Renault ætlar að breyta 700.000 bílum til að minnka mengun þeirra Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 14:50 Renault Captur Renault er á hálum ís vegna miklu meiri NOx-mengunar bíla þeirra en uppgefið er. Þeim hefur verið gert að innkalla 15.000 Renault Captur bíla en að auki ætlar Renault að bjóða eigendum 700.000 dísilbíla að breyta hugbúnaði í þeim sem minnkar NOx-útblástur þeirra. Það segja sumir að bendi reyndar til þess að bílar Renault hafi getað mengað minna með annarsskonar hugbúnaðarstýringu og því séu aðferðir Renault ekki svo frábrugnar dísilvélasvindli Volkswagen. Þessir 700.000 bílar Renault eru allir með dísilvélar sem eiga að uppfylla Euro 6 staðalinn, en samkvæmt mælingum óháðra aðila er langt í frá að þær geri það. Þýsku umhverfisverndarsamtökin DUH hafa sagt að við mælingar á þeirra eigin vegum hafi Renault Espace mengað 25 sinnum meira en uppgefið er hjá framleiðanda og hafa því bent á að eitthvað óhreint mjöl sé í pokahorninu, þennan mun sé ekki hægt að útskýra með löglegum hætti. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Renault er á hálum ís vegna miklu meiri NOx-mengunar bíla þeirra en uppgefið er. Þeim hefur verið gert að innkalla 15.000 Renault Captur bíla en að auki ætlar Renault að bjóða eigendum 700.000 dísilbíla að breyta hugbúnaði í þeim sem minnkar NOx-útblástur þeirra. Það segja sumir að bendi reyndar til þess að bílar Renault hafi getað mengað minna með annarsskonar hugbúnaðarstýringu og því séu aðferðir Renault ekki svo frábrugnar dísilvélasvindli Volkswagen. Þessir 700.000 bílar Renault eru allir með dísilvélar sem eiga að uppfylla Euro 6 staðalinn, en samkvæmt mælingum óháðra aðila er langt í frá að þær geri það. Þýsku umhverfisverndarsamtökin DUH hafa sagt að við mælingar á þeirra eigin vegum hafi Renault Espace mengað 25 sinnum meira en uppgefið er hjá framleiðanda og hafa því bent á að eitthvað óhreint mjöl sé í pokahorninu, þennan mun sé ekki hægt að útskýra með löglegum hætti.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent