föðurlegar leiðbeiningar“ Hildur Lilliendahl Viggósdóttir gerir sér að sama skapi mat úr ummælunum. Hún skrifar á Facebook: „Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega ÓÞOLANDI.“ „Takk fyrir föðurlegar leiðbeiningar þínar, Toggi. Gott að þú skulir vera hérna til að hafa vit fyrir okkur. Af því að „við“ þurfum greinilega að vanda okkur betur. Gott að þú skulir vera tilbúinn að kenna konum að það skipti ungabörn máli í hvaða átt mæður þeirra horfa á meðan þau næra sig. Bara rosalega margar þakkir. Og bíttu í þig.“ Við færslu Hildar skrifar Ingibjörg Axelma Axelsdóttir ummæli, sem vakið hafa töluverða lukku. „Eigandi þrjú börn, og verandi þónokkuð sjóuð í brjóstagjöfum, þá get ég sagt að mér þótti hún hundleiðinleg. Ég las, hlustaði á tónlist, horfði á sjónvarp, talaði í símann, leysti krossgátur, svaf, eða skoðaði facebook á meðan á brjóstagjöf stóð! Hringið á barnavernd!“ skrifar hún hæðin og bætir við að hún hefði annars orðið geðveik af leiðindum. „Var hellings annar tími til þess að koma í veg fyrir "tilfinngarof", eins og restin af helvítis sólarhringnum sem fór í að sinna afsprengjunum mínum.“ Ekki náðist í Þorgrím við gerð þessarar fréttar.Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega ÓÞOLANDI.Þorgrímur Þráinsson vitnaði á Morgunvaktinni til reynslu...Posted by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir on Sunday, 3 January 2016„Sorglegt“Þorgrímur tjáði sig um gagnrýnina á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar skrifaði hann að sorglegt væri að það skipti gagnrýnendur engu máli að vitnað væri til fagaðila. Færslu hans má sjá hér að neðan en ekki hefur náðist í Þorgrím í dag vegna málsins.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira