Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Ingvar Haraldsson skrifar 16. janúar 2016 07:00 Stefán Máni hefur aldrei fengið meira en sex mánuði í listamannalaun. Síðustu tvö ár hefur hann fengið þrjá mánuði úthlutaða. fréttablaðið/anton brink „Mér finnst að það eigi að fara betur með þessa peninga og nota þá til að gefa fleirum kraft,“ segir Stefán Máni rithöfundur um úthlutun listamannalauna. Spennusagnahöfundurinn vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Óeðlilegt sé að rithöfundar geti verið á launum í mörg ár við að skrifa sömu bókina. „Tvö ár eiga alveg að vera nægur tími til að skrifa bók,“ segir Stefán Máni. „Ég átta mig alveg á því að af og til er fólk að vinna að flóknum bókum og einhverjum ægilegum meistaraverkum. Mér finnst að það eigi ekki að vera hægt að ætlast til þess að ríkið bakki þig bara upp alla leið.“ Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, bendir aftur á móti á að listamannalaun séu verkefnistengdir styrkir og allir rithöfundar verði að skila framvinduskýrslu á meðan verkefnið er í vinnslu og eftir að því lýkur til að sýna fram á hvernig því miði. Stefán Máni kveðst telja að það geti verið óhollt að vera alltaf á listamannalaunum. „Sjálfur myndi ég ekki kæra mig um það,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ellefu rithöfundar hefðu verið á listamannalaunum í níu ár eða lengur síðasta áratug. Stefán Máni bendir á að hann eigi tuttugu ára útgáfuafmæli í ár en hafi aldrei fengið meira en sex mánuði úr launasjóði rithöfunda. Mjög erfitt sé að lifa á launum til skemmri tíma en hálfs árs. „Það er að myndast þessi pressa. Ef ég gef ekki út bók á hverju ári þá verð ég bara gjaldþrota,“ segir Stefán Máni. Þá ætti að gera yngri listamönnum auðveldara fyrir að komast að. „Þeir eru að fá mjög lítið. Það þarf að vera meiri endurnýjun. Það þarf að hlúa að ungu höfundunum því annars gefast þeir bara upp og þá verður þetta bara búið,“ segir Stefán Máni Bryndís segir að gerðar hafi verið ákveðnar breytingar á úthlutunarreglum listamannalauna í ár til að reyna að auðvelda ungu fólki að komast að. Það séu hins vegar takmörk fyrir því hvað hægt sé að líta til margra þátta annarra en verkefnisins sjálfs við úthlutun listamannalauna. Þá bendir Bryndís á að meðalaldur umsækjenda sé nokkuð hár. Meðalaldur rithöfunda sem sóttu um listamannalaun árið 2015 var 47 ár en meðaldur þeirra sem fengu úthlutun var 50 ár. Tengdar fréttir Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
„Mér finnst að það eigi að fara betur með þessa peninga og nota þá til að gefa fleirum kraft,“ segir Stefán Máni rithöfundur um úthlutun listamannalauna. Spennusagnahöfundurinn vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Óeðlilegt sé að rithöfundar geti verið á launum í mörg ár við að skrifa sömu bókina. „Tvö ár eiga alveg að vera nægur tími til að skrifa bók,“ segir Stefán Máni. „Ég átta mig alveg á því að af og til er fólk að vinna að flóknum bókum og einhverjum ægilegum meistaraverkum. Mér finnst að það eigi ekki að vera hægt að ætlast til þess að ríkið bakki þig bara upp alla leið.“ Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, bendir aftur á móti á að listamannalaun séu verkefnistengdir styrkir og allir rithöfundar verði að skila framvinduskýrslu á meðan verkefnið er í vinnslu og eftir að því lýkur til að sýna fram á hvernig því miði. Stefán Máni kveðst telja að það geti verið óhollt að vera alltaf á listamannalaunum. „Sjálfur myndi ég ekki kæra mig um það,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ellefu rithöfundar hefðu verið á listamannalaunum í níu ár eða lengur síðasta áratug. Stefán Máni bendir á að hann eigi tuttugu ára útgáfuafmæli í ár en hafi aldrei fengið meira en sex mánuði úr launasjóði rithöfunda. Mjög erfitt sé að lifa á launum til skemmri tíma en hálfs árs. „Það er að myndast þessi pressa. Ef ég gef ekki út bók á hverju ári þá verð ég bara gjaldþrota,“ segir Stefán Máni. Þá ætti að gera yngri listamönnum auðveldara fyrir að komast að. „Þeir eru að fá mjög lítið. Það þarf að vera meiri endurnýjun. Það þarf að hlúa að ungu höfundunum því annars gefast þeir bara upp og þá verður þetta bara búið,“ segir Stefán Máni Bryndís segir að gerðar hafi verið ákveðnar breytingar á úthlutunarreglum listamannalauna í ár til að reyna að auðvelda ungu fólki að komast að. Það séu hins vegar takmörk fyrir því hvað hægt sé að líta til margra þátta annarra en verkefnisins sjálfs við úthlutun listamannalauna. Þá bendir Bryndís á að meðalaldur umsækjenda sé nokkuð hár. Meðalaldur rithöfunda sem sóttu um listamannalaun árið 2015 var 47 ár en meðaldur þeirra sem fengu úthlutun var 50 ár.
Tengdar fréttir Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23
Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38
Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11