Ruslakjaftur Ívars Websters lykillinn að 100 stiga leik Danny Shouse Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 11:45 Danny Shouse Mynd/Myndasafn Danny Shouse er með þeim eftirminnilegri bandarísku leikmönnum sem hafa spilað í íslenska körfuboltanum og hann fór meðal annars fyrir tveimur fyrstu Íslandsmeistaratitlum Njarðvíkinga í upphafi níunda áratugarins. Skúli Sigurðsson á karfan.is náði í Danny Shouse á dögunum og fékk að birta viðtal við hann á körfuboltasíðunni nú um áramótin. Danny Shouse ræðir meðal annars hundrað stiga leikinn en hann skoraði þessi 100 stig í sigri Ármanns á Skallagrími í Borgnesi í 1. deild karla 1. desember 1979. Leikurinn var því í næstefstu deild en hann náði þessu fyrir tíma þriggja stiga reglunnar. „Fyrsta árið mitt á Íslandi þá spilaði Dacarsta Webster (Ívar) fyrir Borgarnes og hann var með einhvern ruslakjaft við mig fyrir leik gegn þeim," rifjaði Danny Shouse upp og sagði frá því þegar Ívar Webester bauð honum út að borða fyrir leikinn og sagði að Skallagrímsliðið ætlaði að stoppa hann kvöldið eftir. „Ég gat varla sofið yfir nóttina því ég var svo ákveðin að sanna að Ívar hefði rangt fyrir sér. Þannig að þegar ég mætti á völlinn þá voru þeir með þrjá menn að dekka mig. Ég man að ég hugsaði með mér, hvað er eiginlega í gangi hérna," sagði Danny Shouse en hann skoraði 16 fyrstu stig Ármanns í leiknum og alls 56 stig í fyrri hálfleik. „Ég gersamlega varð sjóðandi heitur í þessum leik og nýtti mér það til fulls. Eftir leikinn kom svo einhver hlaupandi með skýrsluna og öskraði , Danny skoraði 100 stig! Ég hafði ekki hugmynd því Webster hafði pumpa mig svo upp fyrir þennan leik að ég bara spilaði af öllum kröftum.” sagði Danny. Danny Shouse talar vel um Ísland í viðtalinu og þá meðal annars um kurteisi íslenskra barna. „Ísland er frábært land og ég naut hverrar mínútu þegar ég var þarna. Það fyrsta sem kemur uppí hugann þegar ég hugsa til baka er hvernig fólkið bjó og hversu hreinir og beinir allir voru. Fólk var svo afslappað og landið er náttúrulega ótrúlega fallegt. Ég hef sagt mörgum hér heima frá Íslandi, hversu fallegt er þar, börnin svo kurteis og sýna virðingu. Þetta er bara fallegt land í heildina, þannig hugsa ég alltaf um Ísland," sagði Danny Shouse og bætti við: „Ég sakna þess að spila körfubolta og þeirra vináttu sem hann gaf mér. Ég eignaðist marga góða vini á Íslandi og ég sakna þeirra ásamt þess „kúltur“ sem Ísland bauð uppá. Þetta er allt annað hérna í Bandaríkjunum og fólk er mikið upptekið af sjálfum sér. Þarna var maður alltaf boðin velkomin með opnum örmum af fólkinu. Fólk kom virkilega vel fram við mig og gaf sér tíma í hlutina," sagði Danny Shouse en það er hægt að lesa allt viðtalið við hann inn á karfan.is. Danny Shouse varð Íslandsmeistari með Njarðvík 1981 og 1982. Hann var spilandi þjálfari fyrra tímabilið. Þetta voru tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlar Njarðvíkinga og jafnframt þeir einu sem félagið hefur ekki unnið í úrslitakeppni. Það er hægt að skoða tölfræði Danny Shouse hér. Dominos-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Danny Shouse er með þeim eftirminnilegri bandarísku leikmönnum sem hafa spilað í íslenska körfuboltanum og hann fór meðal annars fyrir tveimur fyrstu Íslandsmeistaratitlum Njarðvíkinga í upphafi níunda áratugarins. Skúli Sigurðsson á karfan.is náði í Danny Shouse á dögunum og fékk að birta viðtal við hann á körfuboltasíðunni nú um áramótin. Danny Shouse ræðir meðal annars hundrað stiga leikinn en hann skoraði þessi 100 stig í sigri Ármanns á Skallagrími í Borgnesi í 1. deild karla 1. desember 1979. Leikurinn var því í næstefstu deild en hann náði þessu fyrir tíma þriggja stiga reglunnar. „Fyrsta árið mitt á Íslandi þá spilaði Dacarsta Webster (Ívar) fyrir Borgarnes og hann var með einhvern ruslakjaft við mig fyrir leik gegn þeim," rifjaði Danny Shouse upp og sagði frá því þegar Ívar Webester bauð honum út að borða fyrir leikinn og sagði að Skallagrímsliðið ætlaði að stoppa hann kvöldið eftir. „Ég gat varla sofið yfir nóttina því ég var svo ákveðin að sanna að Ívar hefði rangt fyrir sér. Þannig að þegar ég mætti á völlinn þá voru þeir með þrjá menn að dekka mig. Ég man að ég hugsaði með mér, hvað er eiginlega í gangi hérna," sagði Danny Shouse en hann skoraði 16 fyrstu stig Ármanns í leiknum og alls 56 stig í fyrri hálfleik. „Ég gersamlega varð sjóðandi heitur í þessum leik og nýtti mér það til fulls. Eftir leikinn kom svo einhver hlaupandi með skýrsluna og öskraði , Danny skoraði 100 stig! Ég hafði ekki hugmynd því Webster hafði pumpa mig svo upp fyrir þennan leik að ég bara spilaði af öllum kröftum.” sagði Danny. Danny Shouse talar vel um Ísland í viðtalinu og þá meðal annars um kurteisi íslenskra barna. „Ísland er frábært land og ég naut hverrar mínútu þegar ég var þarna. Það fyrsta sem kemur uppí hugann þegar ég hugsa til baka er hvernig fólkið bjó og hversu hreinir og beinir allir voru. Fólk var svo afslappað og landið er náttúrulega ótrúlega fallegt. Ég hef sagt mörgum hér heima frá Íslandi, hversu fallegt er þar, börnin svo kurteis og sýna virðingu. Þetta er bara fallegt land í heildina, þannig hugsa ég alltaf um Ísland," sagði Danny Shouse og bætti við: „Ég sakna þess að spila körfubolta og þeirra vináttu sem hann gaf mér. Ég eignaðist marga góða vini á Íslandi og ég sakna þeirra ásamt þess „kúltur“ sem Ísland bauð uppá. Þetta er allt annað hérna í Bandaríkjunum og fólk er mikið upptekið af sjálfum sér. Þarna var maður alltaf boðin velkomin með opnum örmum af fólkinu. Fólk kom virkilega vel fram við mig og gaf sér tíma í hlutina," sagði Danny Shouse en það er hægt að lesa allt viðtalið við hann inn á karfan.is. Danny Shouse varð Íslandsmeistari með Njarðvík 1981 og 1982. Hann var spilandi þjálfari fyrra tímabilið. Þetta voru tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlar Njarðvíkinga og jafnframt þeir einu sem félagið hefur ekki unnið í úrslitakeppni. Það er hægt að skoða tölfræði Danny Shouse hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira