Þjálfari Grindavíkur reiður: Þetta er íþróttahús en ekki „menningarhús“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. janúar 2016 09:45 Jóhann Þór Ólafsson hefur engan húmor fyrir þrettándagleði degi fyrir leik hjá sér. vísir/stefán Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, ritar mikinn reiðipistil á Grindavík.net í dag þar sem hann skammast yfir notkun á Röstinni, íþróttahúsi Grindvíkinga. Jóhann er ósáttur við að geta ekki æft á réttum tíma á miðvikudaginn, daginn fyrir fyrsta leik Grindvíkinga í Dominos-deildinni á nýju ári en þeir mæta FSu á fimmtudaginn. Þannig er mál með vexti að þrettándagleði fer fram í Röstinni á miðvikudaginn þegar Grindvíkingar eiga að æfa og vill Jóhann að þessi hátíð verði færð svo hún trufli ekki íþróttastarfið hjá Grindavík. „Samkvæmt okkar stundartöflu æfum við kl. 19.30 á þriðjudag en það er kvennaleikur í húsinu kl 19.15 og æfum við eftir hann ef að samkomulag næst við aðra flokka um tímann eftir leikinn,“ segir Jóhann um aðstöðuleysið.Jóhann messar yfir sínum mönnum gegn Stjörnunni fyrr í vetur.vísir/ernirEr þetta bara sjálfsagt? „Svo er æfing kl 18.00 á miðvikudag. En nú er búið að setja á þrettándagleði í húsið sem að hefst kl. 18.00. Þetta þýðir að við getum ekki hafið æfingu fyrr en eftir þessa gleði sem að verður aldrei fyrr en 20.30.“ „Hinsvegar á kvennaliðið æfingu á þessum tíma og þurfum við þjálfararnir að semja um salinn á þessum frábæra tíma. Þetta finnst mér alls ekki nógu gott og í raun fáranlegt,“ segir Jóhann. Jóhann spyr sig hvers vegna það sé sjálfsagt að íþróttaæfingar víki fyrir þreéttándagleði þegar verið er að reyna að halda úti metnaðarfullu starfi. Hann bendir á að hægt sé að halda þrettándagleðina í sölum víðsvegar um Grindavíkurbæ. „Er það bara sjálfsagt mál hjá þeim sem þetta ákveða að við lúffum bara fyrir þessu? Það er s.s flott mál að hægt sé að nota íþróttahúsið í annað en bara þessar inni íþróttir en eiga íþróttirnar ekki að vera í forgang?“ segir hann. „Þetta er íþróttahús númer 1,2 og 3 og „menningarhús“ númer 4,5 og 6. Eða það er allavega mitt mat. Það er nóg stapp eins og áður sagði um tíma þó að það þurfi ekki að vera að bæta þessu ofan á líka,“ segir Jóhann Þór Ólafsson.Jón Axel Guðmundsson er sonur Guðmundar og stjarna í Grindavíkurliðinu.vísir/stefánGoðsögn sammála Guðmundur Bragason, fyrrverandi leikmaður og Íslandsmeistari með Grindavík, tekur undir með Jóhanni sem hann var aðstoðarþjálfari hjá Jóhanni framan af vetri. Guðmundur deilir pistlinum á Facebook-síðu sinni og segir: „Ótrúlegt að stjórnendur hjá Grindavíkurbær ákveði að þrettándagleðin sé í íþróttahúsinu daginn fyrir leik hjá meistaraflokk, án þess að athuga hvað er í gangi í húsinu.“ „Íþróttaatburðir og mikilvægar æfingar dag fyrir leik eiga að hafa forgang í íþróttahúsinu. Nema það sé kannski orðið aukahlutverk þessa mannvirkis? Það er ágæt veðurspá á miðvikudaginn. Svona viðburðir eiga að vera utandyra en færa hugsanlega inn í sal ef stefnir í vitlaust veður,“ segir Guðmundur Bragason. Dominos-deild karla Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, ritar mikinn reiðipistil á Grindavík.net í dag þar sem hann skammast yfir notkun á Röstinni, íþróttahúsi Grindvíkinga. Jóhann er ósáttur við að geta ekki æft á réttum tíma á miðvikudaginn, daginn fyrir fyrsta leik Grindvíkinga í Dominos-deildinni á nýju ári en þeir mæta FSu á fimmtudaginn. Þannig er mál með vexti að þrettándagleði fer fram í Röstinni á miðvikudaginn þegar Grindvíkingar eiga að æfa og vill Jóhann að þessi hátíð verði færð svo hún trufli ekki íþróttastarfið hjá Grindavík. „Samkvæmt okkar stundartöflu æfum við kl. 19.30 á þriðjudag en það er kvennaleikur í húsinu kl 19.15 og æfum við eftir hann ef að samkomulag næst við aðra flokka um tímann eftir leikinn,“ segir Jóhann um aðstöðuleysið.Jóhann messar yfir sínum mönnum gegn Stjörnunni fyrr í vetur.vísir/ernirEr þetta bara sjálfsagt? „Svo er æfing kl 18.00 á miðvikudag. En nú er búið að setja á þrettándagleði í húsið sem að hefst kl. 18.00. Þetta þýðir að við getum ekki hafið æfingu fyrr en eftir þessa gleði sem að verður aldrei fyrr en 20.30.“ „Hinsvegar á kvennaliðið æfingu á þessum tíma og þurfum við þjálfararnir að semja um salinn á þessum frábæra tíma. Þetta finnst mér alls ekki nógu gott og í raun fáranlegt,“ segir Jóhann. Jóhann spyr sig hvers vegna það sé sjálfsagt að íþróttaæfingar víki fyrir þreéttándagleði þegar verið er að reyna að halda úti metnaðarfullu starfi. Hann bendir á að hægt sé að halda þrettándagleðina í sölum víðsvegar um Grindavíkurbæ. „Er það bara sjálfsagt mál hjá þeim sem þetta ákveða að við lúffum bara fyrir þessu? Það er s.s flott mál að hægt sé að nota íþróttahúsið í annað en bara þessar inni íþróttir en eiga íþróttirnar ekki að vera í forgang?“ segir hann. „Þetta er íþróttahús númer 1,2 og 3 og „menningarhús“ númer 4,5 og 6. Eða það er allavega mitt mat. Það er nóg stapp eins og áður sagði um tíma þó að það þurfi ekki að vera að bæta þessu ofan á líka,“ segir Jóhann Þór Ólafsson.Jón Axel Guðmundsson er sonur Guðmundar og stjarna í Grindavíkurliðinu.vísir/stefánGoðsögn sammála Guðmundur Bragason, fyrrverandi leikmaður og Íslandsmeistari með Grindavík, tekur undir með Jóhanni sem hann var aðstoðarþjálfari hjá Jóhanni framan af vetri. Guðmundur deilir pistlinum á Facebook-síðu sinni og segir: „Ótrúlegt að stjórnendur hjá Grindavíkurbær ákveði að þrettándagleðin sé í íþróttahúsinu daginn fyrir leik hjá meistaraflokk, án þess að athuga hvað er í gangi í húsinu.“ „Íþróttaatburðir og mikilvægar æfingar dag fyrir leik eiga að hafa forgang í íþróttahúsinu. Nema það sé kannski orðið aukahlutverk þessa mannvirkis? Það er ágæt veðurspá á miðvikudaginn. Svona viðburðir eiga að vera utandyra en færa hugsanlega inn í sal ef stefnir í vitlaust veður,“ segir Guðmundur Bragason.
Dominos-deild karla Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira