Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. janúar 2016 13:43 Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. Vísir/Vilhelm Launahækkanir hafa verið frystar hjá Rio Tinto í heiminum. Þetta kom fram í tölvupósti sem sendur var starfsmönnum álversins í Straumsvík í gær þar sem vitnað var til orða Sam Walsh, aðalforstjóra Rio Tinto. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna álversins, segir þessa ákvörðun skýra afstöðu félagsins í samningaviðræðum hingað til. Markmið launafrystingarinnar er að hámarka lausafé fyrirtækisins. Frystingin felur í sér að engar launahækkanir verði hjá fyrirtækinu nema kveðið sé á um þær í lögum eða þegar búið að semja um þær. Þetta gildir um alla starfsmenn; þar með talið forstjóra og aðra stjórnendur. Í bréfinu sem starfsmenn Rio Tinto Alcan í Straumsvík fengu segir að verið sé að skoða hvernig þessi ákvörðun snertir kjaradeiluna sem staðið hefur á milli starfsmanna og fyrirtækisins í meira en ár. Ekkert hefur gengið í að ná samningum og hefur samningaviðræðunum ítrekað verið slitið. Gylfi segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. „Þarna er það komið í ljós að það var aldrei meiningin að semja við okkur enda hafa þeir í öllu ferlinu ítrekað slitið viðræðum við okkur,“ segir hann. „Ég hef upplifað það þannig að það hafi ekki verið meining þeirra að semja og ég held að það sé komið í ljós nú.“ Óljóst er hvaða skref starfsmenn munu næst stíga til að knýja á um launakröfur sínar. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir hann. „Í síðustu viðræðum slökuðum við mjög verulega til til þess að koma til móts við það að ríkissáttasemjari gæti lagt fram með miðlunartillögu.“ „Við vorum þá komnir nokkuð mikið yfir þau strik sem við ætluðum okkur til að teygja okkur fram, þá settu þeir [ÍSAL] allan pakkann inn aftur. Þá voru þeir ekkert að koma til móts, þá áttum við bara að gefa eftir og kyngja öllum þeirra kröfum. Það var deginum ljósara að þeir ætluðu ekkert að semja.“ Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Launahækkanir hafa verið frystar hjá Rio Tinto í heiminum. Þetta kom fram í tölvupósti sem sendur var starfsmönnum álversins í Straumsvík í gær þar sem vitnað var til orða Sam Walsh, aðalforstjóra Rio Tinto. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna álversins, segir þessa ákvörðun skýra afstöðu félagsins í samningaviðræðum hingað til. Markmið launafrystingarinnar er að hámarka lausafé fyrirtækisins. Frystingin felur í sér að engar launahækkanir verði hjá fyrirtækinu nema kveðið sé á um þær í lögum eða þegar búið að semja um þær. Þetta gildir um alla starfsmenn; þar með talið forstjóra og aðra stjórnendur. Í bréfinu sem starfsmenn Rio Tinto Alcan í Straumsvík fengu segir að verið sé að skoða hvernig þessi ákvörðun snertir kjaradeiluna sem staðið hefur á milli starfsmanna og fyrirtækisins í meira en ár. Ekkert hefur gengið í að ná samningum og hefur samningaviðræðunum ítrekað verið slitið. Gylfi segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. „Þarna er það komið í ljós að það var aldrei meiningin að semja við okkur enda hafa þeir í öllu ferlinu ítrekað slitið viðræðum við okkur,“ segir hann. „Ég hef upplifað það þannig að það hafi ekki verið meining þeirra að semja og ég held að það sé komið í ljós nú.“ Óljóst er hvaða skref starfsmenn munu næst stíga til að knýja á um launakröfur sínar. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir hann. „Í síðustu viðræðum slökuðum við mjög verulega til til þess að koma til móts við það að ríkissáttasemjari gæti lagt fram með miðlunartillögu.“ „Við vorum þá komnir nokkuð mikið yfir þau strik sem við ætluðum okkur til að teygja okkur fram, þá settu þeir [ÍSAL] allan pakkann inn aftur. Þá voru þeir ekkert að koma til móts, þá áttum við bara að gefa eftir og kyngja öllum þeirra kröfum. Það var deginum ljósara að þeir ætluðu ekkert að semja.“
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira