Bensínverð 16 krónur í verðstríði í Michigan Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 09:32 Gallonið á bensíni selt á 0,47 dollara. Afar langt er síðan að bensínverð undir einn dollar á gallonið hefur sést á bandarískum bensínstöðvum, en það gerðist í gær. Ástæða þess er verðstríð sem myndast hefur milli bensínstöðva í Michigan ríki. Það hófst með því að ein bensínstöð auglýsti verðið 87 sent á gallonið, en við því var brugðist hjá annarri bensínstöð sem lækkaði verðið í 47 sent, eða 16 krónur á hvern lítra. Þetta verðstríð stóð þó ekki lengi því verðið núna er aftur komið í það sama og fyrir verðstríðið, eða 1,46 dollarar hjá annarri bensínstöðvanna og 1,47 dollara á hinni. Það verð er engu að síður mjög lágt á hérlendan mælikvarða, eða um 50 krónur á hvern lítra. Því lætur nærri að viðskiuptavinir þessara stöðva borgi sama verð fyrir gallonið af bensíni og Íslendingar gera fyrir hvern lítra. Í galloni eru 3,78 lítrar. Verð þessara tveggja stöðva nú er enn umtalsvert lægra en meðaltalið í Michigan fylki, sem er nú 1,72 dollarar á hvert gallon. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent
Afar langt er síðan að bensínverð undir einn dollar á gallonið hefur sést á bandarískum bensínstöðvum, en það gerðist í gær. Ástæða þess er verðstríð sem myndast hefur milli bensínstöðva í Michigan ríki. Það hófst með því að ein bensínstöð auglýsti verðið 87 sent á gallonið, en við því var brugðist hjá annarri bensínstöð sem lækkaði verðið í 47 sent, eða 16 krónur á hvern lítra. Þetta verðstríð stóð þó ekki lengi því verðið núna er aftur komið í það sama og fyrir verðstríðið, eða 1,46 dollarar hjá annarri bensínstöðvanna og 1,47 dollara á hinni. Það verð er engu að síður mjög lágt á hérlendan mælikvarða, eða um 50 krónur á hvern lítra. Því lætur nærri að viðskiuptavinir þessara stöðva borgi sama verð fyrir gallonið af bensíni og Íslendingar gera fyrir hvern lítra. Í galloni eru 3,78 lítrar. Verð þessara tveggja stöðva nú er enn umtalsvert lægra en meðaltalið í Michigan fylki, sem er nú 1,72 dollarar á hvert gallon.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent