„Ég held að ég muni líða fyrir það að vera ekki þjóðþekktur“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. janúar 2016 13:23 Þorgrímur Þráinsson undirbýr nú væntanlegt forsetaframboð. „Þetta kom mér á óvart, ég hélt að hann myndi vera áfram. Mér fannst hann einhvern veginn hafa talað þannig – ég var dálítið hissa,“ segir Þorgrímur Þráinsson, forsetaframbjóðandi, um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að gefa ekki kost á sér í forsetakosningunum næsta sumar. Þorgrímur var gestur þeirra Loga Bergmann og Rúnars Freys Gíslasonar á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu væntanlega kosningabaráttu. Eins og frægt er orðið gaf Þorgrímur það út í samtali við Vísi í nóvember að hann hygðist bjóða sig fram til forseta á næsta ári og varð þar með fyrstur væntanlegra frambjóðenda til að lýsa því yfir.Sjá einnig: 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Í ljósi þess hversu langt er síðan hann lagði af stað í vegferðina segir Þorgrímur að hann hafi tekið afslappaður á móti tíðindum nýársdags. „Þegar ég sá það á vefnum í gær að hann [Ólafur Ragnar] ætlaði ekki fram aftur þá tók hjartað ekkert aukaslag,“ segir Þorgrímur. Hann óttast þó að fólk þekki hann ekki nógu vel – í það minnsta ekki það sem hann stendur fyrir. „Það eina sem ég er að gera er að sækja um starf og það sem ég legg til grundvallar eru síðustu þrjátíu ár og það sem ég hef staðið fyrir. Mér líður oft þannig að mér finnist ég þekkja hvern einasta Íslendinga, sem er auðvitað rangt, en að sama skapi verð ég að gera mér grein fyrir því að fólk þekkir mig mjög takmarkað. Ég er ekki fjölmiðlamaður, ég er sjaldan í fjölmiðlum nema bara rétt fyrir jól í kringum bókaútgáfu. Ég held að ég muni líða fyrir það að vera ekki þjóðþekktur, þó að ég sé svona þokkalega þekktur,“ segir Þorgrímur sem var beðinn um að útskýra orð sín nánar.Sjá einnig: Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Hann bætti þá við að fólk þekkti hann kannski – „en ekki fyrir hvað ég stend,“ eins og hann orðaði það. „Í hjarta mínum langar mig bara til að vera auðmjúkur þjónn þjóðarinnar, punktur. Það er bara þannig,“ segir Þorgrímur.Nýr forseti getur gert það sem hann vill „Ef Vigdís væri að ljúka störfum núna sem forseti þá fengi ég allt öðruvísi spurningar heldur en Ólafur Ragnar og þess vegna mun kosningabaráttan núna mótast aðeins af því hvernig hann hefur mótað embættið. Ég hins vegar, sem svona kem kaldur að þessu, lít á þetta embætti sem óskrifað blað. Ég held að nýr forseti geti í raun bara gert það sem hann langar til,“ segir Þorgrímur. Viðtalið við Þorgrím má heyra í heild sinni hér að neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Þetta kom mér á óvart, ég hélt að hann myndi vera áfram. Mér fannst hann einhvern veginn hafa talað þannig – ég var dálítið hissa,“ segir Þorgrímur Þráinsson, forsetaframbjóðandi, um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að gefa ekki kost á sér í forsetakosningunum næsta sumar. Þorgrímur var gestur þeirra Loga Bergmann og Rúnars Freys Gíslasonar á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu væntanlega kosningabaráttu. Eins og frægt er orðið gaf Þorgrímur það út í samtali við Vísi í nóvember að hann hygðist bjóða sig fram til forseta á næsta ári og varð þar með fyrstur væntanlegra frambjóðenda til að lýsa því yfir.Sjá einnig: 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Í ljósi þess hversu langt er síðan hann lagði af stað í vegferðina segir Þorgrímur að hann hafi tekið afslappaður á móti tíðindum nýársdags. „Þegar ég sá það á vefnum í gær að hann [Ólafur Ragnar] ætlaði ekki fram aftur þá tók hjartað ekkert aukaslag,“ segir Þorgrímur. Hann óttast þó að fólk þekki hann ekki nógu vel – í það minnsta ekki það sem hann stendur fyrir. „Það eina sem ég er að gera er að sækja um starf og það sem ég legg til grundvallar eru síðustu þrjátíu ár og það sem ég hef staðið fyrir. Mér líður oft þannig að mér finnist ég þekkja hvern einasta Íslendinga, sem er auðvitað rangt, en að sama skapi verð ég að gera mér grein fyrir því að fólk þekkir mig mjög takmarkað. Ég er ekki fjölmiðlamaður, ég er sjaldan í fjölmiðlum nema bara rétt fyrir jól í kringum bókaútgáfu. Ég held að ég muni líða fyrir það að vera ekki þjóðþekktur, þó að ég sé svona þokkalega þekktur,“ segir Þorgrímur sem var beðinn um að útskýra orð sín nánar.Sjá einnig: Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Hann bætti þá við að fólk þekkti hann kannski – „en ekki fyrir hvað ég stend,“ eins og hann orðaði það. „Í hjarta mínum langar mig bara til að vera auðmjúkur þjónn þjóðarinnar, punktur. Það er bara þannig,“ segir Þorgrímur.Nýr forseti getur gert það sem hann vill „Ef Vigdís væri að ljúka störfum núna sem forseti þá fengi ég allt öðruvísi spurningar heldur en Ólafur Ragnar og þess vegna mun kosningabaráttan núna mótast aðeins af því hvernig hann hefur mótað embættið. Ég hins vegar, sem svona kem kaldur að þessu, lít á þetta embætti sem óskrifað blað. Ég held að nýr forseti geti í raun bara gert það sem hann langar til,“ segir Þorgrímur. Viðtalið við Þorgrím má heyra í heild sinni hér að neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira