Peterhansel nær aftur forystunni í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2016 11:13 Stephane Peterhansel á leið til forystu í gær. Það eru miklar sviptingar í Dakar þolaksturskeppninni og forysta Carlos Saintz stóð ekki lengi þar sem hann lenti í miklum vandræðum í gær og féll af lista 10 fremstu manna og ekki víst að hann haldi áfram keppni. Carlos Sainz braut gírkassann þegar dagleiðin í gær var langt komin. Flestir ökumenn í gær lentu í vandræðum og Nasser Al-Attiyah velti til dæmis bíl sínum en gat þó haldið áfram. Hann er nú heilum klukkutíma á eftir Peterhansel en samt í öðru sæti. Margir ökumenn töpuðu áttum í sandöldum og áttu erfitt með að finna réttu leiðina útúr þeim. Meðal þeirra var Mikko Hirvonen sem nú er í fjórða sæti en Giniel De Villiers er í því þriðja en tímar þeirra eru 1:12 og 1:25 klukkutímum á eftir Peterhansel. Í fimmta sæti er svo Leeroy Paulter og Ciryl Despres er í því sjötta. Af 10 efstu bílum eru aðeins Peugeot (3), Mini (4) og Toyota (3) bílar. Þrjár dagleiðir eru eftir af keppninni og víst er að enn getur röð efstu manna breyst mikið. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent
Það eru miklar sviptingar í Dakar þolaksturskeppninni og forysta Carlos Saintz stóð ekki lengi þar sem hann lenti í miklum vandræðum í gær og féll af lista 10 fremstu manna og ekki víst að hann haldi áfram keppni. Carlos Sainz braut gírkassann þegar dagleiðin í gær var langt komin. Flestir ökumenn í gær lentu í vandræðum og Nasser Al-Attiyah velti til dæmis bíl sínum en gat þó haldið áfram. Hann er nú heilum klukkutíma á eftir Peterhansel en samt í öðru sæti. Margir ökumenn töpuðu áttum í sandöldum og áttu erfitt með að finna réttu leiðina útúr þeim. Meðal þeirra var Mikko Hirvonen sem nú er í fjórða sæti en Giniel De Villiers er í því þriðja en tímar þeirra eru 1:12 og 1:25 klukkutímum á eftir Peterhansel. Í fimmta sæti er svo Leeroy Paulter og Ciryl Despres er í því sjötta. Af 10 efstu bílum eru aðeins Peugeot (3), Mini (4) og Toyota (3) bílar. Þrjár dagleiðir eru eftir af keppninni og víst er að enn getur röð efstu manna breyst mikið.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent