Greinargerðin svo afdráttarlaus að ekki var talin ástæða til að vísa málinu til ríkissaksóknara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2016 18:00 Jón H.B. Snorrason segir að engin ástæða hafi verið til þess að efast um greinargerð Karls Steinars þrátt fyrir náið samstarf við fulltrúans sem til skoðunar var. Greinargerðin hafi verið það afdráttarlaus. Vísir/E.Ól. Niðurstaða athugunar Karls Steinars Valssonar á alvarlegum ásökunum í garð hans nánasta undirmanns var nóg til þess að yfirmenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu töldu ekki ástæðu til að fá óháða úttekt á starfsháttum lögreglufulltrúans. Í svari Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að niðurstaða Karls Steinars hafi verið afdráttarlaus hvað þetta varði. Eins og Vísir hefur fjallað um fullyrti Karl Steinar við undirmenn sína, þegar ásakanir höfðu verið háværar árið 2011 og 2012, að rannsókn á ásökununum hefði farið fram. Þær hefðu ekki reynst á rökum reistar. Menn ættu að hætta að ræða þær og einbeita sér að vinnu sinni. Nú liggur fyrir að aldrei fór fram rannsókn heldur aðeins athugun Karls Steinars sjálfs á ásökununum. Héraðssaksóknari tók mál lögreglufulltrúans til rannsóknar á mánudaginn. Honum var vísað frá störfum, tímabundið í dag á meðan málið er til rannsóknar. Til skoðunar eru bæði ásakanir á hendur honum árin fyrir fund Karls Steinars með undirmönnum og árin eftir. Niðurstaða athugunar Karls Steinars var að engin ástæða væri til að vantrausta lögreglufulltrúanum.Vísir/Ernir Engin ástæða til að vantrausts Karl Steinar var yfirmaður lögreglufulltrúans og unnu þeir afar náið saman. Í tíð Karls Steinars sem yfirmanns fíkniefnadeildar komst umræddur lögreglufulltrúi í þá einstöku stöðu að vera bæði yfirmaður í upplýsingadeild lögreglu og fíkniefnadeildinni á sama tíma. Þannig var hann beggja vegna borðsins, fékk upplýsingar inn á borð til sín og gat metið hverju sinni hvað þætti tilefni til að fara með lengra og hvað ekki. Fyrirkomulagið þekkist ekki í nágrannalöndum okkar og er gagnrýnisvert. Í skriflegu svari Jóns H.B. til Vísis vitnar hann beint í greinargerð Karls Steinars frá því í febrúar 2012: „...það sé ekkert sem renni stoðum undir sögusagnir um að lögreglufulltrúi sem um ræðir fari ekki að reglum og fyrirmælum og það sé alls engin ástæða til þess að vantreysta honum í því starfi sem hann gegndi“ Jón segir að ekkert tilefni hafi verið til þess að yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu færi með málið lengra, t.d. að mælast til þess við ríkissaksóknara að fram færi lögreglurannsókn þar sem ekki hafi legið fyrir grunur um refsiverða háttsemi. Þrátt fyrir ítrekaðar og áralangar ásakanir á hendur fulltrúanum hefur mál hans aldrei hlotið formlega rannsókn, fyrr en nú.Vísir/GVA Engar haldbærar upplýsingar Jón segir í samtali við Vísi að í ásökunum þeim sem Karl Steinar hafði til skoðunar hafi ekki verið að finna upplýsingar eða vísbendingar um refsiverða háttsemi. Ýmsar sögusagnir hafi verið en engar haldbærar upplýsingar. Hefði svo verið hefði málið ekki farið í neina athugun heldur beint til ríkissaksóknara. „Karl var ekki að vinna með neitt annað en það sem var hér á sveimi. Hann var ekki með neinar kærur eða skýrslur eða skjalfestar upplýsingar um refsiverða háttsemi. Það voru sögusagnir um að maðurinn væri ekki traustins verður en þær sögusagnir voru um atriði sem ekki var hægt að festa hendi á.“ Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði við Vísi í morgun að yfirmenn yrðu að svara spurningum fjölmiðla vegna greinargerðar Karls Steinars.Vísir/GVA Eðlilegt að næsti yfirmaður framkvæmi athugun Fyrir liggur að samband Karls Steinars og lögreglufulltrúans var afar gott og náið. Má því velta fyrir sér hvort eðlilegt sé að hann sjái sjálfur um athugun á starfsháttum náins undirmanns. „Það er þetta sem að gerist í starfsemi, að yfirmenn manna skoða þá frá degi til dags, og meta hvort eithvað sé athugavert. Það er eiginlega ekki hægt að fara með þetta í neinn annan farveg,“ segir Jón. Það er mjög eðlilegt að hann reyni að átta sig á þessu. Sú skoðun þurfi að gerast innanhúss og meta stöðuna. Hvort yfirstjórn lögreglu hefði ekki þurft að meta greinargerð Karls Steinars að einhverju leyti út frá því hve náið þeirra samstarf var segir Jón greinargerðina hafa verið það afdráttarlausa að ekki hafi verið tilefni til þess. Jón minnir á að rannsókn lögreglufulltrúans sé nýhafin og enginn dómur sé fallinn í málinu. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þegar Karl Steinar skilaði greinargerð sinni og núverandi formaður velferðasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi ekki vera í stöðu til að tjá sig um málið. Hann vísar til svara Jóns H.B. sem hann hafi ekki ástæðu til að véfengja. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Sjá meira
Niðurstaða athugunar Karls Steinars Valssonar á alvarlegum ásökunum í garð hans nánasta undirmanns var nóg til þess að yfirmenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu töldu ekki ástæðu til að fá óháða úttekt á starfsháttum lögreglufulltrúans. Í svari Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að niðurstaða Karls Steinars hafi verið afdráttarlaus hvað þetta varði. Eins og Vísir hefur fjallað um fullyrti Karl Steinar við undirmenn sína, þegar ásakanir höfðu verið háværar árið 2011 og 2012, að rannsókn á ásökununum hefði farið fram. Þær hefðu ekki reynst á rökum reistar. Menn ættu að hætta að ræða þær og einbeita sér að vinnu sinni. Nú liggur fyrir að aldrei fór fram rannsókn heldur aðeins athugun Karls Steinars sjálfs á ásökununum. Héraðssaksóknari tók mál lögreglufulltrúans til rannsóknar á mánudaginn. Honum var vísað frá störfum, tímabundið í dag á meðan málið er til rannsóknar. Til skoðunar eru bæði ásakanir á hendur honum árin fyrir fund Karls Steinars með undirmönnum og árin eftir. Niðurstaða athugunar Karls Steinars var að engin ástæða væri til að vantrausta lögreglufulltrúanum.Vísir/Ernir Engin ástæða til að vantrausts Karl Steinar var yfirmaður lögreglufulltrúans og unnu þeir afar náið saman. Í tíð Karls Steinars sem yfirmanns fíkniefnadeildar komst umræddur lögreglufulltrúi í þá einstöku stöðu að vera bæði yfirmaður í upplýsingadeild lögreglu og fíkniefnadeildinni á sama tíma. Þannig var hann beggja vegna borðsins, fékk upplýsingar inn á borð til sín og gat metið hverju sinni hvað þætti tilefni til að fara með lengra og hvað ekki. Fyrirkomulagið þekkist ekki í nágrannalöndum okkar og er gagnrýnisvert. Í skriflegu svari Jóns H.B. til Vísis vitnar hann beint í greinargerð Karls Steinars frá því í febrúar 2012: „...það sé ekkert sem renni stoðum undir sögusagnir um að lögreglufulltrúi sem um ræðir fari ekki að reglum og fyrirmælum og það sé alls engin ástæða til þess að vantreysta honum í því starfi sem hann gegndi“ Jón segir að ekkert tilefni hafi verið til þess að yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu færi með málið lengra, t.d. að mælast til þess við ríkissaksóknara að fram færi lögreglurannsókn þar sem ekki hafi legið fyrir grunur um refsiverða háttsemi. Þrátt fyrir ítrekaðar og áralangar ásakanir á hendur fulltrúanum hefur mál hans aldrei hlotið formlega rannsókn, fyrr en nú.Vísir/GVA Engar haldbærar upplýsingar Jón segir í samtali við Vísi að í ásökunum þeim sem Karl Steinar hafði til skoðunar hafi ekki verið að finna upplýsingar eða vísbendingar um refsiverða háttsemi. Ýmsar sögusagnir hafi verið en engar haldbærar upplýsingar. Hefði svo verið hefði málið ekki farið í neina athugun heldur beint til ríkissaksóknara. „Karl var ekki að vinna með neitt annað en það sem var hér á sveimi. Hann var ekki með neinar kærur eða skýrslur eða skjalfestar upplýsingar um refsiverða háttsemi. Það voru sögusagnir um að maðurinn væri ekki traustins verður en þær sögusagnir voru um atriði sem ekki var hægt að festa hendi á.“ Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði við Vísi í morgun að yfirmenn yrðu að svara spurningum fjölmiðla vegna greinargerðar Karls Steinars.Vísir/GVA Eðlilegt að næsti yfirmaður framkvæmi athugun Fyrir liggur að samband Karls Steinars og lögreglufulltrúans var afar gott og náið. Má því velta fyrir sér hvort eðlilegt sé að hann sjái sjálfur um athugun á starfsháttum náins undirmanns. „Það er þetta sem að gerist í starfsemi, að yfirmenn manna skoða þá frá degi til dags, og meta hvort eithvað sé athugavert. Það er eiginlega ekki hægt að fara með þetta í neinn annan farveg,“ segir Jón. Það er mjög eðlilegt að hann reyni að átta sig á þessu. Sú skoðun þurfi að gerast innanhúss og meta stöðuna. Hvort yfirstjórn lögreglu hefði ekki þurft að meta greinargerð Karls Steinars að einhverju leyti út frá því hve náið þeirra samstarf var segir Jón greinargerðina hafa verið það afdráttarlausa að ekki hafi verið tilefni til þess. Jón minnir á að rannsókn lögreglufulltrúans sé nýhafin og enginn dómur sé fallinn í málinu. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þegar Karl Steinar skilaði greinargerð sinni og núverandi formaður velferðasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi ekki vera í stöðu til að tjá sig um málið. Hann vísar til svara Jóns H.B. sem hann hafi ekki ástæðu til að véfengja.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Sjá meira
Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00
Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00
Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43