Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Ingvar Haraldsson skrifar 16. janúar 2016 07:00 Stefán Máni hefur aldrei fengið meira en sex mánuði í listamannalaun. Síðustu tvö ár hefur hann fengið þrjá mánuði úthlutaða. fréttablaðið/anton brink „Mér finnst að það eigi að fara betur með þessa peninga og nota þá til að gefa fleirum kraft,“ segir Stefán Máni rithöfundur um úthlutun listamannalauna. Spennusagnahöfundurinn vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Óeðlilegt sé að rithöfundar geti verið á launum í mörg ár við að skrifa sömu bókina. „Tvö ár eiga alveg að vera nægur tími til að skrifa bók,“ segir Stefán Máni. „Ég átta mig alveg á því að af og til er fólk að vinna að flóknum bókum og einhverjum ægilegum meistaraverkum. Mér finnst að það eigi ekki að vera hægt að ætlast til þess að ríkið bakki þig bara upp alla leið.“ Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, bendir aftur á móti á að listamannalaun séu verkefnistengdir styrkir og allir rithöfundar verði að skila framvinduskýrslu á meðan verkefnið er í vinnslu og eftir að því lýkur til að sýna fram á hvernig því miði. Stefán Máni kveðst telja að það geti verið óhollt að vera alltaf á listamannalaunum. „Sjálfur myndi ég ekki kæra mig um það,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ellefu rithöfundar hefðu verið á listamannalaunum í níu ár eða lengur síðasta áratug. Stefán Máni bendir á að hann eigi tuttugu ára útgáfuafmæli í ár en hafi aldrei fengið meira en sex mánuði úr launasjóði rithöfunda. Mjög erfitt sé að lifa á launum til skemmri tíma en hálfs árs. „Það er að myndast þessi pressa. Ef ég gef ekki út bók á hverju ári þá verð ég bara gjaldþrota,“ segir Stefán Máni. Þá ætti að gera yngri listamönnum auðveldara fyrir að komast að. „Þeir eru að fá mjög lítið. Það þarf að vera meiri endurnýjun. Það þarf að hlúa að ungu höfundunum því annars gefast þeir bara upp og þá verður þetta bara búið,“ segir Stefán Máni Bryndís segir að gerðar hafi verið ákveðnar breytingar á úthlutunarreglum listamannalauna í ár til að reyna að auðvelda ungu fólki að komast að. Það séu hins vegar takmörk fyrir því hvað hægt sé að líta til margra þátta annarra en verkefnisins sjálfs við úthlutun listamannalauna. Þá bendir Bryndís á að meðalaldur umsækjenda sé nokkuð hár. Meðalaldur rithöfunda sem sóttu um listamannalaun árið 2015 var 47 ár en meðaldur þeirra sem fengu úthlutun var 50 ár. Tengdar fréttir Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
„Mér finnst að það eigi að fara betur með þessa peninga og nota þá til að gefa fleirum kraft,“ segir Stefán Máni rithöfundur um úthlutun listamannalauna. Spennusagnahöfundurinn vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Óeðlilegt sé að rithöfundar geti verið á launum í mörg ár við að skrifa sömu bókina. „Tvö ár eiga alveg að vera nægur tími til að skrifa bók,“ segir Stefán Máni. „Ég átta mig alveg á því að af og til er fólk að vinna að flóknum bókum og einhverjum ægilegum meistaraverkum. Mér finnst að það eigi ekki að vera hægt að ætlast til þess að ríkið bakki þig bara upp alla leið.“ Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, bendir aftur á móti á að listamannalaun séu verkefnistengdir styrkir og allir rithöfundar verði að skila framvinduskýrslu á meðan verkefnið er í vinnslu og eftir að því lýkur til að sýna fram á hvernig því miði. Stefán Máni kveðst telja að það geti verið óhollt að vera alltaf á listamannalaunum. „Sjálfur myndi ég ekki kæra mig um það,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ellefu rithöfundar hefðu verið á listamannalaunum í níu ár eða lengur síðasta áratug. Stefán Máni bendir á að hann eigi tuttugu ára útgáfuafmæli í ár en hafi aldrei fengið meira en sex mánuði úr launasjóði rithöfunda. Mjög erfitt sé að lifa á launum til skemmri tíma en hálfs árs. „Það er að myndast þessi pressa. Ef ég gef ekki út bók á hverju ári þá verð ég bara gjaldþrota,“ segir Stefán Máni. Þá ætti að gera yngri listamönnum auðveldara fyrir að komast að. „Þeir eru að fá mjög lítið. Það þarf að vera meiri endurnýjun. Það þarf að hlúa að ungu höfundunum því annars gefast þeir bara upp og þá verður þetta bara búið,“ segir Stefán Máni Bryndís segir að gerðar hafi verið ákveðnar breytingar á úthlutunarreglum listamannalauna í ár til að reyna að auðvelda ungu fólki að komast að. Það séu hins vegar takmörk fyrir því hvað hægt sé að líta til margra þátta annarra en verkefnisins sjálfs við úthlutun listamannalauna. Þá bendir Bryndís á að meðalaldur umsækjenda sé nokkuð hár. Meðalaldur rithöfunda sem sóttu um listamannalaun árið 2015 var 47 ár en meðaldur þeirra sem fengu úthlutun var 50 ár.
Tengdar fréttir Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23
Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38
Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11