Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun Bjarki Ármannsson skrifar 19. janúar 2016 20:00 Um fátt hefur verið rætt í dag meira en mál Atla Helgasonar, sem veitt hefur verið uppreist æru og sem sækist eftir málflutningsréttindum sínum á ný. Atli hlaut sextán ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni. Ísland í dag ræddi við Birgi Örn Birgisson, föður Einars, í beinni útsendingu í kvöld. Birgir segir það hafa komið mjög á óvart í gær þegar sonur hans hafði samband rétt fyrir Kastljós á RÚV í gær til að láta vita að í þættinum yrði greint frá því að Atli hefði fengið uppreist æru. „Þetta er náttúrulega hlutur sem við áttum ekkert von á, þetta líkist því nánast þegar leitin að Einari stóð yfir og allir miðlar voru að hafa samband við okkur,“ segir Birgir. Hann segir fjölskyldu Einars aldrei hafa heyrt frá Atla frá því að hann hlaut dóm.Sjá einnig: Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æruMorðið á Einari Erni vakti mikla athygli og óhug á sínum tíma.„Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir Birgir. „Ég myndi vera alveg tilbúinn að hlusta á hvað hann hefði fram að færa. Það væri raunar mjög forvitnilegt.“ Hann ítrekar að reiði og heift ríki ekki innan fjölskyldunnar þó fréttir gærdagsins hafi ýft upp margt. „Einar var mjög hæfileikaríkur drengur og reglusamur. Hann var mjög vinsæll, átti stóran vinahóp. Hann var svolítið sérstakur, þó hann hafi verið sonur minn þá var hann spes.“Sjá einnig: Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðustu ára Birgir segir það skipta máli að Atli hafi ekki komið hreint fram við byrjun málsins. Þegar Einars var fyrst saknað tók Atli meðal annars þátt í leit að honum. „Já, ég verð að segja að mér finnst þessi blekkingarleikur af hálfu Atla, hvernig hann getur leikið tveimur skjöldum ... siðferði hans og dómgreind virðast alveg út úr kortinu.“Viðtalið í Íslandi í dag í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Um fátt hefur verið rætt í dag meira en mál Atla Helgasonar, sem veitt hefur verið uppreist æru og sem sækist eftir málflutningsréttindum sínum á ný. Atli hlaut sextán ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni. Ísland í dag ræddi við Birgi Örn Birgisson, föður Einars, í beinni útsendingu í kvöld. Birgir segir það hafa komið mjög á óvart í gær þegar sonur hans hafði samband rétt fyrir Kastljós á RÚV í gær til að láta vita að í þættinum yrði greint frá því að Atli hefði fengið uppreist æru. „Þetta er náttúrulega hlutur sem við áttum ekkert von á, þetta líkist því nánast þegar leitin að Einari stóð yfir og allir miðlar voru að hafa samband við okkur,“ segir Birgir. Hann segir fjölskyldu Einars aldrei hafa heyrt frá Atla frá því að hann hlaut dóm.Sjá einnig: Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æruMorðið á Einari Erni vakti mikla athygli og óhug á sínum tíma.„Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir Birgir. „Ég myndi vera alveg tilbúinn að hlusta á hvað hann hefði fram að færa. Það væri raunar mjög forvitnilegt.“ Hann ítrekar að reiði og heift ríki ekki innan fjölskyldunnar þó fréttir gærdagsins hafi ýft upp margt. „Einar var mjög hæfileikaríkur drengur og reglusamur. Hann var mjög vinsæll, átti stóran vinahóp. Hann var svolítið sérstakur, þó hann hafi verið sonur minn þá var hann spes.“Sjá einnig: Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðustu ára Birgir segir það skipta máli að Atli hafi ekki komið hreint fram við byrjun málsins. Þegar Einars var fyrst saknað tók Atli meðal annars þátt í leit að honum. „Já, ég verð að segja að mér finnst þessi blekkingarleikur af hálfu Atla, hvernig hann getur leikið tveimur skjöldum ... siðferði hans og dómgreind virðast alveg út úr kortinu.“Viðtalið í Íslandi í dag í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48
Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55
Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00
Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11